Kona forsætisráðherra kölluð til skýrslutöku í spillingarrannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2024 12:32 Sánchez og Gómez á kjörstað í kosningunum í júlí í fyrra. Sósíalistaflokkur Sánchez myndaði minnihlutastjórn með öðrum vinstriflokki eftir margra mánaða þreifingar. Vísir/EPA Rannsóknardómari í Madrid hefur boðað eiginkonu Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, til skýrslutöku vegna ásakana um spillingu og að hún hafi notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Saksóknarar vildu vísa málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Mál Begoñu Gómez forsætisráðherrafrúar hefur valdið nokkrum úlfaþyt á Spáni. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna þess í síðasta mánuði. Gómez hefur ekki sjálf tjáð sig opinberlega um ásakanirnar eftir að rannsókn hófst en Sánchez sakar pólitíska andstæðinga af hægri vængnum um að standa að baki því. Rannsóknin hófst eftir að samtökin Hreinar hendur lögðu fram kæru og sökuðu Gómez um að notfæra sér áhrif sín sem eiginkona forsætisráðherra til þess fá fjársterka aðila til þess að styrkja meistaranám sem hún hafði umsjón með. Forsvarsmaður Hreinna handa er Miguel Bernad sem bauð sig fram fyrir öfgahægriflokkinn Þjóðfylkinguna (sp. Frente Nacional) í Evrópuþingskosningum á níunda áratugnum. Gómez þarf að koma fyrir dómara og svara fyrir ásakanirnar í Madrid 5. júlí, að sögn spænska dagblaðsins El País. Dómarinn frestaði skýrslutökum yfir vitnum sem áttu að koma fyrir dóminn á fimmtudag til sunnudagsins 16. júní. Blaðið segir afar óvenjulegt að vitni séu kölluð fyrir dóm á sunnudegi í máli sem er ekki í flýtimeðferð. Dómarinn í málinu hafnaði kröfu saksóknara um að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum í síðasta mánuði. Saksóknararnir beindu því til dómarans að einbeita sér að samskiptum Gómez við tiltekinn afthafnamann. Aðrar ásakanir Hreinna handa væru ótrúverðugar, byggðust á röngum dagsetningum og í sumum tilfellum algerum ágiskunum. Hreinar hendur hafa sagt að ásakanirnar séu fengnar úr umfjöllun fjölmiðla og samtökin geti ekki staðfest áreiðanleika þeirra sjálf. Bernad hefur vísað því á bug að pólitískar bakir hafi búið að baki kærunnar, aðeins „borgaraleg skylda“. Spánn Tengdar fréttir Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40 Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Mál Begoñu Gómez forsætisráðherrafrúar hefur valdið nokkrum úlfaþyt á Spáni. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna þess í síðasta mánuði. Gómez hefur ekki sjálf tjáð sig opinberlega um ásakanirnar eftir að rannsókn hófst en Sánchez sakar pólitíska andstæðinga af hægri vængnum um að standa að baki því. Rannsóknin hófst eftir að samtökin Hreinar hendur lögðu fram kæru og sökuðu Gómez um að notfæra sér áhrif sín sem eiginkona forsætisráðherra til þess fá fjársterka aðila til þess að styrkja meistaranám sem hún hafði umsjón með. Forsvarsmaður Hreinna handa er Miguel Bernad sem bauð sig fram fyrir öfgahægriflokkinn Þjóðfylkinguna (sp. Frente Nacional) í Evrópuþingskosningum á níunda áratugnum. Gómez þarf að koma fyrir dómara og svara fyrir ásakanirnar í Madrid 5. júlí, að sögn spænska dagblaðsins El País. Dómarinn frestaði skýrslutökum yfir vitnum sem áttu að koma fyrir dóminn á fimmtudag til sunnudagsins 16. júní. Blaðið segir afar óvenjulegt að vitni séu kölluð fyrir dóm á sunnudegi í máli sem er ekki í flýtimeðferð. Dómarinn í málinu hafnaði kröfu saksóknara um að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum í síðasta mánuði. Saksóknararnir beindu því til dómarans að einbeita sér að samskiptum Gómez við tiltekinn afthafnamann. Aðrar ásakanir Hreinna handa væru ótrúverðugar, byggðust á röngum dagsetningum og í sumum tilfellum algerum ágiskunum. Hreinar hendur hafa sagt að ásakanirnar séu fengnar úr umfjöllun fjölmiðla og samtökin geti ekki staðfest áreiðanleika þeirra sjálf. Bernad hefur vísað því á bug að pólitískar bakir hafi búið að baki kærunnar, aðeins „borgaraleg skylda“.
Spánn Tengdar fréttir Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40 Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43
Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40
Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41