Vegna hvers kýs ég Katrínu Jón Kristjánsson skrifar 24. maí 2024 13:45 Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var. Í öðru lagi finnst mér málflutningur hennar vera öfgalaus og um grundvallaratriði eins og lýðræði, jafnrétti og friðsamlega sambúð, menningarmál og svo mætti lengi telja. Í þriðja lagi hefur hún sýnt það sem forsætisráðherra í sjö ár að hún hefur einstaka hæfileika til þess að halda ólíkum öflum saman. Í fjórða lagi tekur hún samstarf okkar við aðrar þjóðir alvarlega og hafði forystu um að við Íslendingar ræktum skyldur okkar í því efni. Katrín kemur beint úr stjórnmálum í forsetaframboðið. Það gerir það að verkum að hún dregst inn í umræður um stjórnmál, en það er ekki alltaf tekið með í reikninginn að ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald og enginn ráðherra hefur einræðisvald um einstök mál. Það verður að taka tilltit til þess að ríkisstjórnin hefur orðið að glíma við afar erfið mál síðustu árin, eins og heimsfaraldur, náttúruhamfarir og afleiðingar af þessum hörmungum. Því hefur verið haldið fram að það sé jafnvel stjórnarskrárbrot að fara beint úr forsætisráðuneytinu í framboð til forseta Íslands. Það er auðvitað víðsfjarri. Þvert á móti hefur einstaklingur sem hefur í sjö ár gengt embætti forsætisráðherrra yfirburða reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu sem kæmi honum til góða í embætti forseta Íslands. Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilega mikið af stjórnmálamönnum styðji Katrínu og framboð hennar sé litað af þeim og elítu af hægri væng stjórnmálanna. Sjálfur vann ég í stjórnmálum í um það bil þrjátíu ár sem varaþingmaður, þingmaður og ráðherra, en mér er eiður sær að aldrei missti ég tilfinninguna fyrir því að vera sveitamaður að norðan og austan, hluti af alþýðufólki sem ég átti allt undir. Skipting þjóðarinnar í umræðu fólks í alþýðu manna og elítu er stórvarasöm og ýtir undir fyrirbrigði sem nú er kallað skautun. Katrín mundi vinna á móti slíkri þróun. Það er ég fullviss um. Það er ekkert auðvelt að vera í framboði þar sem allt beinist að viðkomandi persónu en ekki framboðslistum eins og í Alþingiskosningum. Katrín hefur verið einstaklega dugleg að ferðast um alllt land til að hitta fólk og það hafa aðrir frambjóðendur verið líka. Hins vegar hef ég tekið vel eftir því hvað hún er greinileg í svörum, svarar ítarlega og hreint út af yfirgripsmikilli þekkingu. Ekki spillir fyrir í þessu efni að hún er glaðleg og þægileg í viðmóti. Þetta eru nokkur atriði sem eru þess valdandi að ég styð Katrínu til embættis forseta Ísland. Ég vona að umræðan á lokasprettinum einkennist af þeirri virðingu sem embættið á skilið. Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var. Í öðru lagi finnst mér málflutningur hennar vera öfgalaus og um grundvallaratriði eins og lýðræði, jafnrétti og friðsamlega sambúð, menningarmál og svo mætti lengi telja. Í þriðja lagi hefur hún sýnt það sem forsætisráðherra í sjö ár að hún hefur einstaka hæfileika til þess að halda ólíkum öflum saman. Í fjórða lagi tekur hún samstarf okkar við aðrar þjóðir alvarlega og hafði forystu um að við Íslendingar ræktum skyldur okkar í því efni. Katrín kemur beint úr stjórnmálum í forsetaframboðið. Það gerir það að verkum að hún dregst inn í umræður um stjórnmál, en það er ekki alltaf tekið með í reikninginn að ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald og enginn ráðherra hefur einræðisvald um einstök mál. Það verður að taka tilltit til þess að ríkisstjórnin hefur orðið að glíma við afar erfið mál síðustu árin, eins og heimsfaraldur, náttúruhamfarir og afleiðingar af þessum hörmungum. Því hefur verið haldið fram að það sé jafnvel stjórnarskrárbrot að fara beint úr forsætisráðuneytinu í framboð til forseta Íslands. Það er auðvitað víðsfjarri. Þvert á móti hefur einstaklingur sem hefur í sjö ár gengt embætti forsætisráðherrra yfirburða reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu sem kæmi honum til góða í embætti forseta Íslands. Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilega mikið af stjórnmálamönnum styðji Katrínu og framboð hennar sé litað af þeim og elítu af hægri væng stjórnmálanna. Sjálfur vann ég í stjórnmálum í um það bil þrjátíu ár sem varaþingmaður, þingmaður og ráðherra, en mér er eiður sær að aldrei missti ég tilfinninguna fyrir því að vera sveitamaður að norðan og austan, hluti af alþýðufólki sem ég átti allt undir. Skipting þjóðarinnar í umræðu fólks í alþýðu manna og elítu er stórvarasöm og ýtir undir fyrirbrigði sem nú er kallað skautun. Katrín mundi vinna á móti slíkri þróun. Það er ég fullviss um. Það er ekkert auðvelt að vera í framboði þar sem allt beinist að viðkomandi persónu en ekki framboðslistum eins og í Alþingiskosningum. Katrín hefur verið einstaklega dugleg að ferðast um alllt land til að hitta fólk og það hafa aðrir frambjóðendur verið líka. Hins vegar hef ég tekið vel eftir því hvað hún er greinileg í svörum, svarar ítarlega og hreint út af yfirgripsmikilli þekkingu. Ekki spillir fyrir í þessu efni að hún er glaðleg og þægileg í viðmóti. Þetta eru nokkur atriði sem eru þess valdandi að ég styð Katrínu til embættis forseta Ísland. Ég vona að umræðan á lokasprettinum einkennist af þeirri virðingu sem embættið á skilið. Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun