Láttu ekki plata þig! Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 5. júní 2024 12:00 Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við? Eftirlitsstofnanir um alla Evrópu vara nú við nýjum netverslunarrisa sem auglýsir ógrynnin öll þessa dagana. Þessi netverslun er þekkt fyrir að selja ekki bara eftirlíkingar af þekktum vörum (eins og flækjupúðanum hennar Ragnheiðar Aspar) heldur vörur sem geta beinlínis verið skaðlegar, hættulegar og virka mögulega ekki eins og þær eiga að virka. Í Evrópu má ekki markaðssetja vöru nema hún sé örugg. Til að tryggja öryggið hafa staðlar verið skrifaðir af bestu sérfræðingum og Evrópusambandið vísar síðan til þeirra í sínu regluverki. Ef framleiðandi uppfyllir kröfur staðlanna um framleiðslu, prófanir, efnisnotkun, virkni, öryggi og umhverfisvernd má markaðssetja hana því þá hún er búin að fara í gegnum nálaraugað sem við höfum sett okkur um örugga vöru. Þegar varan hefur svo verið markaðssett tekur við opinber markaðsgæsla þar sem eftirlitsstofnanir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að allt sé með felldu og varan er innkölluð ef svo er ekki. Þannig hafa staðlar orðið órjúfanlegur þáttur gæðainnviða og neytendaverndar. Það getur hins vegar verið erfitt og flókið fyrir neytendur að finna út úr þessu fyrir fram. Það þarf þó ekki alltaf að kunna geimverkfræði til að gera smá athugun sem getur forðað okkur frá veseni. ESB gerir kröfur um að mjög margar vörur þurfi að CE merkja. Merkið er yfirlýsing framleiðanda um að varan uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, okkur til varnar. Til að hver sem er geti ekki selt okkur lélegt og hættulegt drasl. Það á við um leikföng, vélar, byggingarvörur, persónuhlífar, raftæki, lækningatæki og reyndar mjög margt fleira. Þannig tryggja þúsundir staðla öryggi okkar, heilsu og neytendavernd á hverjum degi. Framleiðendur utan Evrópu geta auðvitað vel framleitt vöru og CE merkt hana til að markaðssetja í Evrópu. Þeir gera það bara ekki alltaf og með alþjóðlegum netverslunum og öllu því magni af vörum sem keyptar eru í gegnum þær er ógerningur fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast með því öllu. Neytendur þurfa því sjálfir að sýna skynsemi til að kaupa ekki köttinn í sekknum eða það sem verra er, að kaupa vöru sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra og öryggi. Það að kíkja eftir CE merkinu og að eiga viðskipti með vörumerki sem við getum treyst er góð byrjun á farsælum viðskiptum. Þá á vel við hið fornkveðna að ef vara er mikið ódýrari en sambærileg vara þá er hún líklega ekki af sömu gæðum og getur verið hættuleg eða framleidd af börnum sem hneppt hafa verið í þrældóm. Stöðluð þægindi af netverslun einfalda líf okkar mikið en góðir dílar geta verið snöggir að súrna. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Verslun Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við? Eftirlitsstofnanir um alla Evrópu vara nú við nýjum netverslunarrisa sem auglýsir ógrynnin öll þessa dagana. Þessi netverslun er þekkt fyrir að selja ekki bara eftirlíkingar af þekktum vörum (eins og flækjupúðanum hennar Ragnheiðar Aspar) heldur vörur sem geta beinlínis verið skaðlegar, hættulegar og virka mögulega ekki eins og þær eiga að virka. Í Evrópu má ekki markaðssetja vöru nema hún sé örugg. Til að tryggja öryggið hafa staðlar verið skrifaðir af bestu sérfræðingum og Evrópusambandið vísar síðan til þeirra í sínu regluverki. Ef framleiðandi uppfyllir kröfur staðlanna um framleiðslu, prófanir, efnisnotkun, virkni, öryggi og umhverfisvernd má markaðssetja hana því þá hún er búin að fara í gegnum nálaraugað sem við höfum sett okkur um örugga vöru. Þegar varan hefur svo verið markaðssett tekur við opinber markaðsgæsla þar sem eftirlitsstofnanir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að allt sé með felldu og varan er innkölluð ef svo er ekki. Þannig hafa staðlar orðið órjúfanlegur þáttur gæðainnviða og neytendaverndar. Það getur hins vegar verið erfitt og flókið fyrir neytendur að finna út úr þessu fyrir fram. Það þarf þó ekki alltaf að kunna geimverkfræði til að gera smá athugun sem getur forðað okkur frá veseni. ESB gerir kröfur um að mjög margar vörur þurfi að CE merkja. Merkið er yfirlýsing framleiðanda um að varan uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, okkur til varnar. Til að hver sem er geti ekki selt okkur lélegt og hættulegt drasl. Það á við um leikföng, vélar, byggingarvörur, persónuhlífar, raftæki, lækningatæki og reyndar mjög margt fleira. Þannig tryggja þúsundir staðla öryggi okkar, heilsu og neytendavernd á hverjum degi. Framleiðendur utan Evrópu geta auðvitað vel framleitt vöru og CE merkt hana til að markaðssetja í Evrópu. Þeir gera það bara ekki alltaf og með alþjóðlegum netverslunum og öllu því magni af vörum sem keyptar eru í gegnum þær er ógerningur fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast með því öllu. Neytendur þurfa því sjálfir að sýna skynsemi til að kaupa ekki köttinn í sekknum eða það sem verra er, að kaupa vöru sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra og öryggi. Það að kíkja eftir CE merkinu og að eiga viðskipti með vörumerki sem við getum treyst er góð byrjun á farsælum viðskiptum. Þá á vel við hið fornkveðna að ef vara er mikið ódýrari en sambærileg vara þá er hún líklega ekki af sömu gæðum og getur verið hættuleg eða framleidd af börnum sem hneppt hafa verið í þrældóm. Stöðluð þægindi af netverslun einfalda líf okkar mikið en góðir dílar geta verið snöggir að súrna. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun