Leikmannasamtök ensku úrvalsdeildarinnar beita sér gegn eyðsluþaki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 11:00 Leikmenn Englandsmeistara Manchester City sem og annarra stórliða ensku úrvalsdeildarinnar þéna ágætlega og hafa engan áhuga á að lækka í launum. Michael Regan/Getty Images Fundur eiganda liða í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fer fram síðar í dag. Þar er talið næsta víst að kosið verði gegn hugmynd um eyðsluþak en sú umræða kom upp á dögunum. Vísir greindi frá því undir lok aprílmánaðar að sextán af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar væru hlynnt því að eyðsluþak yrði sett á félögin. Það myndi þýða að ekkert félag mætti eyða meira en fimm sinnum það sem tekjulægsta lið deildarinnar væri að þéna í gegnum fjölmiðla og auglýsingasamninga. Áður en tillagan var sett fram voru félög deildarinnar hleruð og spurð álits. Þar kom í ljós að Aston Villa og Manchester-liðin tvö, City og United, væru á móti tillögunni á meðan Chelsea sat hjá. Það stefndi allt í að kosið yrði um tillöguna á fundinum sem fram fer síðar í dag og ef hún yrði samþykkt ætti hún að taka gildi frá og með tímabilinu 2025-26. Leikmannasamtökin PFA stigu hins vegar inn í þar sem ljóst er að tillagan myndi hafa áhrif á launahæstu leikmenn deildarinnar. The Premier League will not put its controversial “anchoring” proposal to a vote at its annual general meeting on Thursday after the Professional Footballers’ Association (PFA) made it clear it would fight the cost-control measure.More from @mjshrimper ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 5, 2024 Talið er líklegt að fjárhagsreglur deildarinnar taki einhverjum breytingum á næstunni en sem stendur má ekkert félag tapa meira en 105 milljónum punda, átján og hálfum milljarði íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil. Sum lið vilja hækka þessa tölu þar sem hún hefur staðið í stað í nærri áratug á meðan önnur vilja fara aðrar leiðir. Hvort breyting verði gerð í ár kemur í ljós síðar í dag þegar fundi eiganda félaganna er lokið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Vísir greindi frá því undir lok aprílmánaðar að sextán af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar væru hlynnt því að eyðsluþak yrði sett á félögin. Það myndi þýða að ekkert félag mætti eyða meira en fimm sinnum það sem tekjulægsta lið deildarinnar væri að þéna í gegnum fjölmiðla og auglýsingasamninga. Áður en tillagan var sett fram voru félög deildarinnar hleruð og spurð álits. Þar kom í ljós að Aston Villa og Manchester-liðin tvö, City og United, væru á móti tillögunni á meðan Chelsea sat hjá. Það stefndi allt í að kosið yrði um tillöguna á fundinum sem fram fer síðar í dag og ef hún yrði samþykkt ætti hún að taka gildi frá og með tímabilinu 2025-26. Leikmannasamtökin PFA stigu hins vegar inn í þar sem ljóst er að tillagan myndi hafa áhrif á launahæstu leikmenn deildarinnar. The Premier League will not put its controversial “anchoring” proposal to a vote at its annual general meeting on Thursday after the Professional Footballers’ Association (PFA) made it clear it would fight the cost-control measure.More from @mjshrimper ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 5, 2024 Talið er líklegt að fjárhagsreglur deildarinnar taki einhverjum breytingum á næstunni en sem stendur má ekkert félag tapa meira en 105 milljónum punda, átján og hálfum milljarði íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil. Sum lið vilja hækka þessa tölu þar sem hún hefur staðið í stað í nærri áratug á meðan önnur vilja fara aðrar leiðir. Hvort breyting verði gerð í ár kemur í ljós síðar í dag þegar fundi eiganda félaganna er lokið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira