„Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 23. maí 2024 21:45 Frank Booker einbeittur á vítalínunni Vísir/Pawel Frank Aron Booker lék við hvurn sinn fingur í kvöld þegar Valsmenn lögðu Grindvíkinga örugglega í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu Subway-deildar karla. Frank skoraði 20 stig og bætti við sjö fráköstum og tveimur stolnum boltum. Hann mætti í viðtal við Andra Más eftir leik sem bað hann um að segja frá varnarleik Vals sem hélt Grindavík í 62 stigum. „Þetta er bara geggjuð barátta. Við erum að reyna að fara eftir því sem Finnur er búinn að plana fyrir okkur og reyna að láta Kane ekki keyra á okkur allan tímann og fá villur og víti. Ég held að það hafi verið stærsti parturinn af þessu og ég er bara mjög ánægður með hvað við gerðum.“ Hann var ekki á því að Valsmenn hefðu náð að koma Grindvíkingum á óvart í kvöld. „Ég held ekki. Þetta er geggjað lið eins og þið vitið og þeir eru komnir í úrslit af ástæðu. Við fórum bara að koma okkur í betri stöður í vörninni og vita hver má taka hvaða skot. Ég held að það sé stærsti parturinn af þessu.“ Grindvíkingar tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og Finnur Freyr tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Frank sagði að skilaboðin frá Finni hefðu verið skýr. „Það var bara vegna þess að við vorum ekki að fara eftir leikplaninu. Hann sagði við okkur: „Við erum með leikplan. Farið eftir því, ef ekki þá eru þeir að fara að hitta skotum og gera hluti sem við viljum ekki.“.“ Aðspurður um hvar leikurinn snérist þeim í hag benti Frank á vörnina eins og áður. „Eins og ég segi, þetta er bara vörnin. Ef við höldum vörninni eins og við eigum að gera þá erum við mjög gott og sterkt lið. Grindavík er mjög gott og sterkt lið og ef við spilum ekki vörn þá eru þeir að fara að skora næstum því 100 stig eins og þeir gerðu í síðasta leik.“ Frank vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir að gefa sér traustið. „Ég er bara ekki að hugsa of mikið. „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“. Það er bara það eina sem ég get gert. Ég er með mikið sjálfstraust og allir félagar mínir treysta mér með boltann og það er bara geggjað að vera í þessu liði.“ Valsmönnum bíður ærið verkefni að sækja sigur í Smárann en Grindvíkingar hafa unnið ellefu leiki þar í röð. Frank var fullur tilhlökkunar að spila fyrir framan grindvíska áhorfendur. „Ég held að við þurfum bara að vera í jafnvægi núna, ekki vera of háir eða lágir. Við erum ekki búnir að vinna neitt núna, þetta er bara einn leikur. Við þurfum að vinna einn í viðbót og það er mjög erfitt að vinna þarna. Þeir fá mikla stemmingu og Grindvíkingar fylla húsið. Það er mjög mikil stemming og mjög gaman að spila þarna ef ég á að segja alveg eins og er.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Hann mætti í viðtal við Andra Más eftir leik sem bað hann um að segja frá varnarleik Vals sem hélt Grindavík í 62 stigum. „Þetta er bara geggjuð barátta. Við erum að reyna að fara eftir því sem Finnur er búinn að plana fyrir okkur og reyna að láta Kane ekki keyra á okkur allan tímann og fá villur og víti. Ég held að það hafi verið stærsti parturinn af þessu og ég er bara mjög ánægður með hvað við gerðum.“ Hann var ekki á því að Valsmenn hefðu náð að koma Grindvíkingum á óvart í kvöld. „Ég held ekki. Þetta er geggjað lið eins og þið vitið og þeir eru komnir í úrslit af ástæðu. Við fórum bara að koma okkur í betri stöður í vörninni og vita hver má taka hvaða skot. Ég held að það sé stærsti parturinn af þessu.“ Grindvíkingar tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og Finnur Freyr tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Frank sagði að skilaboðin frá Finni hefðu verið skýr. „Það var bara vegna þess að við vorum ekki að fara eftir leikplaninu. Hann sagði við okkur: „Við erum með leikplan. Farið eftir því, ef ekki þá eru þeir að fara að hitta skotum og gera hluti sem við viljum ekki.“.“ Aðspurður um hvar leikurinn snérist þeim í hag benti Frank á vörnina eins og áður. „Eins og ég segi, þetta er bara vörnin. Ef við höldum vörninni eins og við eigum að gera þá erum við mjög gott og sterkt lið. Grindavík er mjög gott og sterkt lið og ef við spilum ekki vörn þá eru þeir að fara að skora næstum því 100 stig eins og þeir gerðu í síðasta leik.“ Frank vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir að gefa sér traustið. „Ég er bara ekki að hugsa of mikið. „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“. Það er bara það eina sem ég get gert. Ég er með mikið sjálfstraust og allir félagar mínir treysta mér með boltann og það er bara geggjað að vera í þessu liði.“ Valsmönnum bíður ærið verkefni að sækja sigur í Smárann en Grindvíkingar hafa unnið ellefu leiki þar í röð. Frank var fullur tilhlökkunar að spila fyrir framan grindvíska áhorfendur. „Ég held að við þurfum bara að vera í jafnvægi núna, ekki vera of háir eða lágir. Við erum ekki búnir að vinna neitt núna, þetta er bara einn leikur. Við þurfum að vinna einn í viðbót og það er mjög erfitt að vinna þarna. Þeir fá mikla stemmingu og Grindvíkingar fylla húsið. Það er mjög mikil stemming og mjög gaman að spila þarna ef ég á að segja alveg eins og er.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum