„Eins og að fara í ristilskoðun og svo beint til tannlæknis að láta rífa úr sér endajaxla“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. maí 2024 19:55 Arnar Gunnlaugs var líflegur. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var hæstánægður með 0-1 sigur sinna manna gegn ÍA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í hávaða roki upp á Skaga. „Þetta var eins og að fara í ristilskoðun og svo beint til tannlæknis að láta rífa úr sér endajaxla. Ég var að þjást mjög mikið á hliðarlínunni. Allir leikmenn reyndu sitt besta, en þetta voru bara hræðilegar aðstæður. Þú hefðir alveg eins getað hent um peningi til þess að fá úr því skorið hverjir myndu vilja þennan leik, en við vorum bara heppnari,“ sagði Arnar Gunnlaugsson beint eftir leik. Mark Víkinga kom úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Má segja að vítaspyrnudómurinn var umdeildur. Marko Vardic var sá brotlegi og virtist kippa Danijel Dejan Djuric niður, sem var í dauðafæri inn í markteig ÍA. Víti dæmt og Marko Vardic fékk að líta rauða spjaldið. En hvernig leit þetta út fyrir Arnari? „Þetta leit út frá hliðarlínunni eins og pjúra víti, en ég er búinn að sjá endursýninguna og þá er þetta soft. Ég get samt alveg skilið Ella [Erlend Eiríksson, dómara] að hafa dæmt þetta með hans sjónarhorn. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það að Danijel hafi verið að reyna að svindla, hann var bara að reyna að ná boltanum og gera eitthvað úr þessu. Þetta var svona frekar soft víti, ef ég á að segja alveg eins og er. Það var bara erfitt að dæma í þessum aðstæðum. Það voru alltaf einhver læti og svo var boltinn inni í teig og einhver var að detta og þess háttar og ég þekki mína menn á Skaganum, þeir mögnuðu upp hávaðann. Þannig að mér fannst dómarateymið mjög sterkir heilt yfir og að hlusta ekki mikið á stúkuna í dag.“ Aðspurður út í frammistöðu síns liðs í dag, þá hafði Arnar þetta að segja. „Bara frábærlega. Það er ekki hægt að spila fótbolta í svona, það er bara ekki hægt. Menn reyndu sitt besta og þetta snýst bara um hjarta og hugrekki og einhvern veginn að kreista fram sigur og ef ekki þá að reyna að kreista fram jafntefli, ef það hefðu verið bestu úrslitin í dag þá hefði ég verið mjög sáttur líka. Þetta er nógu erfiður útivöllur, ég þekki það sjálfur, ég hef spilað oft á þessum velli. Nógu erfiður útivöllur venjulega og svo bætirðu við einhverjum hundrað vindstigum og þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu. Þannig að koma héðan með sigur er bara frábært. Við unnum svipaðan sigur í fyrra út í Eyjum við svipaðar aðstæður, 1-0 sigur. Þetta eru bara sigrarnir sem að toppliðin þurfa að vinna.“ Næsti leikur Víkinga er gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Arnar telur það mikilvægt að hafa tekið öll þrjú stigin í dag, sérstaklega í ljósi þess hvaða leikur er fram undan hjá þeim. „Það er náttúrlega allt annar leikur, toppslagur. Það gæti nú eitthvað gerst á morgun gegn Fram og svo á Valur erfiðan leik í dag, það er gott að vera búnir að klára okkar leik þannig að maður getur farið í sófann og fylgst með hinum tveimur liðunum berjast um sín þrjú stig. Það er náttúrulega bara okkar El Clásico, Breiðablik á móti Víkingi. Okkur hlakkar til. Mér kvíðir ekki jafn mikið fyrir þeim leik eins og mér kveið fyrir þessum leik.“ Pablo Punyed og Aron Elís Þrándarson, lykilleikmenn Víkinga, voru ekki í hóp í dag vegna meiðsla. Verða þeir með gegn Breiðabliki? „Ég held að það séu mjög góðar líkur á að þeir verði með í þeim leik, allavegana ætla þeir að gera sitt allra besta til að reyna ná þeim leik. Læknateymið er að vinna hörðum höndum að því að gera þá klára. Ég á von á að þeir spili þann leik,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
„Þetta var eins og að fara í ristilskoðun og svo beint til tannlæknis að láta rífa úr sér endajaxla. Ég var að þjást mjög mikið á hliðarlínunni. Allir leikmenn reyndu sitt besta, en þetta voru bara hræðilegar aðstæður. Þú hefðir alveg eins getað hent um peningi til þess að fá úr því skorið hverjir myndu vilja þennan leik, en við vorum bara heppnari,“ sagði Arnar Gunnlaugsson beint eftir leik. Mark Víkinga kom úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Má segja að vítaspyrnudómurinn var umdeildur. Marko Vardic var sá brotlegi og virtist kippa Danijel Dejan Djuric niður, sem var í dauðafæri inn í markteig ÍA. Víti dæmt og Marko Vardic fékk að líta rauða spjaldið. En hvernig leit þetta út fyrir Arnari? „Þetta leit út frá hliðarlínunni eins og pjúra víti, en ég er búinn að sjá endursýninguna og þá er þetta soft. Ég get samt alveg skilið Ella [Erlend Eiríksson, dómara] að hafa dæmt þetta með hans sjónarhorn. Ég er ekki tilbúinn að kaupa það að Danijel hafi verið að reyna að svindla, hann var bara að reyna að ná boltanum og gera eitthvað úr þessu. Þetta var svona frekar soft víti, ef ég á að segja alveg eins og er. Það var bara erfitt að dæma í þessum aðstæðum. Það voru alltaf einhver læti og svo var boltinn inni í teig og einhver var að detta og þess háttar og ég þekki mína menn á Skaganum, þeir mögnuðu upp hávaðann. Þannig að mér fannst dómarateymið mjög sterkir heilt yfir og að hlusta ekki mikið á stúkuna í dag.“ Aðspurður út í frammistöðu síns liðs í dag, þá hafði Arnar þetta að segja. „Bara frábærlega. Það er ekki hægt að spila fótbolta í svona, það er bara ekki hægt. Menn reyndu sitt besta og þetta snýst bara um hjarta og hugrekki og einhvern veginn að kreista fram sigur og ef ekki þá að reyna að kreista fram jafntefli, ef það hefðu verið bestu úrslitin í dag þá hefði ég verið mjög sáttur líka. Þetta er nógu erfiður útivöllur, ég þekki það sjálfur, ég hef spilað oft á þessum velli. Nógu erfiður útivöllur venjulega og svo bætirðu við einhverjum hundrað vindstigum og þá er þetta bara erfiðasti útivöllur á landinu. Þannig að koma héðan með sigur er bara frábært. Við unnum svipaðan sigur í fyrra út í Eyjum við svipaðar aðstæður, 1-0 sigur. Þetta eru bara sigrarnir sem að toppliðin þurfa að vinna.“ Næsti leikur Víkinga er gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Arnar telur það mikilvægt að hafa tekið öll þrjú stigin í dag, sérstaklega í ljósi þess hvaða leikur er fram undan hjá þeim. „Það er náttúrlega allt annar leikur, toppslagur. Það gæti nú eitthvað gerst á morgun gegn Fram og svo á Valur erfiðan leik í dag, það er gott að vera búnir að klára okkar leik þannig að maður getur farið í sófann og fylgst með hinum tveimur liðunum berjast um sín þrjú stig. Það er náttúrulega bara okkar El Clásico, Breiðablik á móti Víkingi. Okkur hlakkar til. Mér kvíðir ekki jafn mikið fyrir þeim leik eins og mér kveið fyrir þessum leik.“ Pablo Punyed og Aron Elís Þrándarson, lykilleikmenn Víkinga, voru ekki í hóp í dag vegna meiðsla. Verða þeir með gegn Breiðabliki? „Ég held að það séu mjög góðar líkur á að þeir verði með í þeim leik, allavegana ætla þeir að gera sitt allra besta til að reyna ná þeim leik. Læknateymið er að vinna hörðum höndum að því að gera þá klára. Ég á von á að þeir spili þann leik,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira