Sala á Landsvirkjun líkleg þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki áhuga Jón Þór Stefánsson skrifar 30. maí 2024 20:00 Ummæli Höllu Hrundar Logadóttur um mögulega sölu á Landsvirkjun hafa vakið athygli. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi telur líklegt að möguleg sala ríkisins á Landsvirkjun muni koma á borð næsta forseta jafnvel þó núverandi ríkisstjórn kannist ekki við að það standi til. Þetta kom fram í forsetakappræðum Stöðvar 2 rétt í þessu, en þar var Halla Hrund spurð út í ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Vísi á dögunum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta,“ sagði Halla í umræddu viðtali, en síðan hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi þetta ekki í hyggju. Aðspurð út í það í kappræðunum sagði Halla að þó þetta mál sé ekki á borði núverandi ríkisstjórnar þá telji hún líklegt að það muni koma á næstu árum. Hún sagði að sér þætti mjög líklegt að einhver þeirra sem væru í kappræðunum yrði á Bessastöðum næstu tíu árin og að hennar mati myndi sala á Landsvirkjun koma á borð forseta á þeim tíma. „Málið er það að þetta mál hefur komið ítrekað upp í umræðunni,“ sagði Halla og minntist á þetta hafi meðal annars verið lagt til í kjölfar efnahagshrunsins. „Þetta er akkúrat dæmi um mál þar sem regluverkið okkar er að setja meiri pressu á sölu á Landsvirkjun. Ég skal segja þér af hverju: Þetta er stórt fyrirtæki á markaði, og vegna samkeppnishæfni er verið að setja pressu á að minnka slík fyrirtæki. Þannig það er alveg ljóst að þó að þessi ríkisstjórn sé ekki að fjalla um málið þá hefur það ítrekað komið upp síðasta áratug, og það er líklegt til að koma upp í samhengi við Evrópulöggjöf næsta áratug,“ sagði Halla Hrund. „Við skulum alveg hafa það á hreinu að við sem erum hér við munum líklega, eitthvert okkar, sitja sem forseti á næstu tíu árum. Það er þess vegna sem að þetta mál er líklegt til að koma upp á þeim tíma.“ Halla Hrund segir að um sé að ræða mál sem skipti „framtíðarkynslóðir öllu máli.“ Kappræðurnar má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Þetta kom fram í forsetakappræðum Stöðvar 2 rétt í þessu, en þar var Halla Hrund spurð út í ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Vísi á dögunum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta,“ sagði Halla í umræddu viðtali, en síðan hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi þetta ekki í hyggju. Aðspurð út í það í kappræðunum sagði Halla að þó þetta mál sé ekki á borði núverandi ríkisstjórnar þá telji hún líklegt að það muni koma á næstu árum. Hún sagði að sér þætti mjög líklegt að einhver þeirra sem væru í kappræðunum yrði á Bessastöðum næstu tíu árin og að hennar mati myndi sala á Landsvirkjun koma á borð forseta á þeim tíma. „Málið er það að þetta mál hefur komið ítrekað upp í umræðunni,“ sagði Halla og minntist á þetta hafi meðal annars verið lagt til í kjölfar efnahagshrunsins. „Þetta er akkúrat dæmi um mál þar sem regluverkið okkar er að setja meiri pressu á sölu á Landsvirkjun. Ég skal segja þér af hverju: Þetta er stórt fyrirtæki á markaði, og vegna samkeppnishæfni er verið að setja pressu á að minnka slík fyrirtæki. Þannig það er alveg ljóst að þó að þessi ríkisstjórn sé ekki að fjalla um málið þá hefur það ítrekað komið upp síðasta áratug, og það er líklegt til að koma upp í samhengi við Evrópulöggjöf næsta áratug,“ sagði Halla Hrund. „Við skulum alveg hafa það á hreinu að við sem erum hér við munum líklega, eitthvert okkar, sitja sem forseti á næstu tíu árum. Það er þess vegna sem að þetta mál er líklegt til að koma upp á þeim tíma.“ Halla Hrund segir að um sé að ræða mál sem skipti „framtíðarkynslóðir öllu máli.“ Kappræðurnar má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira