Óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. maí 2024 19:53 Brimbrettasamfélagið á Íslandi óttast að landfyllingin muni stofna íslenskri brimbrettamenningu í hætt. Hér má sjá brimbrettakappa við Seltjarnarnes. Mynd tengist því frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Íslenskir brimbrettakappar hafa verulegar áhyggjur af áhugaleysi bæjarstjórnar í Ölfusi á áhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar á einstaka öldu við Hafnarnesvita. Þeir óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar. Fyrirhuguð landfylling við suðurvararbryggju í Þorlákshöfn er nú í umsagnarferli eftir að breytingar voru gerðar á aðalskipulagi hafnarinnar. Bæði stendur til að lengja höfnina og færa hana sunnar, í átt að Hafnarnesvita. Á svæðinu milli vitans og hafnarinnar er nú ein besta alda landsins, sem brimbrettakappar segja víst að skemmist við landfyllinguna. Einbeittur brotavilji til að eyðileggja griðastað „Við erum vissulega mjög ósátt með að það þurfi að eyðileggja hana núna þegar við vitum að það eru aðrar lausnir til, sem við höfum lagt fram ásamt bæjarstjórn og minnihlutanum í Ölfusi,“ segir Ólafur Pálsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands. Hann segir Brimbrettafélagið síður en svo mótfallið uppbyggingu Þorlákshafnar eða stækkun Hafnarinnar. „Þessi viðlegukantur sem á að fara yfir ölduna, honum er hægt að koma fyrir annars staðar. Það er hægt að byggja hann öðruvísi. Það er eins og það sé ákveðinn vilji til að eyðileggja þennan griðastað, þetta útivistarsvæði sem er í bakgarðinum hjá þessum bæ,“ segir Ólafur. 134 hafa skilað umsögn inn í samráðsgátt, þar á meðal brimbrettakappar, vegagerð og skipulagsstofnun. Í umsögn Vegagerðarinnar er tekið undir sjónarmið brimbrettakappa og kallað eftir frekari rannsóknum. „Meirihlutanum í Ölfusi virðist vera tiltölulega slétt sama um þennan málstað, því miður,“ segir Ólafur. Aldan einstök á heimsmælikvarða „Þessi alda í Þorlákshöfn er í rauninni grundvallarforsenda fyrir því að brimbrettaiðkun geti þrifist á Íslandi. Hún bæði virkar í flóði og fjöru, heldur mikilli stærð og er sömuleiðis góð fyrir byrjendur þannig þetta er sá staður fyrir grasrót íþróttarinnar að byrja á brimbrettum,“ segir Ólafur. „Ef hún hverfur erum við ansi hrædd um að þessi íþrótt hverfi frá landinu,“ segir hann að lokum. Heimildarmynd um baráttu Brimbrettafélagsins fyrir verndun öldunnar verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi þriðjudag. Ölfus Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Tengdar fréttir Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09 Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Fyrirhuguð landfylling við suðurvararbryggju í Þorlákshöfn er nú í umsagnarferli eftir að breytingar voru gerðar á aðalskipulagi hafnarinnar. Bæði stendur til að lengja höfnina og færa hana sunnar, í átt að Hafnarnesvita. Á svæðinu milli vitans og hafnarinnar er nú ein besta alda landsins, sem brimbrettakappar segja víst að skemmist við landfyllinguna. Einbeittur brotavilji til að eyðileggja griðastað „Við erum vissulega mjög ósátt með að það þurfi að eyðileggja hana núna þegar við vitum að það eru aðrar lausnir til, sem við höfum lagt fram ásamt bæjarstjórn og minnihlutanum í Ölfusi,“ segir Ólafur Pálsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands. Hann segir Brimbrettafélagið síður en svo mótfallið uppbyggingu Þorlákshafnar eða stækkun Hafnarinnar. „Þessi viðlegukantur sem á að fara yfir ölduna, honum er hægt að koma fyrir annars staðar. Það er hægt að byggja hann öðruvísi. Það er eins og það sé ákveðinn vilji til að eyðileggja þennan griðastað, þetta útivistarsvæði sem er í bakgarðinum hjá þessum bæ,“ segir Ólafur. 134 hafa skilað umsögn inn í samráðsgátt, þar á meðal brimbrettakappar, vegagerð og skipulagsstofnun. Í umsögn Vegagerðarinnar er tekið undir sjónarmið brimbrettakappa og kallað eftir frekari rannsóknum. „Meirihlutanum í Ölfusi virðist vera tiltölulega slétt sama um þennan málstað, því miður,“ segir Ólafur. Aldan einstök á heimsmælikvarða „Þessi alda í Þorlákshöfn er í rauninni grundvallarforsenda fyrir því að brimbrettaiðkun geti þrifist á Íslandi. Hún bæði virkar í flóði og fjöru, heldur mikilli stærð og er sömuleiðis góð fyrir byrjendur þannig þetta er sá staður fyrir grasrót íþróttarinnar að byrja á brimbrettum,“ segir Ólafur. „Ef hún hverfur erum við ansi hrædd um að þessi íþrótt hverfi frá landinu,“ segir hann að lokum. Heimildarmynd um baráttu Brimbrettafélagsins fyrir verndun öldunnar verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi þriðjudag.
Ölfus Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Tengdar fréttir Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09 Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09
Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12