Segjast „niðurlægðar“ og hættar í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 09:31 Julieta Cruz er ein af þessum þremur leikmönnum en hún var með argentínska landsliðinu á HM 2023. Getty/Hannah Peters Þrír leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta eru hættar að gefa kost á sér í landsliðið. Ástæðan eru þær aðstæður sem landsliðskonunum er boðið upp á í landsliðsverkefnum. Leikmennirnir eru markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmaðurinn Julieta Cruz og miðjumaðurinn Lorena Benítez. Allar eru þær fastamenn í argentínska landsliðinu. Þær hafa barist fyrir betri umgjörð í kvennalandsliðinu, umgjörð sem er í dag ansi langt frá því sem gengur og gerist hjá karlaliðinu sem er ríkjandi heimsmeistari. Kvennalandsliðið er að fara spila tvo vináttulandsleiki í upphafi næsta mánaðar og eru þeir báðir á móti Kosta Ríka. 'Humiliated' players quit Argentina women's teamThree players quit Argentina's national women's squad Monday after a dispute over a lack of pay and conditions at a camp ahead of two international friendlies, an unthinkable scenario for the country's Wo… https://t.co/OLBLDLNk1x— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 „Við erum komnar á þann stað að við erum búnar að fá nóg af óréttlætinu, að vera ekki metnar af verðleikum, að það sé ekki hlustað á okkur og af því vera niðurlægðar,“ skrifaði Julieta Cruz á samfélagsliðinn Instagram. „Það þarf að laga umhverfið í kringum argentínska kvennalandsliðið í fótbolta og ég er ekki bara að tala um fjárhagslegu hliðina. Ég er að tala um æfingar, hádegismat og morgunverð,“ skrifaði Cruz. Cruz og Benítez segja frá því að þeir hafi fengið samloku með skinku og osti plús einn banana í hádegismat þegar þær voru að æfa með landsliðinu. Það er öllum ljóst að það er ekki boðlegt fyrir íþróttakonur á hæsta stigi. Þær segja að argentínska sambandið ætli ekki að borga þeim fyrir þessa tvo vináttulandsleiki af því að þeir fara fram á heimavelli í Buenos Aires. Benitez bætti því við að ofan á allt annað þá voru fjölskyldumeðlimir leikmanna rukkaðir um fimm þúsund peseta fyrir miða á leikina en það eru sjö hundruð íslenskar krónur. „Það eru milljón atriði sem við getum farið í gegnum,“ skrifaði Lorena Benítez. View this post on Instagram A post shared by Juli Cruz (@cruzjulieta81) Argentína Fótbolti HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Leikmennirnir eru markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmaðurinn Julieta Cruz og miðjumaðurinn Lorena Benítez. Allar eru þær fastamenn í argentínska landsliðinu. Þær hafa barist fyrir betri umgjörð í kvennalandsliðinu, umgjörð sem er í dag ansi langt frá því sem gengur og gerist hjá karlaliðinu sem er ríkjandi heimsmeistari. Kvennalandsliðið er að fara spila tvo vináttulandsleiki í upphafi næsta mánaðar og eru þeir báðir á móti Kosta Ríka. 'Humiliated' players quit Argentina women's teamThree players quit Argentina's national women's squad Monday after a dispute over a lack of pay and conditions at a camp ahead of two international friendlies, an unthinkable scenario for the country's Wo… https://t.co/OLBLDLNk1x— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 „Við erum komnar á þann stað að við erum búnar að fá nóg af óréttlætinu, að vera ekki metnar af verðleikum, að það sé ekki hlustað á okkur og af því vera niðurlægðar,“ skrifaði Julieta Cruz á samfélagsliðinn Instagram. „Það þarf að laga umhverfið í kringum argentínska kvennalandsliðið í fótbolta og ég er ekki bara að tala um fjárhagslegu hliðina. Ég er að tala um æfingar, hádegismat og morgunverð,“ skrifaði Cruz. Cruz og Benítez segja frá því að þeir hafi fengið samloku með skinku og osti plús einn banana í hádegismat þegar þær voru að æfa með landsliðinu. Það er öllum ljóst að það er ekki boðlegt fyrir íþróttakonur á hæsta stigi. Þær segja að argentínska sambandið ætli ekki að borga þeim fyrir þessa tvo vináttulandsleiki af því að þeir fara fram á heimavelli í Buenos Aires. Benitez bætti því við að ofan á allt annað þá voru fjölskyldumeðlimir leikmanna rukkaðir um fimm þúsund peseta fyrir miða á leikina en það eru sjö hundruð íslenskar krónur. „Það eru milljón atriði sem við getum farið í gegnum,“ skrifaði Lorena Benítez. View this post on Instagram A post shared by Juli Cruz (@cruzjulieta81)
Argentína Fótbolti HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira