Tvítugur norskur strákur vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 11:31 Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar í Erling Haaland hjá Manchester City. Getty/Giuseppe Maffia Norðmenn áttu ekki aðeins markakóng ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili í Erling Haaland því annar ungur Norðmaður vann Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar. Sá heitir Jonas Sand Låbakk og er aðeins tvítugur. Hann er einn sá yngsti sem vinnur þennan vinsæla Fantasy leik en talið er að um ellefu milljónir hafi tekið þátt á þessu tímabili. Aftonbladet vildi forvitnast um hvernig strákurinn fór að þessu. Þá komust þeir að því að Norðmenn eru mjög öflugir í því að spá fyrir um hvaða leikmenn standa sig best í ensku úrvalsdeildinni. Um tíu prósent af þúsund bestu Fantasy spilurunum koma frá Noregi. Jonas, 20, är bäst i världen på Fantasy Premier League: ”Helt sinnessjukt” https://t.co/ZeJWKNEr52— Sportbladet (@sportbladet) May 27, 2024 Låbakk vann sér inn ágæt verðlaun. Hann fér VIP-ferð á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, fékk gefins úr og getur valið á milli þess að fá tölvu eða snjallsíma. „Þetta er ótrúlegt. Allir sem spila Fantasy vita hversu erfitt það er að enda ofarlega,“ sagði Jonas Sand Låbakk. Liðið hans kallast Onkel Blaa og fékk alls 2799 stig. Hann fékk sex hundruð stig frá fyrirliðum sínum. @Sportbladet „Ég held að Noregur eigi tíu prósent af þúsund bestu spilurunum í heimi. Það er algjörlega klikkað. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég veit samt að enska úrvalsdeildin er vinsælli í Noregi en í Svíþjóð,“ sagði Låbakk. „Ég veit ekki hvort ég fæ að velja leikina sem ég fer á. Ef ég fengi að velja þá myndi ég pottþétt velja Anfield af því að ég held með Liverpool,“ sagði Låbakk. Hann lætur þó ekki hjartað ráða för þegar hann velur leikmenn í liðið. Hann velur ekki bara Liverpool leikmenn. „Þú mátt ekki láta tilfinningarnar trufla þig þegar þú spilar Fanatsy. Ég er samt heppinn að ég held með góðu lið og þar eru margir góðir leikmenn,“ sagði Låbakk. Það voru ellefu milljónir að reyna að vinna leikinn og Jonas fann fyrir pressunni undir lokin. „Já ég fann fyrir pressunni. Hins vegar náði ég góðu forskoti þegar nokkrar vikur voru eftir. Ég var samt að ganga um gólf og taugarnar voru vissulega þandar. Á sama tíma var þetta mjög skemmtilegt af því að ég fékk mikla athygli. Þetta reyndi samt mjög mikið á mann andlega og ég var alveg búinn á því undir lokin,“ sagði Låbakk. Introducing your #FPL 2023/24 champion, @ASC_FPL! 🏆Congratulations, Jonas! 👏 pic.twitter.com/1rEJxQsi2X— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira
Sá heitir Jonas Sand Låbakk og er aðeins tvítugur. Hann er einn sá yngsti sem vinnur þennan vinsæla Fantasy leik en talið er að um ellefu milljónir hafi tekið þátt á þessu tímabili. Aftonbladet vildi forvitnast um hvernig strákurinn fór að þessu. Þá komust þeir að því að Norðmenn eru mjög öflugir í því að spá fyrir um hvaða leikmenn standa sig best í ensku úrvalsdeildinni. Um tíu prósent af þúsund bestu Fantasy spilurunum koma frá Noregi. Jonas, 20, är bäst i världen på Fantasy Premier League: ”Helt sinnessjukt” https://t.co/ZeJWKNEr52— Sportbladet (@sportbladet) May 27, 2024 Låbakk vann sér inn ágæt verðlaun. Hann fér VIP-ferð á tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni, fékk gefins úr og getur valið á milli þess að fá tölvu eða snjallsíma. „Þetta er ótrúlegt. Allir sem spila Fantasy vita hversu erfitt það er að enda ofarlega,“ sagði Jonas Sand Låbakk. Liðið hans kallast Onkel Blaa og fékk alls 2799 stig. Hann fékk sex hundruð stig frá fyrirliðum sínum. @Sportbladet „Ég held að Noregur eigi tíu prósent af þúsund bestu spilurunum í heimi. Það er algjörlega klikkað. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég veit samt að enska úrvalsdeildin er vinsælli í Noregi en í Svíþjóð,“ sagði Låbakk. „Ég veit ekki hvort ég fæ að velja leikina sem ég fer á. Ef ég fengi að velja þá myndi ég pottþétt velja Anfield af því að ég held með Liverpool,“ sagði Låbakk. Hann lætur þó ekki hjartað ráða för þegar hann velur leikmenn í liðið. Hann velur ekki bara Liverpool leikmenn. „Þú mátt ekki láta tilfinningarnar trufla þig þegar þú spilar Fanatsy. Ég er samt heppinn að ég held með góðu lið og þar eru margir góðir leikmenn,“ sagði Låbakk. Það voru ellefu milljónir að reyna að vinna leikinn og Jonas fann fyrir pressunni undir lokin. „Já ég fann fyrir pressunni. Hins vegar náði ég góðu forskoti þegar nokkrar vikur voru eftir. Ég var samt að ganga um gólf og taugarnar voru vissulega þandar. Á sama tíma var þetta mjög skemmtilegt af því að ég fékk mikla athygli. Þetta reyndi samt mjög mikið á mann andlega og ég var alveg búinn á því undir lokin,“ sagði Låbakk. Introducing your #FPL 2023/24 champion, @ASC_FPL! 🏆Congratulations, Jonas! 👏 pic.twitter.com/1rEJxQsi2X— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira