Ég ætla að brjóta blað - Ég kýs Baldur! Þórður Vilberg Guðmundsson skrifar 30. maí 2024 17:31 Einhver skemmtilegasta og mest spennandi kosningabarátta síðustu ára á Íslandi er senn á enda runnin og á laugardag göngum við að kjörborðinu og veljum okkur forseta. Í framboði er mikið einvala lið, og flest þeirra þannig að ég get vel séð þau fyrir mér sem næsta forseta lýðveldisins. Í þessum hópi er þó einn aðili sem ég tel að skeri sig úr – og fyrir því eru nokkrar ástæður. Frá því að Baldur Þórhallsson kynnti um framboð sitt í mars hef ég verið sannfærður um að þar sé á ferðinni einstaklingur sem mun valda þessu mikilvæga embætti vel. Þjóðin hefur á undanförnum vikum fengið að kynnast Baldri betur og eiginmanni hans Felix Bergsyni, mannkostum þeirra beggja og ég er sannfærður um að framganga þeirra að undanförnu hefur heillað marga. „Til að lækna hatur, er best að nota ást“ Þannig sungu Gunni og Felix í lagi Felixar og Jóns Ólafssonar „Við skulum ekki rífast“ frá árinu 2002. Þessi setning hefur svo oft komið upp í hugan að undanförnu þegar ég hef hugsað til þeirrar óvægnu umfjöllunar sem komið hefur upp um Baldur vegna kynhneigðar hans í þessari kosningabaráttu. Það hefur ítrekað verið ómaklega ráðist að persónu Baldurs og Felixar og þeir opinberlega smánaðir á grundvelli kynhneigðar sinnar. Baldur hefur þurft sitja undir því að svara spurningum „virtra“ fjölmiðla um einkalíf sitt, sem í sumum tilfellum hafa verið yfirfullar af fordómum. Baldur hefur óhræddur tekist á við þessa miklu áskorun, haldið ró sinni og svarað spurningum málefnalega, en þó af nauðsynlegri festu og hvergi kvikað. Framganga hans undir þessu hefur verið án öfga eða gífuryrða, hann veit að samtal og fræðsla er öflugsta leiðin til að uppræta fordóma og besta leiðin til að nálgast hatrið er ást. Baldur hefur einn frambjóðenda talað með skýrum hætti fyrir mikilvægi þess að Forseti Íslands beiti sér á öflugan hátt fyrir mannréttindum og leggi sitt lóð á vogarskálarnar til leiðrétta þá leiðu öfugþróun sem orðið hefur í mannréttindum í heiminum upp á síðkastið. Sem samkynhneigður einstaklingur þekkir Baldur baráttu fyrir mannréttindum vel, enda hefur hann þurft að standa í að berjast fyrir sínum eigin réttindum, sem og réttindum fjölskyldu sinnar. Hann er ekki að gera þetta í fyrsta skipti núna. Baldur brennur fyrir mannréttindum, og það sem mikilvægast er að hann mun óhræddur beita sér fyrir þeim hvar og hvenær sem er og hann mun gera það á þann hátt sem sómi er að. Það er mikilvægt að við Íslendingar, og heimurinn allur, eignumst öflugan málsvara í þessum efnum. Af öllum frambjóðendunum 12 hefur Baldur Þórhallsson sýnt að hann sé sá sem getur best valdið því hlutverki. Brjótum blað! Árið 1980 höfðu Íslendingar kjark, vilja og þor til að brjóta blað í sögunni þegar þeir fyrstir þjóða völdu sér konu sem þjóðhöfðingja. Vigdís Finnbogadóttir bauð óhrædd fordómum og fáfræði byrgin í þeirri kosningabaráttu og þjóðin valdi hana að lokum. Kjör hennar vakti að vonum heimsathygli og sá kraftur sem það færði í réttindabaráttu kvenna um allan heim verður seint ofmetinn. Íslendingar geta aftur brotið blað í sögunni á laugardaginn og orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að kjósa sér samkynhneigðan þjóðhöfðingja. Það eina sem þarf er kjarkur, vilji og þor til að kjósa Baldur Þórhallsson til embættis Forseta Íslands. Baldur hefur, líkt og Vigdís, óhræddur boðið fordómum og fáfræði byrgin og óhræddur tekist á við það mótlæti sem honum hefur mætt. Kjör hans til forseta mun vekja heims athygli og gefa Íslendingum tækifæri til að skipa sér í fremstu röð þeirra þjóða sem vilja leggja sitt af mörkum til að berjast fyrir, og standa vörð um mannréttindi allra einstaklinga. Ég ætla að velja með hjartanu á laugardaginn. Ég ætla að sýna kjark, vilja og þor. Ég ætla að brjóta blað og kjósa Baldur Þórhallsson – hann er minn forseti! Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Einhver skemmtilegasta og mest spennandi kosningabarátta síðustu ára á Íslandi er senn á enda runnin og á laugardag göngum við að kjörborðinu og veljum okkur forseta. Í framboði er mikið einvala lið, og flest þeirra þannig að ég get vel séð þau fyrir mér sem næsta forseta lýðveldisins. Í þessum hópi er þó einn aðili sem ég tel að skeri sig úr – og fyrir því eru nokkrar ástæður. Frá því að Baldur Þórhallsson kynnti um framboð sitt í mars hef ég verið sannfærður um að þar sé á ferðinni einstaklingur sem mun valda þessu mikilvæga embætti vel. Þjóðin hefur á undanförnum vikum fengið að kynnast Baldri betur og eiginmanni hans Felix Bergsyni, mannkostum þeirra beggja og ég er sannfærður um að framganga þeirra að undanförnu hefur heillað marga. „Til að lækna hatur, er best að nota ást“ Þannig sungu Gunni og Felix í lagi Felixar og Jóns Ólafssonar „Við skulum ekki rífast“ frá árinu 2002. Þessi setning hefur svo oft komið upp í hugan að undanförnu þegar ég hef hugsað til þeirrar óvægnu umfjöllunar sem komið hefur upp um Baldur vegna kynhneigðar hans í þessari kosningabaráttu. Það hefur ítrekað verið ómaklega ráðist að persónu Baldurs og Felixar og þeir opinberlega smánaðir á grundvelli kynhneigðar sinnar. Baldur hefur þurft sitja undir því að svara spurningum „virtra“ fjölmiðla um einkalíf sitt, sem í sumum tilfellum hafa verið yfirfullar af fordómum. Baldur hefur óhræddur tekist á við þessa miklu áskorun, haldið ró sinni og svarað spurningum málefnalega, en þó af nauðsynlegri festu og hvergi kvikað. Framganga hans undir þessu hefur verið án öfga eða gífuryrða, hann veit að samtal og fræðsla er öflugsta leiðin til að uppræta fordóma og besta leiðin til að nálgast hatrið er ást. Baldur hefur einn frambjóðenda talað með skýrum hætti fyrir mikilvægi þess að Forseti Íslands beiti sér á öflugan hátt fyrir mannréttindum og leggi sitt lóð á vogarskálarnar til leiðrétta þá leiðu öfugþróun sem orðið hefur í mannréttindum í heiminum upp á síðkastið. Sem samkynhneigður einstaklingur þekkir Baldur baráttu fyrir mannréttindum vel, enda hefur hann þurft að standa í að berjast fyrir sínum eigin réttindum, sem og réttindum fjölskyldu sinnar. Hann er ekki að gera þetta í fyrsta skipti núna. Baldur brennur fyrir mannréttindum, og það sem mikilvægast er að hann mun óhræddur beita sér fyrir þeim hvar og hvenær sem er og hann mun gera það á þann hátt sem sómi er að. Það er mikilvægt að við Íslendingar, og heimurinn allur, eignumst öflugan málsvara í þessum efnum. Af öllum frambjóðendunum 12 hefur Baldur Þórhallsson sýnt að hann sé sá sem getur best valdið því hlutverki. Brjótum blað! Árið 1980 höfðu Íslendingar kjark, vilja og þor til að brjóta blað í sögunni þegar þeir fyrstir þjóða völdu sér konu sem þjóðhöfðingja. Vigdís Finnbogadóttir bauð óhrædd fordómum og fáfræði byrgin í þeirri kosningabaráttu og þjóðin valdi hana að lokum. Kjör hennar vakti að vonum heimsathygli og sá kraftur sem það færði í réttindabaráttu kvenna um allan heim verður seint ofmetinn. Íslendingar geta aftur brotið blað í sögunni á laugardaginn og orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að kjósa sér samkynhneigðan þjóðhöfðingja. Það eina sem þarf er kjarkur, vilji og þor til að kjósa Baldur Þórhallsson til embættis Forseta Íslands. Baldur hefur, líkt og Vigdís, óhræddur boðið fordómum og fáfræði byrgin og óhræddur tekist á við það mótlæti sem honum hefur mætt. Kjör hans til forseta mun vekja heims athygli og gefa Íslendingum tækifæri til að skipa sér í fremstu röð þeirra þjóða sem vilja leggja sitt af mörkum til að berjast fyrir, og standa vörð um mannréttindi allra einstaklinga. Ég ætla að velja með hjartanu á laugardaginn. Ég ætla að sýna kjark, vilja og þor. Ég ætla að brjóta blað og kjósa Baldur Þórhallsson – hann er minn forseti! Höfundur er sagnfræðingur.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun