Littler vann frumraun sína í Bandaríkjunum á undir tíu mínútum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 14:45 Luke Littler er magnaður pílukastari þrátt fyrir að vera enn bara sautján ára gamall. Hann er líka í miklu stuði þessa dagana. Getty/ Justin Setterfield Það tók táninginn Luke Littler minna en tíu mínútur að vinna fyrsta leik sinn á US Darts Masters mótinu í New York í Bandaríkjunum. Hinn sautján ára gamli Littler vann úrvalsdeildina í pílu á dögunum en hann sló fyrst í gegn með því að komast í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu í desember. Luke Littler wasn't messing about ⚡ pic.twitter.com/TcTYD5W4Wd— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2024 Littler mætti sjóðandi heitur til Bandaríkjanna og fór afar létt með Matt Campbell, sem er besti kanadíski pílukastarinn. Littler vann leikinn 6-0 og það tók hann aðeins níu mínútur og 52 sekúndur að klára leikinn. Hann var með meðalskor upp á 103.66. Keppnin fór fram í Madison Square Garden og var hans fyrsta síðan hann vann úrvalsdeildartitilinn í London 23. maí síðastliðinn. Einnig var þetta í fyrsta sinn sem hann keppir í Bandaríkjunum og það er óhætt að segja að bandarískt píluáhugafólk hafi fengið flott fyrstu kynni af þessum frábæra pílukastara. „Ég gat ekki beðið eftir að komast upp á sviðið í kvöld. Mér leið mjög þægilega og allt gekk upp. Ég get ekki beðið eftir að spila aftur á morgun“ sagði Luke Littler sem mætir Jeff Smith í dag. Smith vann sinn leik á móti Michael Smith 6-1. LITTLER OBLITERATES CAMPBELL! ☢️Luke Littler beats Matt Campbell 6-0 in under ten minutes! 🤯A 103.66 average from The Nuke! 👏📺 https://t.co/JqDVmWfQC5#USDarts | R1 pic.twitter.com/dCnNwV3DTC— PDC Darts (@OfficialPDC) June 1, 2024 Pílukast Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Littler vann úrvalsdeildina í pílu á dögunum en hann sló fyrst í gegn með því að komast í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu í desember. Luke Littler wasn't messing about ⚡ pic.twitter.com/TcTYD5W4Wd— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2024 Littler mætti sjóðandi heitur til Bandaríkjanna og fór afar létt með Matt Campbell, sem er besti kanadíski pílukastarinn. Littler vann leikinn 6-0 og það tók hann aðeins níu mínútur og 52 sekúndur að klára leikinn. Hann var með meðalskor upp á 103.66. Keppnin fór fram í Madison Square Garden og var hans fyrsta síðan hann vann úrvalsdeildartitilinn í London 23. maí síðastliðinn. Einnig var þetta í fyrsta sinn sem hann keppir í Bandaríkjunum og það er óhætt að segja að bandarískt píluáhugafólk hafi fengið flott fyrstu kynni af þessum frábæra pílukastara. „Ég gat ekki beðið eftir að komast upp á sviðið í kvöld. Mér leið mjög þægilega og allt gekk upp. Ég get ekki beðið eftir að spila aftur á morgun“ sagði Luke Littler sem mætir Jeff Smith í dag. Smith vann sinn leik á móti Michael Smith 6-1. LITTLER OBLITERATES CAMPBELL! ☢️Luke Littler beats Matt Campbell 6-0 in under ten minutes! 🤯A 103.66 average from The Nuke! 👏📺 https://t.co/JqDVmWfQC5#USDarts | R1 pic.twitter.com/dCnNwV3DTC— PDC Darts (@OfficialPDC) June 1, 2024
Pílukast Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Sjá meira