Mbl.is hefur eftir aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi að ekki sé vitað hvað nákvæmlega hafi átt sér stað. Málið sé til rannsóknar hjá lögreglu.
Þyrlan lenti á ellefta tímanum við Landspítalann í Fossvogi. Ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar var einn lögreglubíll og sjúkrabíll sendir á vettvang.