Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2024 16:26 Gísli Rafn spurði Bjarkey hvar hún teldi mörkin liggja, að það gæti greinlega borgað sig fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin að sleppa út lúsétnum laxi úr kvíum sínum miðað við að þeir fá magnafslátt á sektum sínum. vísir/vilhelm Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. Málið kom upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins nú fyrir stundu en áður en til þess dagskrárliðar kom streymdu þingmenn í pontu og kvörtuðu hástöfum undan seinlæti ráðherra við að svara skriflegum fyrirspurnum. Birni Leví Gunnarssyni taldist til að þær væru orðnar einar 150 fyrirspurnir sem ósvarað er og komnar eru yfir hefðbundinn 15 daga svarfrest. Ef litið er til stjórnskipunar landsins ber þinginu að veita framkvæmdavaldinu aðhald en það getur veist þeim erfitt fái þeir ekki svör. Hvort fyrirspurnirnar eru orðnar svona margar eða ráðherrar landsins gefi orðið lítið fyrir þetta atriði liggur ekki fyrir. Stærsti hluthafinn greitt sér 48 milljarða króna í arð 2023 En Gísli Rafn vildi spyrja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur um lagareldisfrumvarpið sem hefur verið umdeilt, einkum vegna þess að atriðis að laxeldisfyrirtækjum verði veitt ótímabundið leyfi til starfsemi. En það er langt í frá eina atriðið sem fer fyrir brjóstið á þeim sem vilja gjalda varhug við þessari starfsemi. Gísli Rafn minnti á að Píratar séu eini flokkurinn sem vill beinlínis leggja blátt bann við sjókvíaeldi. Gísli Rafn sagði að „umhverfisspjöllin og dýraníðin eru óhjákvæmileg“, sama hversu fín lög sett eru, þá verði aldrei hægt að tryggja að íslenska laxinum verði ekki útrýmt. Gísli Rafn umhverfisspjöll og dýraníð óhjákvæmilegan fylgifisk sjókvíaeldis.vísir/vilhelm „Jafnvel færustu, grænustu og viljugustu ríkisstjórnir hafa ekki getað sett lagaramma og eftirlit náttúrunni til verndar. Alltaf er sagan sú sama; dauðir firðir, lús, stórfelld umhverfisspjöll og hömlulaus gróði örfárra einstaklinga - á kostnað samfélagsins. Auðvitað þarf enginn að spyrja sig út í getu Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG til að koma böndum á þessi mál. Flokkar sem satt best að segja gætu ekki komið sér saman um innkaup á kaffistofu hvað þá að setja flókin lög og reka gott eftirlit með laxeldi.“ Og Gísli Rafn vitnaði í fréttir og sagði að stærsti hluthafi Arnarlax hafi greitt sér 48 milljarða króna í arð fyrir árið 2023. „Á sama tíma fáum við í Atvinnuveganefnd minnisblað um að í ljósi þess að upphafleg drög frumvarpsins gengu út frá þeirri forsendu að leyfi væru ótímabundin, gæti það reynst of íþyngjandi, m.t.t. stjórnarskrárákvæða um meðalhóf og atvinnuréttindi, að hafa sektir eins háar og lagt var upp með í byrjun. M.ö.o. það er óljóst hvort lækka þurfi sektarfjárhæðir þessara arðsömu stórfyrirtækja vegna hroðvirknislegra vinnubragða ráðherra.“ Magnafsláttur á sektargreiðslu! Núverandi frumvarp segir til um 5 milljónir í sekt á hvern lax sem veiðist fyrir utan kví. „Það hljómar frekar ríflegt en á þessari sekt er magnafsláttur! 150 laxar sleppa, eftir það skiptir engu máli hvort laxarnir verði þúsund í viðbót, því sektin getur aldrei orðið hærri en 750 milljónir. Magnaafsláttur á umhverfissóðaskap er skelfilegt hugmynd.“ Gísli Rafn spurði Bjarkey hvort hún héldi virkilega að 750 milljóna króna sekt, sem mögulega þarf jafnvel að lækka, sé nægjanlegur hvati fyrir fyrirtæki eins og Arnarlax, sem borgar sér tugi milljarða í arð á ári, til að gulltryggja sínar kvíar með tilheyrandi kostnaði? Lyklaskipti í matvælaráðuneytinu. Bjarkey tók við af Svandís Svavarsdóttur og fékk lagareldisfrumvarpið í fangið.vísir/vilhelm Bjarkey sagði það tillögu frá sér að þetta væru hámarks sektir en það er atvinnuveganefndar að vinna úr því. Hún sagði að ekki væri meirihluti, hvorki á þessu þingi né milli flokka, um hvort banna eigi fiskeldi í sjó. Gísli Rafn hafi minnt á að Píratar væru eini flokkurinn með þá stefnu. En það þurfi að bæta lagaumhverfið. Arnarlax-menn væru vissulega að greiða sér risaarð af starfseminni, en það eigi kannski ekki við um öll fyrirtæki í greininni. Bjarkey nefndi að það kæmi til greina að vera með hvetjandi reglugerðir eða ívilnandi sem gæti orðið til að koma starfseminni í lokað eldi eða í geldfiska, að atvinnustarfsmein verði með betri hætti en hún er í dag. Varasöm atvinnustarfsemi að mati ráðherra Gísli Rafn vildi ekki sleppa henni með þetta, sagði atvinnuveganefnd gæti hækkað þakið á sektunum. En á hvaða tímapunkti telur Bjarkey að ódýrari kost fyrir fyrirtæki að sleppa lússýktum laxi í hafið? Bjarkey sagðist ekki ætla neinum að stunda atvinnustarfsemi með annað eins á oddinum og það sem þingmaður nefndi. Sektargreiðslurnar hafi þótt háar í samhengi við það sem aðrar atvinnugreinar hafa þurft að greiða. „Þetta er varasöm atvinnustarfsemi sem hefur gríðarleg umhverfisáhrif,“ sagði Bjarkey. Og hún sagði betra að klára frumvarpið þó það væri ekki fullkomið en búa við það ástand sem við búum við í dag. Hún leggi áherslu á að náð verði utan um starfsemina. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vænir stangveiðimenn um dýraníð og utanvegaakstur Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð. 6. júní 2024 00:23 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Sjókvíafúskið mikla Rán Flygenring fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi. 22. maí 2024 11:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Málið kom upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma þingsins nú fyrir stundu en áður en til þess dagskrárliðar kom streymdu þingmenn í pontu og kvörtuðu hástöfum undan seinlæti ráðherra við að svara skriflegum fyrirspurnum. Birni Leví Gunnarssyni taldist til að þær væru orðnar einar 150 fyrirspurnir sem ósvarað er og komnar eru yfir hefðbundinn 15 daga svarfrest. Ef litið er til stjórnskipunar landsins ber þinginu að veita framkvæmdavaldinu aðhald en það getur veist þeim erfitt fái þeir ekki svör. Hvort fyrirspurnirnar eru orðnar svona margar eða ráðherrar landsins gefi orðið lítið fyrir þetta atriði liggur ekki fyrir. Stærsti hluthafinn greitt sér 48 milljarða króna í arð 2023 En Gísli Rafn vildi spyrja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur um lagareldisfrumvarpið sem hefur verið umdeilt, einkum vegna þess að atriðis að laxeldisfyrirtækjum verði veitt ótímabundið leyfi til starfsemi. En það er langt í frá eina atriðið sem fer fyrir brjóstið á þeim sem vilja gjalda varhug við þessari starfsemi. Gísli Rafn minnti á að Píratar séu eini flokkurinn sem vill beinlínis leggja blátt bann við sjókvíaeldi. Gísli Rafn sagði að „umhverfisspjöllin og dýraníðin eru óhjákvæmileg“, sama hversu fín lög sett eru, þá verði aldrei hægt að tryggja að íslenska laxinum verði ekki útrýmt. Gísli Rafn umhverfisspjöll og dýraníð óhjákvæmilegan fylgifisk sjókvíaeldis.vísir/vilhelm „Jafnvel færustu, grænustu og viljugustu ríkisstjórnir hafa ekki getað sett lagaramma og eftirlit náttúrunni til verndar. Alltaf er sagan sú sama; dauðir firðir, lús, stórfelld umhverfisspjöll og hömlulaus gróði örfárra einstaklinga - á kostnað samfélagsins. Auðvitað þarf enginn að spyrja sig út í getu Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG til að koma böndum á þessi mál. Flokkar sem satt best að segja gætu ekki komið sér saman um innkaup á kaffistofu hvað þá að setja flókin lög og reka gott eftirlit með laxeldi.“ Og Gísli Rafn vitnaði í fréttir og sagði að stærsti hluthafi Arnarlax hafi greitt sér 48 milljarða króna í arð fyrir árið 2023. „Á sama tíma fáum við í Atvinnuveganefnd minnisblað um að í ljósi þess að upphafleg drög frumvarpsins gengu út frá þeirri forsendu að leyfi væru ótímabundin, gæti það reynst of íþyngjandi, m.t.t. stjórnarskrárákvæða um meðalhóf og atvinnuréttindi, að hafa sektir eins háar og lagt var upp með í byrjun. M.ö.o. það er óljóst hvort lækka þurfi sektarfjárhæðir þessara arðsömu stórfyrirtækja vegna hroðvirknislegra vinnubragða ráðherra.“ Magnafsláttur á sektargreiðslu! Núverandi frumvarp segir til um 5 milljónir í sekt á hvern lax sem veiðist fyrir utan kví. „Það hljómar frekar ríflegt en á þessari sekt er magnafsláttur! 150 laxar sleppa, eftir það skiptir engu máli hvort laxarnir verði þúsund í viðbót, því sektin getur aldrei orðið hærri en 750 milljónir. Magnaafsláttur á umhverfissóðaskap er skelfilegt hugmynd.“ Gísli Rafn spurði Bjarkey hvort hún héldi virkilega að 750 milljóna króna sekt, sem mögulega þarf jafnvel að lækka, sé nægjanlegur hvati fyrir fyrirtæki eins og Arnarlax, sem borgar sér tugi milljarða í arð á ári, til að gulltryggja sínar kvíar með tilheyrandi kostnaði? Lyklaskipti í matvælaráðuneytinu. Bjarkey tók við af Svandís Svavarsdóttur og fékk lagareldisfrumvarpið í fangið.vísir/vilhelm Bjarkey sagði það tillögu frá sér að þetta væru hámarks sektir en það er atvinnuveganefndar að vinna úr því. Hún sagði að ekki væri meirihluti, hvorki á þessu þingi né milli flokka, um hvort banna eigi fiskeldi í sjó. Gísli Rafn hafi minnt á að Píratar væru eini flokkurinn með þá stefnu. En það þurfi að bæta lagaumhverfið. Arnarlax-menn væru vissulega að greiða sér risaarð af starfseminni, en það eigi kannski ekki við um öll fyrirtæki í greininni. Bjarkey nefndi að það kæmi til greina að vera með hvetjandi reglugerðir eða ívilnandi sem gæti orðið til að koma starfseminni í lokað eldi eða í geldfiska, að atvinnustarfsmein verði með betri hætti en hún er í dag. Varasöm atvinnustarfsemi að mati ráðherra Gísli Rafn vildi ekki sleppa henni með þetta, sagði atvinnuveganefnd gæti hækkað þakið á sektunum. En á hvaða tímapunkti telur Bjarkey að ódýrari kost fyrir fyrirtæki að sleppa lússýktum laxi í hafið? Bjarkey sagðist ekki ætla neinum að stunda atvinnustarfsemi með annað eins á oddinum og það sem þingmaður nefndi. Sektargreiðslurnar hafi þótt háar í samhengi við það sem aðrar atvinnugreinar hafa þurft að greiða. „Þetta er varasöm atvinnustarfsemi sem hefur gríðarleg umhverfisáhrif,“ sagði Bjarkey. Og hún sagði betra að klára frumvarpið þó það væri ekki fullkomið en búa við það ástand sem við búum við í dag. Hún leggi áherslu á að náð verði utan um starfsemina.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vænir stangveiðimenn um dýraníð og utanvegaakstur Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð. 6. júní 2024 00:23 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Sjókvíafúskið mikla Rán Flygenring fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi. 22. maí 2024 11:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Vænir stangveiðimenn um dýraníð og utanvegaakstur Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð. 6. júní 2024 00:23
Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18