Hvað skiptir þig máli? Einföld leið til að bæta heilbrigðisþjónustu Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 6. júní 2024 11:30 Einn af grunnþráðum heilbrigðisvísinda hefur í gegnum tíðina verið að finna út hvað amar að sjúklingum og leita allra leiða til lækninga. Heilbrigðisstarfsfólk hefur öðlast bæði þekkingu og þjálfun í þessum þáttum, en um leið gleymist oft í amstri dagsins að huga að því hvað skiptir sjúklinga raunverulegu máli á (stundum grýttri) leið sinni í gegnum heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur fjöldi fólks greinst með ólæknandi sjúkdóma og gengið í gegnum meðferð og lífslok, án þess að nokkurn tímann væri rætt hvernig sjúklingurinn vildi lifa sín síðustu ár og hvernig hann sæi lífslokin fyrir sér. Í rúman áratug hefur heilbrigðisstarfsfólk víða um heim unnið að því að efla þekkingu á því hvernig megi ræða við sjúklinga um hvað skiptir þá raunverulega máli. Dagurinn í dag, 6. júní, er helgaður þessari hreyfingu og við spyrjum „hvað skiptir þig máli?“, frekar en „hvað amar að þér?“ Samtal bætir meðferðarsamband Í flóknu heilbrigðiskerfi nútímans hafa orðið örar tækniframfarir sem hafa að sumu leyti gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk er meira við tölvu og minna við rúm sjúklings. Það er þó ekkert sem kemur í staðinn fyrir það samband sem þarf að vera milli notenda og veitenda í heilbrigðisþjónustu. Traust meðferðarsamband eykur líkur á betri útkomu í meðferð og bætir upplifun af þjónustunni og gerir veikindi þar með bærilegri. Gott meðferðarsamband gerir starf heilbrigðisstarfsfólks líka innihaldsríkara og stuðlar þannig að betra starfsumhverfi. Það eru margar leiðir til að spyrja hvað skiptir sjúklinga máli en spurningarnar þurfa að vera opnar og bjóða upp á samtal. Hvað skiptir þig máli? Hvað veldur þér mestum áhyggjum? Hvað er mikilvægt fyrir þig? Hvernig get ég stutt þig í dag? Þetta eru allt dæmi um spurningar sem er hægt að nota til að fá fram sjónarmið sjúklinga, sem aftur nýtast til að tryggja að þeir fái sem besta þjónustu. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, ólík viðhorf og gildi. Markmiðið með þessari spurningu er að fá fram sjónarmið sjúklinga og heyra hvað raunverulega skiptir þá máli og hvernig aðlaga megi þjónustuna að þeirra þörfum. Með þessum spurningum fást upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með neinu öðru móti og hjálpa til við að byggja upp tengsl. Sjúklingur fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð og hefur áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur mikla faglega þekkingu og nýtir hana oft til að áætla hvað skiptir fólk máli án þess að spyrja. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að spyrja, hlusta á svörin og bregðast við því sem skiptir fólk máli. Þannig er hægt að vinna að því að gera heilbrigðiskerfið allt raunverulega notendavænt. Prófum okkur áfram Ég hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að nota daginn í dag til að staldra við og hugsa hvort þau hafi raunverulega spurt sjúklinga og/eða aðstandendur hvað skiptir þau máli. Ef ekki, þá er kjörið að byrja núna og hægt er að fá ýmis góð ráð í gegnum wmty.world. Þetta er einföld leið til að gera þjónustuna notendamiðaðri og á sama tíma skemmtilegri fyrir fagfólk. Það þarf ekki að vera flókið, það er hægt að prófa að spyrja eina manneskju – hvað skiptir þig máli í dag? Hlusta á svarið og vinna að því að mæta þeim óskum og sjá hvað gerist. Höfundur er talskona sjúklinga á Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn af grunnþráðum heilbrigðisvísinda hefur í gegnum tíðina verið að finna út hvað amar að sjúklingum og leita allra leiða til lækninga. Heilbrigðisstarfsfólk hefur öðlast bæði þekkingu og þjálfun í þessum þáttum, en um leið gleymist oft í amstri dagsins að huga að því hvað skiptir sjúklinga raunverulegu máli á (stundum grýttri) leið sinni í gegnum heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur fjöldi fólks greinst með ólæknandi sjúkdóma og gengið í gegnum meðferð og lífslok, án þess að nokkurn tímann væri rætt hvernig sjúklingurinn vildi lifa sín síðustu ár og hvernig hann sæi lífslokin fyrir sér. Í rúman áratug hefur heilbrigðisstarfsfólk víða um heim unnið að því að efla þekkingu á því hvernig megi ræða við sjúklinga um hvað skiptir þá raunverulega máli. Dagurinn í dag, 6. júní, er helgaður þessari hreyfingu og við spyrjum „hvað skiptir þig máli?“, frekar en „hvað amar að þér?“ Samtal bætir meðferðarsamband Í flóknu heilbrigðiskerfi nútímans hafa orðið örar tækniframfarir sem hafa að sumu leyti gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk er meira við tölvu og minna við rúm sjúklings. Það er þó ekkert sem kemur í staðinn fyrir það samband sem þarf að vera milli notenda og veitenda í heilbrigðisþjónustu. Traust meðferðarsamband eykur líkur á betri útkomu í meðferð og bætir upplifun af þjónustunni og gerir veikindi þar með bærilegri. Gott meðferðarsamband gerir starf heilbrigðisstarfsfólks líka innihaldsríkara og stuðlar þannig að betra starfsumhverfi. Það eru margar leiðir til að spyrja hvað skiptir sjúklinga máli en spurningarnar þurfa að vera opnar og bjóða upp á samtal. Hvað skiptir þig máli? Hvað veldur þér mestum áhyggjum? Hvað er mikilvægt fyrir þig? Hvernig get ég stutt þig í dag? Þetta eru allt dæmi um spurningar sem er hægt að nota til að fá fram sjónarmið sjúklinga, sem aftur nýtast til að tryggja að þeir fái sem besta þjónustu. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, ólík viðhorf og gildi. Markmiðið með þessari spurningu er að fá fram sjónarmið sjúklinga og heyra hvað raunverulega skiptir þá máli og hvernig aðlaga megi þjónustuna að þeirra þörfum. Með þessum spurningum fást upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með neinu öðru móti og hjálpa til við að byggja upp tengsl. Sjúklingur fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð og hefur áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur mikla faglega þekkingu og nýtir hana oft til að áætla hvað skiptir fólk máli án þess að spyrja. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að spyrja, hlusta á svörin og bregðast við því sem skiptir fólk máli. Þannig er hægt að vinna að því að gera heilbrigðiskerfið allt raunverulega notendavænt. Prófum okkur áfram Ég hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að nota daginn í dag til að staldra við og hugsa hvort þau hafi raunverulega spurt sjúklinga og/eða aðstandendur hvað skiptir þau máli. Ef ekki, þá er kjörið að byrja núna og hægt er að fá ýmis góð ráð í gegnum wmty.world. Þetta er einföld leið til að gera þjónustuna notendamiðaðri og á sama tíma skemmtilegri fyrir fagfólk. Það þarf ekki að vera flókið, það er hægt að prófa að spyrja eina manneskju – hvað skiptir þig máli í dag? Hlusta á svarið og vinna að því að mæta þeim óskum og sjá hvað gerist. Höfundur er talskona sjúklinga á Landspítala
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun