Má Katrín Jakobsdóttir bjóða sig fram? Jón Ólafsson skrifar 30. maí 2024 17:15 Fyrir tæplega sjö árum, um það leyti sem #metoo umræðan stóð sem hæst, kom út bókin Down Girl: The Logic of Misogyny (Drusla: Rökvísi kvenhaturs) eftir Kate Manne, lektor í heimspeki við Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Þessi bók hefur haft mikil áhrif á alla umræðu um kvenhatur. Manne sýndi fram á að sú hugmynd að kvenhatur sé sálarástand ákveðinna karla – alls ekki allra – sem eigi bágt og þurfi kannski á hjálp að halda sé í besta falli einfeldningsleg og hreint ekki hjálpleg til að skilja þetta fyrirbæri til fulls. Hún bendir á að kvenhatur stafi fyrst og fremst af félagslegum væntingum og rótgrónum hugmyndum um hlutverk kvenna og karla, sem hafi staðið af sér þá frjálslyndisþróun sem hefur leitt til gjörbreyttrar stöðu kvenna á undanförnum áratugum, og að miklu leyti útrýmt kynjamisrétti eins og það blasti við fyrir ekki svo löngu síðan í vestrænum ríkjum. Manne heldur því fram að kvenhatur lifi góðu lífi í vestrænu samfélagi og geri konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis til jafns á við karla. Þetta birtist ekki síst í því að margvísleg hegðun sem vekur ekki sérstaka athygli hjá karli vekur athygli hjá konu. Það sem þykir eðlileg – jafnvel sjálfsögð – hegðun karlsins vekur til dæmis pirring eða hneykslun þegar kona gerir það sama eins og brotin hafi verið regla eða farið yfir mörk, eitthvað gert sem mátti ekki. Það má taka einfalt dæmi: Hörðum fréttaspyrlum af karlkyni er oft hælt fyrir að þjarma að viðmælendum sínum, láta þá ekki komast upp með moðreyk. Þegar fjölmiðlakonur gera það sama eru viðbrögðin gjarnan önnur og líklegra að þeim sé bent á að þær séu aggressívar eða virðist reiðar. Þetta snýst ekki um misrétti eða að því sé haldið fram að konur eigi ekki að stunda sömu störf og karlar. Vandinn er að okkur gengur illa að láta sömu viðmið gilda þegar við metum frammistöðu karla og kvenna. Jafnvel þótt gamaldags hugmyndir um kvenleika hverfi fá konur oft að kenna á því ef þær brjóta óskráðar reglur sem feðraveldið hefur mótað. Og regluverðirnir eru af báðum kynjum. Ég verð að viðurkenna að þó ég hafi lesið bók Kate Manne af miklum áhuga þegar hún kom út og hún hafi breytt skilningi mínum á kvenhatri í grundvallaratriðum – opnað augu mín fyrir lúmskum birtingarmyndum þess – átti ég ekki von á að það myndi leika lykilhlutverk í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningar nú. Ég hélt satt að segja að Katrín Jakobsdóttir væri svo rækilega búin að festa sig í sessi sem einn öflugasti stjórnmálamaður landsins að hið forna regluverk feðraveldisins sem setur konum mörk ógnaði henni ekki. En lítið vissi ég. Það leið ekki á löngu eftir að hún tilkynnti um framboð áður en það varð ljóst að gagnrýni á hana yrði af allt öðrum toga en á aðra frambjóðendur og beindist fyrst og fremst að því hvað má og má ekki: Fyrsta og stærsta mótbára sumra var að Katrín Jakobsdóttir mætti bara ekki bjóða sig fram. Það væri til marks um spillingu að hún gæti orðið forseti strax eftir að hafa verið forsætisráðherra. Íslendingar hafa haft þjóðkjörinn forseta frá 1952 eða í 72 ár. Helming þessa tíma, 36 ár, hefur forsetinn verið fyrrverandi stjórnmálamaður. Ásgeir Ásgeirsson hafði verið þingmaður tveggja flokka og forsætisráðherra. Hann fór beint af þingi, eftir meira en 30 ára setu, á Bessastaði árið 1952 þar sem hann hélt áfram að leika pólitískt hlutverk næstu 16 ár. Engum þótti neitt óeðlilegt við það. Ólafur Ragnar Grímsson var umdeildur stjórnmálamaður í aldarfjórðung, flokksformaður og ráðherra áður en hann var kosinn forseti. Margir töldu pólitísk afskipti hans styrkleika í 20 ára forsetatíð og engum datt í hug að halda því fram að það væri siðlaust að hann tæki við embætti eða eða töldu að hann myndi hygla pólitískum samherjum sínum. Nú þegar forsætisráðherra víkur úr embætti til að bjóða sig fram gilda allt í einu aðrar röksemdir en um karlana. Framboð Katrínar er sagt siðlaust, sumir halda því fram grafalvarlegir að hún sé vanhæf til að fara með þau völd sem í því felast að veita stjórnarmyndunarumboð, fólk segist hafa þungar áhyggjur af stökki úr forsætisráðherrastóli á Bessastaði ef til kemur. Því er semsagt haldið fram að hún megi ekki bjóða sig fram. Með því að gera það hafi hún farið yfir mörk. Svipuðu máli gegnir um þau málefni sem Katrín hefur beitt sér fyrir eða verið andvíg og sömuleiðis um gagnrýni á hana fyrir að hafa ekki stutt ákveðna hópa eða baráttumál nægilega vel. Afstaða hennar til málefna hælisleitenda hefur fengið djúpt siðferðilegt vægi í umræðunni frekar en að sjónum sé beint að pólitískri stöðu hennar eða hverju mögulegt er að ná fram hverju sinni. Erfiðum málum á vettvangi ríkisstjórnarsamstarfsins er iðulega lýst sem siðferðilegum krísum frekar en sem flóknum átakavanda og dregið er í efa að málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfinu komi til af forystu hennar. Það reynist auðvelt – og mætir næstum engri andstöðu í samfélagsumræðunni – þegar gert er lítið úr ferli hennar. Ég ætla ekki að halda því fram að fólk sem er ósammála Katrínu eða ósátt við þá pólitík sem hún hefur staðið fyrir á ferlinum eigi að kjósa hana. Það er hverju okkar í sjálfsvald sett að ákveða hvern við kjósum og hvers vegna. En það er eitt skýrasta einkenni kvenhaturs að missa sjónar á greinarmuninum á því að vera ósammála pólitískum leiðtoga í tilteknum málum eða líta svo á að með stefnu sinni, aðgerðum eða afstöðu hafi stjórnmálakonan gerst sek um brot sem ekki verða fyrirgefin. Karlana má skilja út frá nauðsyn hins pólitíska eða list hins mögulega. Konurnar eru oftast sekar um eitthvað. Ég er sannarlega ekki sammála Katrínu Jakobsdóttur um alla hluti en ég kýs hana. Ástæðan er sú að það er mikilvægt fyrir Ísland að hafa hæfan forseta og af þeim sem eru í boði er hún langfremst. Kannski væri gagnlegt fyrir þá sem finnst hún hafa framið ófyrirgefanleg brot með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afstöðu eða afstöðuleysi – eða hafa þungar áhyggjur af meintu vanhæfi hennar – að velta fyrir sér forsendum þeirrar skoðunar. Höfundur starfar við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega sjö árum, um það leyti sem #metoo umræðan stóð sem hæst, kom út bókin Down Girl: The Logic of Misogyny (Drusla: Rökvísi kvenhaturs) eftir Kate Manne, lektor í heimspeki við Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Þessi bók hefur haft mikil áhrif á alla umræðu um kvenhatur. Manne sýndi fram á að sú hugmynd að kvenhatur sé sálarástand ákveðinna karla – alls ekki allra – sem eigi bágt og þurfi kannski á hjálp að halda sé í besta falli einfeldningsleg og hreint ekki hjálpleg til að skilja þetta fyrirbæri til fulls. Hún bendir á að kvenhatur stafi fyrst og fremst af félagslegum væntingum og rótgrónum hugmyndum um hlutverk kvenna og karla, sem hafi staðið af sér þá frjálslyndisþróun sem hefur leitt til gjörbreyttrar stöðu kvenna á undanförnum áratugum, og að miklu leyti útrýmt kynjamisrétti eins og það blasti við fyrir ekki svo löngu síðan í vestrænum ríkjum. Manne heldur því fram að kvenhatur lifi góðu lífi í vestrænu samfélagi og geri konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis til jafns á við karla. Þetta birtist ekki síst í því að margvísleg hegðun sem vekur ekki sérstaka athygli hjá karli vekur athygli hjá konu. Það sem þykir eðlileg – jafnvel sjálfsögð – hegðun karlsins vekur til dæmis pirring eða hneykslun þegar kona gerir það sama eins og brotin hafi verið regla eða farið yfir mörk, eitthvað gert sem mátti ekki. Það má taka einfalt dæmi: Hörðum fréttaspyrlum af karlkyni er oft hælt fyrir að þjarma að viðmælendum sínum, láta þá ekki komast upp með moðreyk. Þegar fjölmiðlakonur gera það sama eru viðbrögðin gjarnan önnur og líklegra að þeim sé bent á að þær séu aggressívar eða virðist reiðar. Þetta snýst ekki um misrétti eða að því sé haldið fram að konur eigi ekki að stunda sömu störf og karlar. Vandinn er að okkur gengur illa að láta sömu viðmið gilda þegar við metum frammistöðu karla og kvenna. Jafnvel þótt gamaldags hugmyndir um kvenleika hverfi fá konur oft að kenna á því ef þær brjóta óskráðar reglur sem feðraveldið hefur mótað. Og regluverðirnir eru af báðum kynjum. Ég verð að viðurkenna að þó ég hafi lesið bók Kate Manne af miklum áhuga þegar hún kom út og hún hafi breytt skilningi mínum á kvenhatri í grundvallaratriðum – opnað augu mín fyrir lúmskum birtingarmyndum þess – átti ég ekki von á að það myndi leika lykilhlutverk í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningar nú. Ég hélt satt að segja að Katrín Jakobsdóttir væri svo rækilega búin að festa sig í sessi sem einn öflugasti stjórnmálamaður landsins að hið forna regluverk feðraveldisins sem setur konum mörk ógnaði henni ekki. En lítið vissi ég. Það leið ekki á löngu eftir að hún tilkynnti um framboð áður en það varð ljóst að gagnrýni á hana yrði af allt öðrum toga en á aðra frambjóðendur og beindist fyrst og fremst að því hvað má og má ekki: Fyrsta og stærsta mótbára sumra var að Katrín Jakobsdóttir mætti bara ekki bjóða sig fram. Það væri til marks um spillingu að hún gæti orðið forseti strax eftir að hafa verið forsætisráðherra. Íslendingar hafa haft þjóðkjörinn forseta frá 1952 eða í 72 ár. Helming þessa tíma, 36 ár, hefur forsetinn verið fyrrverandi stjórnmálamaður. Ásgeir Ásgeirsson hafði verið þingmaður tveggja flokka og forsætisráðherra. Hann fór beint af þingi, eftir meira en 30 ára setu, á Bessastaði árið 1952 þar sem hann hélt áfram að leika pólitískt hlutverk næstu 16 ár. Engum þótti neitt óeðlilegt við það. Ólafur Ragnar Grímsson var umdeildur stjórnmálamaður í aldarfjórðung, flokksformaður og ráðherra áður en hann var kosinn forseti. Margir töldu pólitísk afskipti hans styrkleika í 20 ára forsetatíð og engum datt í hug að halda því fram að það væri siðlaust að hann tæki við embætti eða eða töldu að hann myndi hygla pólitískum samherjum sínum. Nú þegar forsætisráðherra víkur úr embætti til að bjóða sig fram gilda allt í einu aðrar röksemdir en um karlana. Framboð Katrínar er sagt siðlaust, sumir halda því fram grafalvarlegir að hún sé vanhæf til að fara með þau völd sem í því felast að veita stjórnarmyndunarumboð, fólk segist hafa þungar áhyggjur af stökki úr forsætisráðherrastóli á Bessastaði ef til kemur. Því er semsagt haldið fram að hún megi ekki bjóða sig fram. Með því að gera það hafi hún farið yfir mörk. Svipuðu máli gegnir um þau málefni sem Katrín hefur beitt sér fyrir eða verið andvíg og sömuleiðis um gagnrýni á hana fyrir að hafa ekki stutt ákveðna hópa eða baráttumál nægilega vel. Afstaða hennar til málefna hælisleitenda hefur fengið djúpt siðferðilegt vægi í umræðunni frekar en að sjónum sé beint að pólitískri stöðu hennar eða hverju mögulegt er að ná fram hverju sinni. Erfiðum málum á vettvangi ríkisstjórnarsamstarfsins er iðulega lýst sem siðferðilegum krísum frekar en sem flóknum átakavanda og dregið er í efa að málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfinu komi til af forystu hennar. Það reynist auðvelt – og mætir næstum engri andstöðu í samfélagsumræðunni – þegar gert er lítið úr ferli hennar. Ég ætla ekki að halda því fram að fólk sem er ósammála Katrínu eða ósátt við þá pólitík sem hún hefur staðið fyrir á ferlinum eigi að kjósa hana. Það er hverju okkar í sjálfsvald sett að ákveða hvern við kjósum og hvers vegna. En það er eitt skýrasta einkenni kvenhaturs að missa sjónar á greinarmuninum á því að vera ósammála pólitískum leiðtoga í tilteknum málum eða líta svo á að með stefnu sinni, aðgerðum eða afstöðu hafi stjórnmálakonan gerst sek um brot sem ekki verða fyrirgefin. Karlana má skilja út frá nauðsyn hins pólitíska eða list hins mögulega. Konurnar eru oftast sekar um eitthvað. Ég er sannarlega ekki sammála Katrínu Jakobsdóttur um alla hluti en ég kýs hana. Ástæðan er sú að það er mikilvægt fyrir Ísland að hafa hæfan forseta og af þeim sem eru í boði er hún langfremst. Kannski væri gagnlegt fyrir þá sem finnst hún hafa framið ófyrirgefanleg brot með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afstöðu eða afstöðuleysi – eða hafa þungar áhyggjur af meintu vanhæfi hennar – að velta fyrir sér forsendum þeirrar skoðunar. Höfundur starfar við Háskóla Íslands.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun