Að vaxa inn í framtíðina Viðar Hreinsson skrifar 25. maí 2024 18:01 Engin(n) er forsniðin(n) í forsetaembættið. Það er hægt að láta líta svo út, með fáguð svör á reiðum höndum, úr mælskukeppni stjórnmálabaráttunnar sem hefur þynningaráhrif á hugsunina, ellegar úr söluræðum viðskiptalífins sem setur mannlífi þröngar skorður. Það þarf að hyggja að því sem í fólki býr, því þar eru möguleikarnir og vísir að framtíðinni. Ung og glæsileg kona sem er alin upp í borg (bæði blokk og einbýlishúsi) og sveit, kann að taka á móti lömbum (og gæti alveg talað við erlend stórmenni í símanum á meðan), hagvön jafnt á Síðuafrétti sem hásölum menntastofnana og stjórnkerfis, stendur vörð um almannahag og ann náttúru landsins, heillar alla sem hún hittir á augabragði með hlýju og glaðlegu yfirbragði, sú kona er ekki forsniðin í forsetaembættið heldur mun hún vaxa í það. Halla Hrund Logadóttir hefur þegar sýnt að hún er reiðubúin að taka hiklaust til varna fyrir almannahag og náttúru. Hún býr yfir fágætum meðfæddum hæfileikum, staðgóðri menntun, dómgreind og þroskuðum skilningi á samhjálp og samvinnu. Því er vart hægt að hugsa sér öflugra mótvægi við þá spillingu blöndnu stjórnmálastarfsemi sem hefur dregið jafnt og þétt úr virðingu fólks fyrir Alþingi og klofið fólk í fylkingar. Með augljósa mannkosti í farteskinu getur Halla Hrund hlúð að svo mörgu í embætti forseta Íslands. Hún getur sett brýn málefni á dagskrá, stuðlað að umræðu til að lyfta fólki úr úreltum pólitískum hjólförum og dregið úr þeirri skautun sem nú er svo áberandi og sársaukafull. Hún getur greint tækifæri framtíðar og brugðist við ógnum sem við blasa. Halla Hrund Logadóttir er ekki forsniðin til embættis heldur mun hún vaxa í það, með bjartsýni, mannúð og sátt við náttúru að leiðarljósi sem mun búa í haginn fyrir börn okkar og barnabörn. Kjósum hana sem forseta, leiðtoga til framtíðar. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Engin(n) er forsniðin(n) í forsetaembættið. Það er hægt að láta líta svo út, með fáguð svör á reiðum höndum, úr mælskukeppni stjórnmálabaráttunnar sem hefur þynningaráhrif á hugsunina, ellegar úr söluræðum viðskiptalífins sem setur mannlífi þröngar skorður. Það þarf að hyggja að því sem í fólki býr, því þar eru möguleikarnir og vísir að framtíðinni. Ung og glæsileg kona sem er alin upp í borg (bæði blokk og einbýlishúsi) og sveit, kann að taka á móti lömbum (og gæti alveg talað við erlend stórmenni í símanum á meðan), hagvön jafnt á Síðuafrétti sem hásölum menntastofnana og stjórnkerfis, stendur vörð um almannahag og ann náttúru landsins, heillar alla sem hún hittir á augabragði með hlýju og glaðlegu yfirbragði, sú kona er ekki forsniðin í forsetaembættið heldur mun hún vaxa í það. Halla Hrund Logadóttir hefur þegar sýnt að hún er reiðubúin að taka hiklaust til varna fyrir almannahag og náttúru. Hún býr yfir fágætum meðfæddum hæfileikum, staðgóðri menntun, dómgreind og þroskuðum skilningi á samhjálp og samvinnu. Því er vart hægt að hugsa sér öflugra mótvægi við þá spillingu blöndnu stjórnmálastarfsemi sem hefur dregið jafnt og þétt úr virðingu fólks fyrir Alþingi og klofið fólk í fylkingar. Með augljósa mannkosti í farteskinu getur Halla Hrund hlúð að svo mörgu í embætti forseta Íslands. Hún getur sett brýn málefni á dagskrá, stuðlað að umræðu til að lyfta fólki úr úreltum pólitískum hjólförum og dregið úr þeirri skautun sem nú er svo áberandi og sársaukafull. Hún getur greint tækifæri framtíðar og brugðist við ógnum sem við blasa. Halla Hrund Logadóttir er ekki forsniðin til embættis heldur mun hún vaxa í það, með bjartsýni, mannúð og sátt við náttúru að leiðarljósi sem mun búa í haginn fyrir börn okkar og barnabörn. Kjósum hana sem forseta, leiðtoga til framtíðar. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun