Gerum það! Stefán Hilmarsson skrifar 1. júní 2024 11:01 Mér hefur gramist herferð Morgunblaðsins gegn framboði Höllu Hrundar á liðnum vikum. Í gær slógu þeir ekki slöku við; tveir uppslættir með neikvæðum formerkjum, ofan á annað undanfarið. Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli. Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu. Jafnvel þótt frumkvæði hafi verið hennar, þá er langt seilst að teikna það upp sem afglöp að sýna vilja til að deila þekkingu okkar í þessum efnum, nokkuð sem ekki aðeins getur stuðlað að sjálfbærni og dregið úr mengun, heldur einnig opnað dyr fyrir íslenskt hug- og verkvit. Vert er að benda á, að Íslendingar hafa um árabil flutt út þekkingu á þessu sviði og á vegum hérlendra fyrirtækja starfa allmargir við virkjun á jarðvarma erlendis. Ekki er um að ræða kvaðir eða skuldbingu, heldur aðeins vilja til þekkingarmiðlunar, nokkuð sem oft hefur verið gert áður á ýmsum sviðum. Hvað skyldi það nú vera sem Halla Hrund hefur unnið sér til „saka“, sem verðskuldar slíka meðferð af hendi þessa miðils? Skyldi ástæðan vera sú að hún hefur vogað sér að tala máli almennings í orkumálum? Eða varað við sölu jarða og meðfylgjandi auðlinda úr landi? Eða goldið varhug við óheftu sjóeldi? Eða látið í ljós þá skoðun sína, að auðlindir ætti umfram allt að nýta með sjálfbærum hætti? Eða þá að best færi á því að þær yrðu áfram í eigu almennings? Svari hver fyrir sig. Okkur býðst nú tækifæri til að kjósa þessa greindu, vonglöðu og vel þenkjandi konu sem forseta. Gerum það! Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Mér hefur gramist herferð Morgunblaðsins gegn framboði Höllu Hrundar á liðnum vikum. Í gær slógu þeir ekki slöku við; tveir uppslættir með neikvæðum formerkjum, ofan á annað undanfarið. Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli. Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu. Jafnvel þótt frumkvæði hafi verið hennar, þá er langt seilst að teikna það upp sem afglöp að sýna vilja til að deila þekkingu okkar í þessum efnum, nokkuð sem ekki aðeins getur stuðlað að sjálfbærni og dregið úr mengun, heldur einnig opnað dyr fyrir íslenskt hug- og verkvit. Vert er að benda á, að Íslendingar hafa um árabil flutt út þekkingu á þessu sviði og á vegum hérlendra fyrirtækja starfa allmargir við virkjun á jarðvarma erlendis. Ekki er um að ræða kvaðir eða skuldbingu, heldur aðeins vilja til þekkingarmiðlunar, nokkuð sem oft hefur verið gert áður á ýmsum sviðum. Hvað skyldi það nú vera sem Halla Hrund hefur unnið sér til „saka“, sem verðskuldar slíka meðferð af hendi þessa miðils? Skyldi ástæðan vera sú að hún hefur vogað sér að tala máli almennings í orkumálum? Eða varað við sölu jarða og meðfylgjandi auðlinda úr landi? Eða goldið varhug við óheftu sjóeldi? Eða látið í ljós þá skoðun sína, að auðlindir ætti umfram allt að nýta með sjálfbærum hætti? Eða þá að best færi á því að þær yrðu áfram í eigu almennings? Svari hver fyrir sig. Okkur býðst nú tækifæri til að kjósa þessa greindu, vonglöðu og vel þenkjandi konu sem forseta. Gerum það! Höfundur er tónlistarmaður
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun