Boston byrjaði leikinn miklu betur og komst mest 29 stigum yfir í fyrri hálfleik. Dallas minnkaði muninn í átta stig í 3. leikhluta en Boston svaraði með fjórtán stigum í röð og leit ekki um öxl eftir það.
Eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í mánuð sneri Kristaps Porzingis aftur í lið Boston og það með stæl. Hann skoraði tuttugu stig á 21 mínútu, tók sex fráköst og varði þrjú skot.
1st game back in the lineup ✅
— NBA (@NBA) June 7, 2024
1st-career NBA Finals game ✅
...and Kristaps Porzingis came up BIG. 💪
20 PTS (8-13 FGM)
6 REB
3 BLK
Celtics take a 1-0 in the #NBAFinals presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/hPYDbPGrkL
Fimm aðrir leikmenn Boston skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Jaylen Brown var stigahæstur heimamanna með 22 stig og Jayson Tatum skoraði sextán stig og tók ellefu fráköst.
SERIES-OPENING STATEMENT FROM JAYLEN BROWN 🚨
— NBA (@NBA) June 7, 2024
22 points
3 steals
3 blocks
1 HUGE poster
Boston takes 1-0 lead... Game 2 is Sunday at 8pm/et on ABC 🍿 pic.twitter.com/EZP8ZPpt0A
Leikmenn Boston hittu vel fyrir utan og skoruðu sextán þriggja stiga körfur í 42 tilraunum.
Luka Doncic skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas og tók tíu fráköst. P.J. Washington var með fjórtán stig og átta fráköst en Kyrie Irving skoraði aðeins tólf stig á sínum gamla heimavelli.