Valgeir Lunddal var bæði með mark og stoðsendingu í 4-1 sigri Häcken á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann átti algjöran stjörnuleik í sigri sem sá til þess að liðin höfðu sætaskipti.
Þetta var annar leikurinn í röð sem Valgeir skorar en hann skoraði einnig mark liðsins í 1-2 tap á móti Mjällby í leiknum á undan. Hann fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins.
Häcken fór upp í sjötta sæti deildarinnar en þetta var fyrsti sigur liðsins í fimm leikjum.
Valgeir skoraði fyrsta markið fyrir Häcken á 21. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum og skot hans fór af varnarmanni og í markið. Það má sjá markið hans hér fyrir neðan.
Íslenski bakvörðurinn lagði einnig upp fjórða mark Häcken í leiknum sem Mikkel Rygaard skoraði á 53. mínútu.
Edward Chilufya kom Häcken í 2-0 á 42. mínútu og þriðja markið skoraði Amor Layouni á 59. mínútu.
BK häcken tar ledningen mot AIK när Valgeir Fridrikssons skott tar på en försvarar och ställer Nordfeldt i AIK-målet. 🐝
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) June 2, 2024
📲 Se all kommande sport på vår nya streaming-hemmaplan Max, där du ser allt från Allsvenskan. pic.twitter.com/EBggDpK2vm