Enginn málefnalegur ágreiningur skýri brotthvarf bæjarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 08:00 Bragi Bjarnason tekur við sem bæjarstjóri Árborgar eins og til stóð 1. júní. Það verður hins vegar sem oddviti tveggja flokka meirihluta í stað eins áður. Vísir/Egill Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og verðandi bæjarstjóri segir engan málefnalegan ágreining hafa verið innan flokksins í bæjarstjórn sem skýri brotthvarf Fjólu Kristinsdóttur úr meirihlutanum. Fjóla vill ekki tjá sig um ákvörðun sína. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins varð Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrri tvö árin. Bragi Bjarnason, oddviti flokksins, átti að taka við sem bæjarstjóri 1. júní. Tilkynnt var að Fjóla hefði ákveðið að falla frá samkomulaginu og að hún myndi yfirgefa meirihlutann í yfirlýsingu frá Braga og Álfheiði Eymarsdóttur, oddvita Áfram Árborgar, í gær. Samtímis var greint frá því að Áfram Árborg kæmi inn í meirihlutann. Fjóla vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt þegar eftir því var leitað í gær en boðaði að hún gæfi út yfirlýsingu síðar. Ákvörðunin kom á óvart Bragi, verðandi bæjarstjóri og núverandi formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vísi að ákvörðun Fjólu hafi komið á óvart. Hann geti ekki geta svarað fyrir hönd hennar um ástæður brotthvarfs hennar. „Það er bara ömurlegt og leiðinlegt að missa góðan félaga. Þetta er búið að ganga vel og sést á árangrinum í starfi sveitarfélagsins,“ segir hann. Þá segist hann ekki geta sagt til um hvort að Fjóla sitji áfram í bæjarstjórn, hvort sem er fyrir hönd annars flokks eða sem óháður bæjarfulltrúi. „Nei, alls ekki. Það er enginn málefnalegur ágreiningur. Allir eru að stefna í sömu átt,“ segir Bragi spurður að því hvort að samstarfserfiðleikar hafi komið upp. Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Gerðist allt í vikunni Bæjarstjórnarfundur verður næst haldinn á mánudag en Bragi tekur við embætti bæjarstjóra eins og áformað var 1. júní. Hann segir mikilvægt að náðst hafi strax að mynda starfhæfan meirihluta. Spurður að því hvenær var byrjað að ræða meirihlutasamstarf við Áfram Árborg segir Bragi að það hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta gerist allt í þessari viku,“ segir hann. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu en Bragi segir að samstarf í bæjarstjórn hafi verið gott á þessum erfiðu tímum í endurskipulagningu sveitarfélagsins. Sérstaklega hafi samstarfið við Áfram Árborg verið gott. „Þegar þessi staða kemur upp lá bara beinast við að eiga samtal við þau. Við erum með mikinn samhljóm í þessu verkefni. Það er engin meginstefna sem breytist. Við erum áfram í þessu stóra verkefni. Það eru náttúrulega hagsmunir íbúar og sveitarfélagsins sem eru efst á baugi. Það er verkefni sem við ætlum að halda áfram,“ segir Bragi. Árborg Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins varð Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrri tvö árin. Bragi Bjarnason, oddviti flokksins, átti að taka við sem bæjarstjóri 1. júní. Tilkynnt var að Fjóla hefði ákveðið að falla frá samkomulaginu og að hún myndi yfirgefa meirihlutann í yfirlýsingu frá Braga og Álfheiði Eymarsdóttur, oddvita Áfram Árborgar, í gær. Samtímis var greint frá því að Áfram Árborg kæmi inn í meirihlutann. Fjóla vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt þegar eftir því var leitað í gær en boðaði að hún gæfi út yfirlýsingu síðar. Ákvörðunin kom á óvart Bragi, verðandi bæjarstjóri og núverandi formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vísi að ákvörðun Fjólu hafi komið á óvart. Hann geti ekki geta svarað fyrir hönd hennar um ástæður brotthvarfs hennar. „Það er bara ömurlegt og leiðinlegt að missa góðan félaga. Þetta er búið að ganga vel og sést á árangrinum í starfi sveitarfélagsins,“ segir hann. Þá segist hann ekki geta sagt til um hvort að Fjóla sitji áfram í bæjarstjórn, hvort sem er fyrir hönd annars flokks eða sem óháður bæjarfulltrúi. „Nei, alls ekki. Það er enginn málefnalegur ágreiningur. Allir eru að stefna í sömu átt,“ segir Bragi spurður að því hvort að samstarfserfiðleikar hafi komið upp. Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Gerðist allt í vikunni Bæjarstjórnarfundur verður næst haldinn á mánudag en Bragi tekur við embætti bæjarstjóra eins og áformað var 1. júní. Hann segir mikilvægt að náðst hafi strax að mynda starfhæfan meirihluta. Spurður að því hvenær var byrjað að ræða meirihlutasamstarf við Áfram Árborg segir Bragi að það hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta gerist allt í þessari viku,“ segir hann. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu en Bragi segir að samstarf í bæjarstjórn hafi verið gott á þessum erfiðu tímum í endurskipulagningu sveitarfélagsins. Sérstaklega hafi samstarfið við Áfram Árborg verið gott. „Þegar þessi staða kemur upp lá bara beinast við að eiga samtal við þau. Við erum með mikinn samhljóm í þessu verkefni. Það er engin meginstefna sem breytist. Við erum áfram í þessu stóra verkefni. Það eru náttúrulega hagsmunir íbúar og sveitarfélagsins sem eru efst á baugi. Það er verkefni sem við ætlum að halda áfram,“ segir Bragi.
Árborg Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?