Úlfarnir foruðust sópinn og Kyrie mistókst í fyrsta sinn að klára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 07:21 Anthony Edwards skorar eina af körfum sínum með tilþrifum en leikmenn Dallas Mavericks ná ekki að stoppa hann þrátt fyrir góða tilraun. AP/Julio Cortez Minnesota Timberwolves er á lífi í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt. Dallas menn voru með sópinn á lofti gátu tryggt sér sæti í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Nú þurfa þeir að fara aftur til Minnesota fyrir leik fimm á fimmtudaginn. Minnesota vann leikinn 105-100 og munaði þar miklu um mun betri leik hjá Karl-Anthony Towns en í fyrri leikjum einvígisins. Ant and KAT lead the way on the road to force a Game 5 back in Minnesota! 🐺🐺Edwards: 29 PTS, 10 REB, 9 ASTTowns: 25 PTS (9-13 FGM), 5 REB, 4 3PM Game 5 tips Thursday at 8:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/1Akarqib5l— NBA (@NBA) May 29, 2024 Towns skoraði 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik. Hann hitti aðeins úr tuttugu prósent skota sinna í fyrstu þremur leikjunum en nýtti 9 af 13 skotum sínum í nótt þar af 4 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Ég hugsaði bara um að mæta agressífur til leiks. Þetta var ekki tími til að efast um sjálfan sig. Leikur fjögur, 3-0 undir. Burtu með allar efasemdir,“ sagði Towns. Anthony Edwards var líka mjög góður og aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni með 29 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Luka Doncic var vissulega með þrennu, 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar en hvorki hann né Kyrie Irving hittu vel. Saman settu þeir aðeins 13 af 39 skotum sínum í körfuna. Irving klúðraði líka fullkomnu sigurhlutfalli sínu við þessar aðstæður. Hann hafði fyrir leikinn unnið alla fjórtán leikina þar sem hann gat tryggt sér sigur í einvígi. Nú er hann 14-1. „Þessi leikur skrifast á mig. Ég kom ekki með nógu mikla orku. Þeir náðu að vinna einn leik. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að þeim næsta,“ sagði Doncic sem hitti aðeins úr 7 af 21 skoti í leiknum en náði sinni sjöttu þrennu í þessari úrslitakeppni. "He played exceptionally well... he came through big time, he's the reason we won tonight"Ant with high praise for KAT, who dropped 25 and hit big shots in the 4th 🙌 pic.twitter.com/WFekojw7FB— NBA (@NBA) May 29, 2024 NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Dallas menn voru með sópinn á lofti gátu tryggt sér sæti í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Nú þurfa þeir að fara aftur til Minnesota fyrir leik fimm á fimmtudaginn. Minnesota vann leikinn 105-100 og munaði þar miklu um mun betri leik hjá Karl-Anthony Towns en í fyrri leikjum einvígisins. Ant and KAT lead the way on the road to force a Game 5 back in Minnesota! 🐺🐺Edwards: 29 PTS, 10 REB, 9 ASTTowns: 25 PTS (9-13 FGM), 5 REB, 4 3PM Game 5 tips Thursday at 8:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/1Akarqib5l— NBA (@NBA) May 29, 2024 Towns skoraði 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik. Hann hitti aðeins úr tuttugu prósent skota sinna í fyrstu þremur leikjunum en nýtti 9 af 13 skotum sínum í nótt þar af 4 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Ég hugsaði bara um að mæta agressífur til leiks. Þetta var ekki tími til að efast um sjálfan sig. Leikur fjögur, 3-0 undir. Burtu með allar efasemdir,“ sagði Towns. Anthony Edwards var líka mjög góður og aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni með 29 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Luka Doncic var vissulega með þrennu, 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar en hvorki hann né Kyrie Irving hittu vel. Saman settu þeir aðeins 13 af 39 skotum sínum í körfuna. Irving klúðraði líka fullkomnu sigurhlutfalli sínu við þessar aðstæður. Hann hafði fyrir leikinn unnið alla fjórtán leikina þar sem hann gat tryggt sér sigur í einvígi. Nú er hann 14-1. „Þessi leikur skrifast á mig. Ég kom ekki með nógu mikla orku. Þeir náðu að vinna einn leik. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að þeim næsta,“ sagði Doncic sem hitti aðeins úr 7 af 21 skoti í leiknum en náði sinni sjöttu þrennu í þessari úrslitakeppni. "He played exceptionally well... he came through big time, he's the reason we won tonight"Ant with high praise for KAT, who dropped 25 and hit big shots in the 4th 🙌 pic.twitter.com/WFekojw7FB— NBA (@NBA) May 29, 2024
NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira