Heimsóttu 160 battavelli á átta dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2024 21:01 (f.h.t.v.) Stefán Örn, Heimir og Aron Örn tóku út alla battavelli landsins. Sá besti: Í Borgarnesi. Vísir/Ívar Fannar Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga. Þeir Stefán Örn Gunnarsson, Aron Örn Hlynsson Scheving og Heimir Krogh Haraldsson hafa undanfarnar vikur lagt leið sína um allt land til að prófa og gefa battavöllum við skóla landsins einkunnir og er þetta fyrir lokaverkefni þeirra úr Rimaskóla. Einu tveir vellirnir sem þeir slepptu voru í Vestmannaeyjum og Borgarfirði eystri, enda var ófært til þess síðarnefnda þegar drengirnir ætluðu þangað „Skipulagningin tók allt að fjórum mánuðum en heimsóknir tóku átta daga,“ segir Aron. Þegar fréttastofa hitti á drengina við Kelduskóla var rífandi rok og rigning. Þeir segja þetta ekki versta veðrið sem þeir hafi upplifað. „Það var aðallega á Norðurlandinu sem var brjálað veður en hér á Suðurlandinu var sól og blíða,“ segir Aron. Pabbi Stefáns aðstoðaði þá við verkefnið. Hann segir foreldrana hafa reynt að fá þá til að halda sig við höfuðborgarsvæðið en svo fór að hann keyrði með strákana um landið. „Þetta var algjört ævintýri frá A til Ö,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson. Fannst þér ekkert mál að skutlast með þá um allt land? „Þetta var svolítil keyrsla jú en maður gerir þetta fyrir krakkana sína. Strákarnir eru svo áhugasamir.“ Sumir vellir voru betri en aðrir og sá versti: „Á Suðureyri, af einhverri ástæðu var líka sett körfuboltakarfa á völlinn,“ segir Stefán Örn. „Gólfið var grjóthart, þetta var bara hræðilegt,“ bætir Heimir við. Hvar var besti völlurinn? „Það var í Borgarnesi. Þá voru sex til átta mörk á einum velli, sem var mjög áhugavert. Völlurinn var mjög flottur,“ segir Heimir. Krakkar Fótbolti Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Sjá meira
Þeir Stefán Örn Gunnarsson, Aron Örn Hlynsson Scheving og Heimir Krogh Haraldsson hafa undanfarnar vikur lagt leið sína um allt land til að prófa og gefa battavöllum við skóla landsins einkunnir og er þetta fyrir lokaverkefni þeirra úr Rimaskóla. Einu tveir vellirnir sem þeir slepptu voru í Vestmannaeyjum og Borgarfirði eystri, enda var ófært til þess síðarnefnda þegar drengirnir ætluðu þangað „Skipulagningin tók allt að fjórum mánuðum en heimsóknir tóku átta daga,“ segir Aron. Þegar fréttastofa hitti á drengina við Kelduskóla var rífandi rok og rigning. Þeir segja þetta ekki versta veðrið sem þeir hafi upplifað. „Það var aðallega á Norðurlandinu sem var brjálað veður en hér á Suðurlandinu var sól og blíða,“ segir Aron. Pabbi Stefáns aðstoðaði þá við verkefnið. Hann segir foreldrana hafa reynt að fá þá til að halda sig við höfuðborgarsvæðið en svo fór að hann keyrði með strákana um landið. „Þetta var algjört ævintýri frá A til Ö,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson. Fannst þér ekkert mál að skutlast með þá um allt land? „Þetta var svolítil keyrsla jú en maður gerir þetta fyrir krakkana sína. Strákarnir eru svo áhugasamir.“ Sumir vellir voru betri en aðrir og sá versti: „Á Suðureyri, af einhverri ástæðu var líka sett körfuboltakarfa á völlinn,“ segir Stefán Örn. „Gólfið var grjóthart, þetta var bara hræðilegt,“ bætir Heimir við. Hvar var besti völlurinn? „Það var í Borgarnesi. Þá voru sex til átta mörk á einum velli, sem var mjög áhugavert. Völlurinn var mjög flottur,“ segir Heimir.
Krakkar Fótbolti Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”