Styttist í að Ten Hag fái að vita hvað framtíðin ber í skauti sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 17:46 Ten Hag hefur bætt tveimur bikurum í safnið hjá Man United síðan hann tók við. AP Photo/Kin Cheung Þrátt fyrir að vinna tvo titla á sínum fyrstu tveimur árum sem þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United þá er framtíð Erik ten Hag í lausu lofti. Hann vonast til að fá hana á hreint á næstu dögum. Man United átti erfitt uppdráttar á nýafstaðinni leiktíð. Meiðslalistinn var langur, sumir leikmenn virtust annars hugar á meðan aðrir virðast einfaldlega ekki nægilega góðir. Að því sögðu þá tókst Man Utd að enda tímabilið á góðu nótunum þegar það lagði Englandsmeistara Man City 2-1 í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Var þetta annað árið í röð sem liðin mættust í úrslitum bikarkeppninnar en á síðasta ári var það Man City sem hafði betur. Sigurinn í ár var annar titill félagsins undir stjórn Ten Hag á jafn mörgum árum en liðið lagði Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins á síðasta ári. Slakt gengi í deild sem og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð gerði það hins vegar að verkum að forráðamenn Man Utd eru ekki vissir um að hinn 54 ára gamli Ten Hag sé rétti maðurinn til að stýra skútunni úr höfn næsta haust. BREAKING: Erik ten Hag hoping to find out this week if he is going to keep his job as Manchester United manager 🔴 pic.twitter.com/dX4qRsLZ1W— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 3, 2024 Samkvæmt Sky Sports hefur félagið undanfarna daga verið að fara yfir nýafstaðna leiktíð og að því loknu verður staðfest hvort hollenski þjálfarinn verði áfram við stjórnvölin eður ei. Samningur Ten Hag rennur út sumarið 2025. Fari svo að hann verði látinn fara þyrfti Man Utd því að borga honum þangað til. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31 Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40 Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Man United átti erfitt uppdráttar á nýafstaðinni leiktíð. Meiðslalistinn var langur, sumir leikmenn virtust annars hugar á meðan aðrir virðast einfaldlega ekki nægilega góðir. Að því sögðu þá tókst Man Utd að enda tímabilið á góðu nótunum þegar það lagði Englandsmeistara Man City 2-1 í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Var þetta annað árið í röð sem liðin mættust í úrslitum bikarkeppninnar en á síðasta ári var það Man City sem hafði betur. Sigurinn í ár var annar titill félagsins undir stjórn Ten Hag á jafn mörgum árum en liðið lagði Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins á síðasta ári. Slakt gengi í deild sem og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð gerði það hins vegar að verkum að forráðamenn Man Utd eru ekki vissir um að hinn 54 ára gamli Ten Hag sé rétti maðurinn til að stýra skútunni úr höfn næsta haust. BREAKING: Erik ten Hag hoping to find out this week if he is going to keep his job as Manchester United manager 🔴 pic.twitter.com/dX4qRsLZ1W— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 3, 2024 Samkvæmt Sky Sports hefur félagið undanfarna daga verið að fara yfir nýafstaðna leiktíð og að því loknu verður staðfest hvort hollenski þjálfarinn verði áfram við stjórnvölin eður ei. Samningur Ten Hag rennur út sumarið 2025. Fari svo að hann verði látinn fara þyrfti Man Utd því að borga honum þangað til.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31 Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40 Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31
Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40
Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01