Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2024 15:30 Fólki fjölgar og fjölgar í Vík, ekki síst eldra fólki og þá er nauðsynlegt að hafa gott hjúkrunarheimili á staðnum en núverandi heimili er orðið gamalt og lúið en þjónar samt sínu hlutverki vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Núverandi hjúkrunarheimili í Vík er komið til ára sinna en þar er rými fyrir 15 einstaklinga. Samhliða fjölgun íbúa á svæðinu er alltaf meiri þörf fyrir pláss á slíku heimili fyrir íbúa. Nú leggur sveitarstjórn Mýrdalshrepps mikla áherslu á að nýtt fimmtán manna hjúkrunarheimili verði byggt í Vík. En hvernig er staðan á núverandi heimili? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Aðstaðan er ekki lengur nógu góð. Þetta er orðið gamalt heimili og þetta er bara í okkar huga einn hlekkur í þessari samfélagskeðju, sem er algjörlega jafn mikilvæg og allir aðrir hlekkir. Það er jafn mikilvægt held ég að hafa gott hjúkrunarheimili eins og að hafa góðan leikskóla,” segir Einar Freyr og bætir við. „Síðan auðvitað snýst þetta líka um það að þetta er ákveðin liður í því að halda fólki hérna hjá okkur, það er að þessi Þjónusta sé til staðar alveg nákvæmlega eins og fjölskyldufólk myndi ekki búa ef það væri ekki leikskóli.” Og þið eruð að biðja um heimili fyrir 15 hjúkrunarrými? „Já, það er það sem viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir. Það er stærðin eins og hún er í dag en ég sjálfur hefði auðvitað vilja sjá aðeins fleiri hjúkrunarrými en það sem við erum líka á að opna á þarna er að við viljum sjá að sveitarfélagið komið þarna inn með þjónustuíbúðir fyrir aldraða og það er líka möguleiki á því að ríkið skoði að setja heilsugæslu þarna en þa er heilsugæsla hér í Vík, sem er komin á viðhald,” segir Einar Freyr. Einar Freyr segir að nýtt fyrirkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila verði notað við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík og fasteignafélögum verið þá gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. „Ég held að þetta geti vel gerst og ég hef væntingar til þess að ráðuneytið muni bregðast vel við þessu,” segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem er bjartsýnn á að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Hjúkrunarheimili Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Núverandi hjúkrunarheimili í Vík er komið til ára sinna en þar er rými fyrir 15 einstaklinga. Samhliða fjölgun íbúa á svæðinu er alltaf meiri þörf fyrir pláss á slíku heimili fyrir íbúa. Nú leggur sveitarstjórn Mýrdalshrepps mikla áherslu á að nýtt fimmtán manna hjúkrunarheimili verði byggt í Vík. En hvernig er staðan á núverandi heimili? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Aðstaðan er ekki lengur nógu góð. Þetta er orðið gamalt heimili og þetta er bara í okkar huga einn hlekkur í þessari samfélagskeðju, sem er algjörlega jafn mikilvæg og allir aðrir hlekkir. Það er jafn mikilvægt held ég að hafa gott hjúkrunarheimili eins og að hafa góðan leikskóla,” segir Einar Freyr og bætir við. „Síðan auðvitað snýst þetta líka um það að þetta er ákveðin liður í því að halda fólki hérna hjá okkur, það er að þessi Þjónusta sé til staðar alveg nákvæmlega eins og fjölskyldufólk myndi ekki búa ef það væri ekki leikskóli.” Og þið eruð að biðja um heimili fyrir 15 hjúkrunarrými? „Já, það er það sem viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir. Það er stærðin eins og hún er í dag en ég sjálfur hefði auðvitað vilja sjá aðeins fleiri hjúkrunarrými en það sem við erum líka á að opna á þarna er að við viljum sjá að sveitarfélagið komið þarna inn með þjónustuíbúðir fyrir aldraða og það er líka möguleiki á því að ríkið skoði að setja heilsugæslu þarna en þa er heilsugæsla hér í Vík, sem er komin á viðhald,” segir Einar Freyr. Einar Freyr segir að nýtt fyrirkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila verði notað við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík og fasteignafélögum verið þá gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. „Ég held að þetta geti vel gerst og ég hef væntingar til þess að ráðuneytið muni bregðast vel við þessu,” segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem er bjartsýnn á að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Hjúkrunarheimili Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira