„Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna“ Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:00 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Haraldur Guðjónsson Thors Nik Chamberlain, þjálfari toppliðs Breiðabliks, var ánægður með 3-0 sigur gegn Þór/KA fyrir norðan í dag en segir aðstæður hafa verið erfiðar en spilað var á VÍS-vellinum sem hefur náttúrulegt gras og hefur mátt þola snjókomu alla vikuna. „Mjög ánægður, þetta var frábær frammistaða ef við horfum á hvað leikplanið var. Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna, völlurinn var aldrei að fara vera nógu góður til þess, þannig þetta var bara spurning um að spila einfalt og taka okkar sénsa á réttum mómentum og vona að gæði okkar einstöku leikmanna myndi sýna sig og það gerði það svo sannarlega á endanum.” Völurinn er langt frá því að vera góður og skánaði ekki í vikunni vegna snjókomu og slæms veðurs fyrir norðan alla vikuna. Leikurinn batnaði þó í seinni hálfleik en Nik vill ekki meina að það sé vegna þess að leikmennirnir hafi verið búnir að venjast vellinum. „Leikmennirnir voru bara orðnir þreyttir og það skapaðist meira pláss, það er eina ástæðan fyrir að þetta varð betra”, sagði Nik og hló áður en hann hélt áfram: „Það var aðeins meira pláss og bæði lið gátu spilað aðeins meira. Eins og þetta var í fyrri hálfleik sást að við gætum ekki spilað almennilega, við vissum það snemma í vikunni þegar það var komið í ljós að leikurinn yrði úti að við myndum ekki reyna spila fótbolta þannig þetta var spurning um að vera aðeins beinskeyttari, teygja meira á vellinum og vinna seinni bolta og vinna út frá því í rauninni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður tókst Breiðablik að vinna sannfærandi 3-0 sigur. „Varnarleikurinn var lykilatriði, ég held að þær hafi ekki skapað neitt fyrir utan slárskotið í lokin kannski, Bríet átti skot í fyrri hálfleik en það var af löngu færi. Jafnvel þó við værum að halda þeim niðri og bara að skapa eitthvað aðeins sjálfar var þetta frábær frammistaða ef við tökum tillit til aðstæðna.” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði óskað eftir því að leikurinn færi fram í Boganum og segir Nik að sjálfsögðu hefði hann viljað spila þar. „Já, við vildum frekar spila í Boganum af því við getum spilað fótbolta þar. Á öðrum degi hefðum við spilað þar en við spiluðum úti og réðum bara betur við aðstæðurnar í dag.” Mikið leikjaálag er framundan hjá Blikum í deild og bikar sem enn eru taplausir á tímabilinu. „Þeir munu allir vera erfiðir. Ég veit ekki hvernig fór hjá Keflavík í dag en þær voru 1-0 yfir þegar lítið var eftir þannig og þær unnu sínu síðustu leiki, við eigum þær í bikarnum á þriðjudaginn og frá og með næstu viku er þetta bara áfram, áfram og áfram og við þurfum að nota hópinn okkar vel og sem betur fer búum við yfir frábærum hóp svo ég hlakka til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri.” Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
„Mjög ánægður, þetta var frábær frammistaða ef við horfum á hvað leikplanið var. Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna, völlurinn var aldrei að fara vera nógu góður til þess, þannig þetta var bara spurning um að spila einfalt og taka okkar sénsa á réttum mómentum og vona að gæði okkar einstöku leikmanna myndi sýna sig og það gerði það svo sannarlega á endanum.” Völurinn er langt frá því að vera góður og skánaði ekki í vikunni vegna snjókomu og slæms veðurs fyrir norðan alla vikuna. Leikurinn batnaði þó í seinni hálfleik en Nik vill ekki meina að það sé vegna þess að leikmennirnir hafi verið búnir að venjast vellinum. „Leikmennirnir voru bara orðnir þreyttir og það skapaðist meira pláss, það er eina ástæðan fyrir að þetta varð betra”, sagði Nik og hló áður en hann hélt áfram: „Það var aðeins meira pláss og bæði lið gátu spilað aðeins meira. Eins og þetta var í fyrri hálfleik sást að við gætum ekki spilað almennilega, við vissum það snemma í vikunni þegar það var komið í ljós að leikurinn yrði úti að við myndum ekki reyna spila fótbolta þannig þetta var spurning um að vera aðeins beinskeyttari, teygja meira á vellinum og vinna seinni bolta og vinna út frá því í rauninni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður tókst Breiðablik að vinna sannfærandi 3-0 sigur. „Varnarleikurinn var lykilatriði, ég held að þær hafi ekki skapað neitt fyrir utan slárskotið í lokin kannski, Bríet átti skot í fyrri hálfleik en það var af löngu færi. Jafnvel þó við værum að halda þeim niðri og bara að skapa eitthvað aðeins sjálfar var þetta frábær frammistaða ef við tökum tillit til aðstæðna.” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði óskað eftir því að leikurinn færi fram í Boganum og segir Nik að sjálfsögðu hefði hann viljað spila þar. „Já, við vildum frekar spila í Boganum af því við getum spilað fótbolta þar. Á öðrum degi hefðum við spilað þar en við spiluðum úti og réðum bara betur við aðstæðurnar í dag.” Mikið leikjaálag er framundan hjá Blikum í deild og bikar sem enn eru taplausir á tímabilinu. „Þeir munu allir vera erfiðir. Ég veit ekki hvernig fór hjá Keflavík í dag en þær voru 1-0 yfir þegar lítið var eftir þannig og þær unnu sínu síðustu leiki, við eigum þær í bikarnum á þriðjudaginn og frá og með næstu viku er þetta bara áfram, áfram og áfram og við þurfum að nota hópinn okkar vel og sem betur fer búum við yfir frábærum hóp svo ég hlakka til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri.”
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira