„Svona er á síld“ Stefán Hilmarsson skrifar 31. maí 2024 13:30 Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki farið varhluta af þessu. Það er skiljanlegt að ýmsum finnist bratt að stökkva á einni nóttu úr forsætisráðherrastóli yfir í forsetastól og gera þar með — í vissum skilningi — embættin tvö að einu og ríkisstjórnina sumpart alráða. Eðlilega mátti því búast við allnokkru andstreymi. En að sjálfsögðu á hún fullan rétt á að bjóða sig fram og leggja sjálfa sig í dóm kjósenda. Fráleitt eru þó allir óvildarmenn hennar. Það virðist t.d. augljóst — og ekki skrýtið — að Katrín nýtur stuðnings valdaafla og Morgunblaðið dregur hennar taum. Að sama skapi hefur sá miðill farið mikinn í að gera mótframbjóðendur tortryggilega, sér í lagi Höllu Hrund Logadóttur. Nú síðast með uppslætti um óleyfilega notkun stuðningsteymis á myndbroti, sem öllu sanngjörnu fólki má vera ljóst að er stormur í vatnsglasi, smávægileg yfirsjón, nokkuð sem lagfært var snarlega og um leið beðist velvirðingar. En ekki greinir Mogginn frá þeim málalyktum. Ekki frekar en þar sé minnst á sambærilegt glappaskot kynningardeildar Katrínar, sem á dögunum notfærði sér íslenskt sönglag í leyfisleysi, við lítinn fögnuð rétthafa. Morgunblaðið hefur heldur ekki enn minnst á það sem opinberaðist í kappræðum frambjóðenda í vikunni; þegar ekki færri en þrír greindu aðspurðir frá þrýstingi úr herbúðum Katrínar, með áeggjan um að draga framboð sín til baka, svo þeir skyggðu ekki á framboð hennar. En „svona er á síld“, eins og segir í laginu. Ekki hefur Halla Hrund barmað sér undan smjörklípum Moggans né vænt nokkurn um einelti, heldur ber hún höfuð hátt og heldur göngu sinni áfram. „Þannig tel ég skylt að maður sé“, eins og Bastían söng. Við erum lánsöm að hafa í framboði svo margt frambærilegt fólk og ég ber mikla virðingu fyrir þeim öllum. Ég er hins vegar einarður stuðningsmaður hinnar snjöllu Höllu Hrundar og er þess fullviss að hún yrði frábær forseti, sem myndi auka okkur gleði, samkennd og bjartsýni. Hún stæði vörð um lýðræðið, gildi okkar og menningu og yrði drjúgur liðsmaður almennings, jafnt í málefnum líðandi stundar og framtíðar, þar á meðal — og ekki síst — í orku- og auðlindamálum, sem eru hennar sérgrein og hjartans mál. Ég þekki Höllu Hrund vel og veit hvaða góða mann hún hefur að geyma. Að því sögðu, þakka ég öllum frambjóðendum fyrir að bjóða sig fram. Það þarf mikið hugrekki til að ganga inn í sviðsljósin og bera sálu sína fyrir alþjóð undir þessum formerkjum. Ég óska hverju og einu þeirra góðs gengis í hvaða hlutverkum sem þau koma til með að gegna á komandi árum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki farið varhluta af þessu. Það er skiljanlegt að ýmsum finnist bratt að stökkva á einni nóttu úr forsætisráðherrastóli yfir í forsetastól og gera þar með — í vissum skilningi — embættin tvö að einu og ríkisstjórnina sumpart alráða. Eðlilega mátti því búast við allnokkru andstreymi. En að sjálfsögðu á hún fullan rétt á að bjóða sig fram og leggja sjálfa sig í dóm kjósenda. Fráleitt eru þó allir óvildarmenn hennar. Það virðist t.d. augljóst — og ekki skrýtið — að Katrín nýtur stuðnings valdaafla og Morgunblaðið dregur hennar taum. Að sama skapi hefur sá miðill farið mikinn í að gera mótframbjóðendur tortryggilega, sér í lagi Höllu Hrund Logadóttur. Nú síðast með uppslætti um óleyfilega notkun stuðningsteymis á myndbroti, sem öllu sanngjörnu fólki má vera ljóst að er stormur í vatnsglasi, smávægileg yfirsjón, nokkuð sem lagfært var snarlega og um leið beðist velvirðingar. En ekki greinir Mogginn frá þeim málalyktum. Ekki frekar en þar sé minnst á sambærilegt glappaskot kynningardeildar Katrínar, sem á dögunum notfærði sér íslenskt sönglag í leyfisleysi, við lítinn fögnuð rétthafa. Morgunblaðið hefur heldur ekki enn minnst á það sem opinberaðist í kappræðum frambjóðenda í vikunni; þegar ekki færri en þrír greindu aðspurðir frá þrýstingi úr herbúðum Katrínar, með áeggjan um að draga framboð sín til baka, svo þeir skyggðu ekki á framboð hennar. En „svona er á síld“, eins og segir í laginu. Ekki hefur Halla Hrund barmað sér undan smjörklípum Moggans né vænt nokkurn um einelti, heldur ber hún höfuð hátt og heldur göngu sinni áfram. „Þannig tel ég skylt að maður sé“, eins og Bastían söng. Við erum lánsöm að hafa í framboði svo margt frambærilegt fólk og ég ber mikla virðingu fyrir þeim öllum. Ég er hins vegar einarður stuðningsmaður hinnar snjöllu Höllu Hrundar og er þess fullviss að hún yrði frábær forseti, sem myndi auka okkur gleði, samkennd og bjartsýni. Hún stæði vörð um lýðræðið, gildi okkar og menningu og yrði drjúgur liðsmaður almennings, jafnt í málefnum líðandi stundar og framtíðar, þar á meðal — og ekki síst — í orku- og auðlindamálum, sem eru hennar sérgrein og hjartans mál. Ég þekki Höllu Hrund vel og veit hvaða góða mann hún hefur að geyma. Að því sögðu, þakka ég öllum frambjóðendum fyrir að bjóða sig fram. Það þarf mikið hugrekki til að ganga inn í sviðsljósin og bera sálu sína fyrir alþjóð undir þessum formerkjum. Ég óska hverju og einu þeirra góðs gengis í hvaða hlutverkum sem þau koma til með að gegna á komandi árum. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar