Halla Hrund, Halla Tómasdóttir eða Katrín Jakobsdóttir? Reynir Böðvarsson skrifar 24. maí 2024 09:31 Gunnar Smári og Samstöðin gera þessum forsetakosningum best skil að mínu mati Ég hef m.a. séð viðtölin við Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. Katrín Jakobsdóttir virðist ekki vilja taka þátt í þessum samtölum á Samstöðinni. Gunnar Smári hefur að mér virðist kosið í þessum viðtölum að lofa frambjóðendum svolítið að eiga þessar stundir með honum á þeirra eigin forsendum og látið okkur áhorfendum um að lesa á milli línanna. Manni hefur oft komið til hugar spurningar sem hann lét vera að spyrja. Þetta gerði samtölin að allt öðru en því sem við eigum að venjast. Spurningin er hvað las maður á milli línanna. Það er líklega einstaklingsbundið en ég ætla hér að reyna að lýsa mínum millilína lesskilningi. Halla Hrund var að venju einlæg í sínum svörum en augljóslega fyrirfram ákveðin í því að láta ekki hanka sig í málum sem gerði það mögulegt að staðsetja hana á einhverju pólitísku rófi öðru en því er varðar að gæta að almannahagsmunum. Hún varði sig fimlega gagnvart ýmsum spurningum sem hefði getað truflað þann margbreytta hóp sem aðhyllast hana og hafa hana sem mögulegan kandídat í kjörklefanum. Á sama tíma gat hún vísað í, sem spyrjandi gerði reyndar líka, afstöðu sína í mikilvægum málum sem hún hefur í skrifum sínum og sem orkumálastjóri varðandi sjálfbæra ráðstöfun á náttúruauðlindum Íslands. Hvað varðar Höllu Hrund fer saman hljóð og mynd, þar fer saman það sem hún hefur hingað til áorkað og það sem hún vill gera, þar er ekkert hókus pókus heldur fer hún fram eins og hún er og hefur alltaf verið og býður sig fram sem slík. Það þarf ekkert að lesa mikið á milli línanna hún er einfaldlega Halla Hrund. Þegar ég horfði á samtölin við Höllu Tómasdóttur varð upplifunin önnur. Hún tók á vissan hátt afstöðu gegn gömlu Höllu Tómasdóttur. Hún gagnrýndi nú það sem hún hafði trúað einlægt á og tók ríkan þátt í. Hún gagnrýnir nú skammtímasjónarmið kapítalismans en virðist ekki vilja gera neinar grundvallar breytingar annað en að lengja sjónarmiðin úr ársfjórðungi í eitthvað svolítið lengra og fá konur og ungt fólk í samtal með stjórnendum fyrirtækja. Hún viðurkennir reyndar að það gangi hægt að fá fyrirtæki á vagninn en hún og hennar B-team séu samt með lausnirnar. Hún talar um að maður byrji á sjálfum sér og breyti svo kerfinu einhvernvegin með hugarfarsbreytingunni. Ég kaupi ekki neitt af þessu og mér finnst þetta mest orðagjálfur og með öllu innihaldslaust. Hún sér, eins og reyndar allir ættu að sjá, að kerfin okkar eru brotin, en gífurleg auðsöfnun á fáar hendur og að jörðin sé að bresta undan álaginu var ekki minnst á. Hún nefndi ekki neysluþjóðfélagið einu orði. Hvað varðar Katrínu Jakobsdóttur er náttúrulega ekki hægt að lesa á milli lína sem ekki eru tíl þegar kemur að þessum samtölum Gunnars Smára. Við þekkjum hana þó betur en aðra frambjóðendur vegna þátttöku hennar í stjórnmálum á Íslsndi síðustu áratugi. Nú kemur fljótlega að því að við þurfum að velja okkar forseta til næstu ára. Að velja á milli þessara þriggja frambjóðenda er að mínu mati nokkuð auðvelt. Halla Hrund er með glæsilegan feril að baki og þarf ekki að segja sig frá neinu sem hún hefur gert eða afsaka. Hún er sama Halla Hrund og hún hefur alltaf verið og ætlar að halda því áfram og býður sig fram sem slík. Það er ekki oft held ég sem þjóð hefur kost á að velja sér slíkan forseta. Það er því engin spurning hjá mér, ég kýs Höllu Hrund í þessum kosningum. Halla Tómasdóttir á sér að mínu mati of ríka sögu í því sem aflaga fór á Íslandi fyrir og eftir hrun. Hún reynir að telja okkur trú um að hún sé ný og betri Halla Tómasdóttir og ætli að gera betur næst en ég á erfitt með að kaupa það. Ég get einfaldlega ekki hugsað mér fulltrúa auðmanna og nýfrjálshyggjunar sem forseta á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir á sér líka sögu sem mörg okkar eigum erfitt með að skilja og síðustu 7 ár eru einfaldlega ömurleg í hennar sögu að mínu mati þar sem hún hefur haldið spilltasta stjórnmálaflokki við völd og til að kóróna á verkið afhent þessum sama flokki forsætisráðuneytið þar sem forsætisráðherra er óvinsælasti stjórnmálamaður Íslands fyrr og síðar. En ég verð þó að segja að ef ég á að kjósa á milli nýju Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur sem ég veit að á sér félagslegt hjarta sem hún eflaust gæti grafið upp og komið með í nýgamalli Katrínu í forsetaembættið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Gunnar Smári og Samstöðin gera þessum forsetakosningum best skil að mínu mati Ég hef m.a. séð viðtölin við Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. Katrín Jakobsdóttir virðist ekki vilja taka þátt í þessum samtölum á Samstöðinni. Gunnar Smári hefur að mér virðist kosið í þessum viðtölum að lofa frambjóðendum svolítið að eiga þessar stundir með honum á þeirra eigin forsendum og látið okkur áhorfendum um að lesa á milli línanna. Manni hefur oft komið til hugar spurningar sem hann lét vera að spyrja. Þetta gerði samtölin að allt öðru en því sem við eigum að venjast. Spurningin er hvað las maður á milli línanna. Það er líklega einstaklingsbundið en ég ætla hér að reyna að lýsa mínum millilína lesskilningi. Halla Hrund var að venju einlæg í sínum svörum en augljóslega fyrirfram ákveðin í því að láta ekki hanka sig í málum sem gerði það mögulegt að staðsetja hana á einhverju pólitísku rófi öðru en því er varðar að gæta að almannahagsmunum. Hún varði sig fimlega gagnvart ýmsum spurningum sem hefði getað truflað þann margbreytta hóp sem aðhyllast hana og hafa hana sem mögulegan kandídat í kjörklefanum. Á sama tíma gat hún vísað í, sem spyrjandi gerði reyndar líka, afstöðu sína í mikilvægum málum sem hún hefur í skrifum sínum og sem orkumálastjóri varðandi sjálfbæra ráðstöfun á náttúruauðlindum Íslands. Hvað varðar Höllu Hrund fer saman hljóð og mynd, þar fer saman það sem hún hefur hingað til áorkað og það sem hún vill gera, þar er ekkert hókus pókus heldur fer hún fram eins og hún er og hefur alltaf verið og býður sig fram sem slík. Það þarf ekkert að lesa mikið á milli línanna hún er einfaldlega Halla Hrund. Þegar ég horfði á samtölin við Höllu Tómasdóttur varð upplifunin önnur. Hún tók á vissan hátt afstöðu gegn gömlu Höllu Tómasdóttur. Hún gagnrýndi nú það sem hún hafði trúað einlægt á og tók ríkan þátt í. Hún gagnrýnir nú skammtímasjónarmið kapítalismans en virðist ekki vilja gera neinar grundvallar breytingar annað en að lengja sjónarmiðin úr ársfjórðungi í eitthvað svolítið lengra og fá konur og ungt fólk í samtal með stjórnendum fyrirtækja. Hún viðurkennir reyndar að það gangi hægt að fá fyrirtæki á vagninn en hún og hennar B-team séu samt með lausnirnar. Hún talar um að maður byrji á sjálfum sér og breyti svo kerfinu einhvernvegin með hugarfarsbreytingunni. Ég kaupi ekki neitt af þessu og mér finnst þetta mest orðagjálfur og með öllu innihaldslaust. Hún sér, eins og reyndar allir ættu að sjá, að kerfin okkar eru brotin, en gífurleg auðsöfnun á fáar hendur og að jörðin sé að bresta undan álaginu var ekki minnst á. Hún nefndi ekki neysluþjóðfélagið einu orði. Hvað varðar Katrínu Jakobsdóttur er náttúrulega ekki hægt að lesa á milli lína sem ekki eru tíl þegar kemur að þessum samtölum Gunnars Smára. Við þekkjum hana þó betur en aðra frambjóðendur vegna þátttöku hennar í stjórnmálum á Íslsndi síðustu áratugi. Nú kemur fljótlega að því að við þurfum að velja okkar forseta til næstu ára. Að velja á milli þessara þriggja frambjóðenda er að mínu mati nokkuð auðvelt. Halla Hrund er með glæsilegan feril að baki og þarf ekki að segja sig frá neinu sem hún hefur gert eða afsaka. Hún er sama Halla Hrund og hún hefur alltaf verið og ætlar að halda því áfram og býður sig fram sem slík. Það er ekki oft held ég sem þjóð hefur kost á að velja sér slíkan forseta. Það er því engin spurning hjá mér, ég kýs Höllu Hrund í þessum kosningum. Halla Tómasdóttir á sér að mínu mati of ríka sögu í því sem aflaga fór á Íslandi fyrir og eftir hrun. Hún reynir að telja okkur trú um að hún sé ný og betri Halla Tómasdóttir og ætli að gera betur næst en ég á erfitt með að kaupa það. Ég get einfaldlega ekki hugsað mér fulltrúa auðmanna og nýfrjálshyggjunar sem forseta á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir á sér líka sögu sem mörg okkar eigum erfitt með að skilja og síðustu 7 ár eru einfaldlega ömurleg í hennar sögu að mínu mati þar sem hún hefur haldið spilltasta stjórnmálaflokki við völd og til að kóróna á verkið afhent þessum sama flokki forsætisráðuneytið þar sem forsætisráðherra er óvinsælasti stjórnmálamaður Íslands fyrr og síðar. En ég verð þó að segja að ef ég á að kjósa á milli nýju Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur sem ég veit að á sér félagslegt hjarta sem hún eflaust gæti grafið upp og komið með í nýgamalli Katrínu í forsetaembættið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun