Farþegi í vélinni segir slökkvilið hafa verið til reiðu á flugvellinum við lendingu. Farþegar hafi svo beðið við gott yfirlæti í vélinni á meðan hún var skoðuð. Um um tveimur tímum síðar var þeim tilkynnt að um bilun í ljósabúnaði vélarinnar hafi verið að ræða.
„Vélin var skoðuð á meðan farþegar voru um borð og lagði svo aftur af stað til Keflavíkur þar sem áætluð lending er klukkan 10:25, um fjórum klukkutímum á eftir áætlun,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til fréttastofu um málið.