„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Margrét Björk Jónsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 30. maí 2024 17:01 Ljóst er að varnargarðar við Grindavík hafa bjargað því að byggðin færi undir hraun. Vísir/Vilhelm Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs Grindavíkur á Reykjanesskaga fyrir stundu. Þar hófst eldgos í gær, það fimmta á aðeins um hálfu ári. „Mér sýnist þetta nú bara hafa farið ótrúlega vel,“ segir Hjálmar. „Þetta leit alls ekki vel út í gær, það var mikill hraði á þessu, við fengum mikið hraun vestan við bæinn. Eins safnaðist það upp og fór í austurátt. En við erum gríðarlega þakklát þessum varnargörðum sem hafa alveg bjargað byggðinni. Þeir sanna sig enn og aftur.“ En ef þeir væru ekki, hvernig væri staðan þá? „Ég skal lofa þér að hún væri öðruvísi. Ég vil ekki spá lengra en það er alveg á hreinu að þeir eru búnir að bjarga þessari byggð hérna oftar en einusinni.“ Áhyggjur voru uppi um að hraunið næði innviðum á Svartsengi, en sem betur fer fór ekki svo. Þó urðu einhverjar skemmdir, meðal annars á rafmagnslínum og á vegum. „Eins og sést tók hraunið rafmagn sem var búið að setja yfir hitt hraunið svo við erum rafmagnslaus í dag. En menn eru nú ótrúlega fljótir að gera við og jafnvel verður hægt að strengja bara í þetta aftur, en það eru kannski fróðari menn en ég sem segja til um það. En eins og ég segi lítur mun betur út en á sama tíma og í gær.“ Þreyta komin í íbúa og viðbragðsaðila Varðandi vegina sem fóru undir hraun segir Hjálmar að menn séu ótrúlega fljótir að opna þá aftur. „Þeir eru alveg ótrúlegir, þessir menn sem eru að vinna í þessum varnargörðum og vegagerðum og ég gæti endalaust talið upp. Þeir eru ótrúlega fljótir að laga og bæta það sem fer úrskeiðis hverju sinni. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu allan þennan tíma.“ Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í þriðja skipti í gær.Vísir/Vilhelm Finnst þér hugur í Grindvíkingum að koma heim aftur? „Sumir vilja bíða og það er algjörlega skiljanlegt. En þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Það er allt of snemmt að afskrifa Grindavík. Byggðin er heil og hér er sterkt fólk sem vill koma og reisa þetta við. En hins vegar verðum við bara að vera þolinmóð og bíða og sjá hvað náttúran gerir.“ Nokkrir vísindamenn hafa spáð því að eldsumbrotum ljúki í sumar. „Það væri óskandi. Við tækjum því fagnandi, þetta er orðið langur tími, erfitt fyrir íbúa, almannavarnir, lögreglu og viðbragðsaðila. það er komin þreyta í fólk og það er algjörlega skiljanlegt,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs Grindavíkur á Reykjanesskaga fyrir stundu. Þar hófst eldgos í gær, það fimmta á aðeins um hálfu ári. „Mér sýnist þetta nú bara hafa farið ótrúlega vel,“ segir Hjálmar. „Þetta leit alls ekki vel út í gær, það var mikill hraði á þessu, við fengum mikið hraun vestan við bæinn. Eins safnaðist það upp og fór í austurátt. En við erum gríðarlega þakklát þessum varnargörðum sem hafa alveg bjargað byggðinni. Þeir sanna sig enn og aftur.“ En ef þeir væru ekki, hvernig væri staðan þá? „Ég skal lofa þér að hún væri öðruvísi. Ég vil ekki spá lengra en það er alveg á hreinu að þeir eru búnir að bjarga þessari byggð hérna oftar en einusinni.“ Áhyggjur voru uppi um að hraunið næði innviðum á Svartsengi, en sem betur fer fór ekki svo. Þó urðu einhverjar skemmdir, meðal annars á rafmagnslínum og á vegum. „Eins og sést tók hraunið rafmagn sem var búið að setja yfir hitt hraunið svo við erum rafmagnslaus í dag. En menn eru nú ótrúlega fljótir að gera við og jafnvel verður hægt að strengja bara í þetta aftur, en það eru kannski fróðari menn en ég sem segja til um það. En eins og ég segi lítur mun betur út en á sama tíma og í gær.“ Þreyta komin í íbúa og viðbragðsaðila Varðandi vegina sem fóru undir hraun segir Hjálmar að menn séu ótrúlega fljótir að opna þá aftur. „Þeir eru alveg ótrúlegir, þessir menn sem eru að vinna í þessum varnargörðum og vegagerðum og ég gæti endalaust talið upp. Þeir eru ótrúlega fljótir að laga og bæta það sem fer úrskeiðis hverju sinni. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu allan þennan tíma.“ Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í þriðja skipti í gær.Vísir/Vilhelm Finnst þér hugur í Grindvíkingum að koma heim aftur? „Sumir vilja bíða og það er algjörlega skiljanlegt. En þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Það er allt of snemmt að afskrifa Grindavík. Byggðin er heil og hér er sterkt fólk sem vill koma og reisa þetta við. En hins vegar verðum við bara að vera þolinmóð og bíða og sjá hvað náttúran gerir.“ Nokkrir vísindamenn hafa spáð því að eldsumbrotum ljúki í sumar. „Það væri óskandi. Við tækjum því fagnandi, þetta er orðið langur tími, erfitt fyrir íbúa, almannavarnir, lögreglu og viðbragðsaðila. það er komin þreyta í fólk og það er algjörlega skiljanlegt,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira