Ég kýs femínista á Bessastaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. maí 2024 08:30 Ég fagna framboði Katrínar Jakobsdóttur til forseta og styð hana með ráðum og dáð. Ástæðan er sú að Katrín stendur fyrir þau gildi sem skipta mig máli. Hún er gallharður femínisti sem leggur áherslu á mannréttindi, lýðræði og friðsamlegar lausnir. Sem femínisti hefur Katrín sýnt það með verkum sínum að hún fylgir eftir málefnum sem skipta máli fyrir frelsi og sjálfstæði kvenna og hinsegin fólks sem hefur iðulega kallað á talsverða baráttu til að ná fram. Dæmin eru fjölmörg og má þar nefna framsækna þungunarrofslöggjöf, löggjöf um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti auk stórbættrar réttarstöðu brotaþola í kynferðisofbeldismálum. Nýlega var tilkynnt að Ísland hafi tekið stökk á Regnbogakorti ILGA og er nú í öðru sæti ásamt því að vera í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu sem er afrakstur breytinga á lagalegum réttindum hinsegin fólks. Í tengslum við gerð kjarasamninga hefur Katrín líka dregið vagninn varðandi mál sem varða konur á vinnumarkaði miklu eins og lengingu fæðingarorlofs og hækkun á greiðslum, styttingu vinnuvikunnar og endurmat á virði kvennastarfa. Þá vakti stuðningur og þátttaka Katrínar í Kvennaverkfallinu síðastliðið haust heimsathygli. Það hefur vakið athygli að flest sem hafa unnið með Katrínu styðja framboð hennar. Það þarf ekki að koma að óvart enda er hún einstök í viðkynningu, afburðagreind, setur sig inn í mál af dýpt og er fylgin sannfæringu sinni en tilbúin til málamiðlana þegar nauðsyn krefur. Hún hefur einstakt lag á að vinna með fólki úr ólíkum áttum, er hlý, skemmtileg og hörkudugleg. Katrín nýtur líka sterkrar stöðu á alþjóðavettvangi og þar mun hún tryggja að rödd Íslands heyrist og tala fyrir þeim áherslum sem skipta máli fyrir friðsamleg velferðarsamfélög. Fyrir mig vegur þyngst á metunum þær femínísku áherslur sem hún stendur fyrir. Þess vegna mun ég kjósa Katrínu í forsetakjörinu 1. júní nk. Höfundur er hagfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég fagna framboði Katrínar Jakobsdóttur til forseta og styð hana með ráðum og dáð. Ástæðan er sú að Katrín stendur fyrir þau gildi sem skipta mig máli. Hún er gallharður femínisti sem leggur áherslu á mannréttindi, lýðræði og friðsamlegar lausnir. Sem femínisti hefur Katrín sýnt það með verkum sínum að hún fylgir eftir málefnum sem skipta máli fyrir frelsi og sjálfstæði kvenna og hinsegin fólks sem hefur iðulega kallað á talsverða baráttu til að ná fram. Dæmin eru fjölmörg og má þar nefna framsækna þungunarrofslöggjöf, löggjöf um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti auk stórbættrar réttarstöðu brotaþola í kynferðisofbeldismálum. Nýlega var tilkynnt að Ísland hafi tekið stökk á Regnbogakorti ILGA og er nú í öðru sæti ásamt því að vera í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu sem er afrakstur breytinga á lagalegum réttindum hinsegin fólks. Í tengslum við gerð kjarasamninga hefur Katrín líka dregið vagninn varðandi mál sem varða konur á vinnumarkaði miklu eins og lengingu fæðingarorlofs og hækkun á greiðslum, styttingu vinnuvikunnar og endurmat á virði kvennastarfa. Þá vakti stuðningur og þátttaka Katrínar í Kvennaverkfallinu síðastliðið haust heimsathygli. Það hefur vakið athygli að flest sem hafa unnið með Katrínu styðja framboð hennar. Það þarf ekki að koma að óvart enda er hún einstök í viðkynningu, afburðagreind, setur sig inn í mál af dýpt og er fylgin sannfæringu sinni en tilbúin til málamiðlana þegar nauðsyn krefur. Hún hefur einstakt lag á að vinna með fólki úr ólíkum áttum, er hlý, skemmtileg og hörkudugleg. Katrín nýtur líka sterkrar stöðu á alþjóðavettvangi og þar mun hún tryggja að rödd Íslands heyrist og tala fyrir þeim áherslum sem skipta máli fyrir friðsamleg velferðarsamfélög. Fyrir mig vegur þyngst á metunum þær femínísku áherslur sem hún stendur fyrir. Þess vegna mun ég kjósa Katrínu í forsetakjörinu 1. júní nk. Höfundur er hagfræðingur BSRB.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun