McGregor sendir frá sér yfirlýsingu Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 11:31 Conor McGregor, UFC bardagakappi Vísir/Getty Írski bardagakappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfirlýsingu varðandi óvænta atburðarás sem varð til þess að blaðamannafundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bardagakvöldið var aflýst. Yfirlýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar. Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Sjá meira
Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Sjá meira