Að sitja vel í sjálfri sér Kolbrún Sverrisdóttir skrifar 27. maí 2024 16:15 Ekki er ofsögum sagt að spenna sé farin að færast í baráttuna um forsetaembættið. Fjöldi frambjóðenda, sem öll eru vel frambærilegt fólk, gefur kost á sér og vilja líklega öll gera þjóð sinni gagn. Ég hef frá fyrsta degi kosningabaráttunnar fylgst vel með umræðunni, sérstaklega á samfélagsmiðlum, og verð að segja að hún er oft á tíðum mjög ómálefnaleg og full af óskiljanlegu hatri og neikvæðum tilfinningum í garð fólks sem við þekkjum lítið og sum ekkert. Mér finnst litlu máli skipta hvort fólk sem býður sig fram hefur verið í opinberum störfum, sé samkynhneigt, kunni að galdra eða spila á harmonikku eða geti verið með uppistand. Mestu máli skiptir að forsetinn, sem við sem þjóð kjósum okkur, sé hjartahlý og góð manneskja sem talar vel til fólks, talar vel um fólk og heldur utan um þjóðina sem sameiningartákn – í blíðu og stríðu. Ég minnist þess, enda komin vel yfir miðjan aldur, að þegar ég var að alast upp bar fólk mikla virðingu fyrir forsetanum. Hann átti að vera hafinn upp fyrir það að vera dreginn saman í háði og spotti, nokkuð sem tókst vel í tíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar en hefur líkt og svo margt annað breyst með tímanum. Það var til dæmis sannarlega erfitt fyrir suma að horfa á Spaugstofuna eftirminnilegu þegar staðgengill Ólafs Ragnars átti þar innkomu. Núna er öldin önnur. Fólk ryðst fram á samfélagsmiðlum með gífuryrðum og allskonar fullyrðingum sem eiga oft ekki við rök að styðjast, hvort sem það er í garð forsetans eða frambjóðenda og deilir sem víðast. Ófrægingarherferðinni núna virðist helst beint að þeim Katrínu og Baldri, og þar virðist að mínu mati ekkert vera heilagt. Ef maður reynir af vanmætti að taka upp hanskann í umræðunni og benda fólki á að þetta sé líklega ekki alveg svona, þá er svarað af sömu heift: Þú ert í elítunni, skilur ekki kjör öryrkja, innmúraður sjálfstæðismaður! Og trúið mér þetta voru kannski skástu ummælin, hin eru tæpast til birtingar. Ég hef fyrir löngu ákveðið hvern ég mun kjósa í þessum kosningum og læt ekkert breyta því. Valið var síður en svo erfitt. Katrín Jakobsdóttir ber af í þessum glæsilega hóp. Hún hefur að mínu mati allt það til brunns að bera sem góður forseti þarf að hafa. Hún er mörgum góðum gáfum gædd, hún er heiðarleg og hugrökk, hefur ótrúlega leiðtogahæfileika og kemur vel fyrir í ræðu og riti, hvort heldur sem er á alþjóðavettvangi eða hér heima. En hún er líka mannleg og hefur örugglegagert mistök á lífsleiðinni eins og við öll. Og það er einmitt mistökin sem láta okkur læra á lífið og að gera betur. Þegar ég horfi á þessa ungu konu þá fyllist ég stolti og hef gert allt frá því að ég tók eftir henni fyrst þegar ég sá mynd af henni með bræður sína til sitthvorrar handar, hlaðnir verðlaunum sem systir þeirra fékk við útskrift úr skóla. En það eru ekki öll þessi verðlaun sem ég met þó að verðleikum heldur hitt að Katrín er heilsteypt, hún er alltaf samkvæm sjálfri sér og kemur heiðarlega fram. Hún situr vel í sjálfri sér og þarf ekkert að þykjast vera einhver önnur en hún er. Þannig fólk líkar mér vel. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er verkakonuöryrki frá Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt að spenna sé farin að færast í baráttuna um forsetaembættið. Fjöldi frambjóðenda, sem öll eru vel frambærilegt fólk, gefur kost á sér og vilja líklega öll gera þjóð sinni gagn. Ég hef frá fyrsta degi kosningabaráttunnar fylgst vel með umræðunni, sérstaklega á samfélagsmiðlum, og verð að segja að hún er oft á tíðum mjög ómálefnaleg og full af óskiljanlegu hatri og neikvæðum tilfinningum í garð fólks sem við þekkjum lítið og sum ekkert. Mér finnst litlu máli skipta hvort fólk sem býður sig fram hefur verið í opinberum störfum, sé samkynhneigt, kunni að galdra eða spila á harmonikku eða geti verið með uppistand. Mestu máli skiptir að forsetinn, sem við sem þjóð kjósum okkur, sé hjartahlý og góð manneskja sem talar vel til fólks, talar vel um fólk og heldur utan um þjóðina sem sameiningartákn – í blíðu og stríðu. Ég minnist þess, enda komin vel yfir miðjan aldur, að þegar ég var að alast upp bar fólk mikla virðingu fyrir forsetanum. Hann átti að vera hafinn upp fyrir það að vera dreginn saman í háði og spotti, nokkuð sem tókst vel í tíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar en hefur líkt og svo margt annað breyst með tímanum. Það var til dæmis sannarlega erfitt fyrir suma að horfa á Spaugstofuna eftirminnilegu þegar staðgengill Ólafs Ragnars átti þar innkomu. Núna er öldin önnur. Fólk ryðst fram á samfélagsmiðlum með gífuryrðum og allskonar fullyrðingum sem eiga oft ekki við rök að styðjast, hvort sem það er í garð forsetans eða frambjóðenda og deilir sem víðast. Ófrægingarherferðinni núna virðist helst beint að þeim Katrínu og Baldri, og þar virðist að mínu mati ekkert vera heilagt. Ef maður reynir af vanmætti að taka upp hanskann í umræðunni og benda fólki á að þetta sé líklega ekki alveg svona, þá er svarað af sömu heift: Þú ert í elítunni, skilur ekki kjör öryrkja, innmúraður sjálfstæðismaður! Og trúið mér þetta voru kannski skástu ummælin, hin eru tæpast til birtingar. Ég hef fyrir löngu ákveðið hvern ég mun kjósa í þessum kosningum og læt ekkert breyta því. Valið var síður en svo erfitt. Katrín Jakobsdóttir ber af í þessum glæsilega hóp. Hún hefur að mínu mati allt það til brunns að bera sem góður forseti þarf að hafa. Hún er mörgum góðum gáfum gædd, hún er heiðarleg og hugrökk, hefur ótrúlega leiðtogahæfileika og kemur vel fyrir í ræðu og riti, hvort heldur sem er á alþjóðavettvangi eða hér heima. En hún er líka mannleg og hefur örugglegagert mistök á lífsleiðinni eins og við öll. Og það er einmitt mistökin sem láta okkur læra á lífið og að gera betur. Þegar ég horfi á þessa ungu konu þá fyllist ég stolti og hef gert allt frá því að ég tók eftir henni fyrst þegar ég sá mynd af henni með bræður sína til sitthvorrar handar, hlaðnir verðlaunum sem systir þeirra fékk við útskrift úr skóla. En það eru ekki öll þessi verðlaun sem ég met þó að verðleikum heldur hitt að Katrín er heilsteypt, hún er alltaf samkvæm sjálfri sér og kemur heiðarlega fram. Hún situr vel í sjálfri sér og þarf ekkert að þykjast vera einhver önnur en hún er. Þannig fólk líkar mér vel. Þess vegna kýs ég Katrínu. Höfundur er verkakonuöryrki frá Ísafirði.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun