Fjölskylda frá Marokkó fær ekki að heimsækja ættingja á Íslandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 15:39 Fjölskyldan ætlaði að heimsækja Ísland í sumar en aðeins móðirin og dóttirin fengu vegabréfsáritun. Aðsend Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið. Konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hefur verið gift manni frá Marokkó síðan 2007. Saman eiga þau tvö börn og þau hafa búið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Fjölskylda mannsins hefur oft komið í heimsókn bæði til Danmerkur og til Íslands án vandræða. Nú í janúar fengu þau hins vegar ekki öll vegabréfsáritun. Ekki treyst til að fara aftur heim Systir mannsins, eiginmaður hennar og börnin þeirra þrjú ætluðu að heimsækja Ísland í sumar. Þau sóttu um vegabréfsáritun í desember. Þau segja að umsóknin fari í gegnum einhverja alþjóðaskrifstofu sem vísar umsókninni til sænska sendiráðsins, sem afgreiðir umsóknir fyrir Ísland. Þannig fór að systirin og þrettán ára dóttirin fengu áritun, en ekki eiginmaðurinn og synirnir tveir, fimm og eins árs. Þær útskýringar voru gefnar að þar sem fjölskyldan væri öll að ferðast saman, teldist ólíklegt að þau ætluðu sér að fara aftur heim til Marokkó. Ekki væri næg innistæða á banareikningi fjölskyldunnar til að hægt væri að treysta því að þau hyggðust aðeins fara í ferðalag og snúa aftur heim. Hafa áður komið og farið Íslenska konan segir þessar útskýringar ekki standast skoðun. Fjölskyldan hafi áður heimsótt Ísland og Danmörku og þau eigi nóg af peningum. Einnig hafi komið fram að þau hyggðust gista hjá fjölskyldu sinni. Hjónin vilja meina að vandræðin stafi af pólitískum núningi milli Svíþjóðar og Marokkó, og segja leiðinlegt að það bitni á Marokkómönnum á Íslandi. Þau vísa t.d. í afstöðu Svíþjóðar til Vestur-Sahöru. Marokkó Sendiráð Íslands Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hefur verið gift manni frá Marokkó síðan 2007. Saman eiga þau tvö börn og þau hafa búið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Fjölskylda mannsins hefur oft komið í heimsókn bæði til Danmerkur og til Íslands án vandræða. Nú í janúar fengu þau hins vegar ekki öll vegabréfsáritun. Ekki treyst til að fara aftur heim Systir mannsins, eiginmaður hennar og börnin þeirra þrjú ætluðu að heimsækja Ísland í sumar. Þau sóttu um vegabréfsáritun í desember. Þau segja að umsóknin fari í gegnum einhverja alþjóðaskrifstofu sem vísar umsókninni til sænska sendiráðsins, sem afgreiðir umsóknir fyrir Ísland. Þannig fór að systirin og þrettán ára dóttirin fengu áritun, en ekki eiginmaðurinn og synirnir tveir, fimm og eins árs. Þær útskýringar voru gefnar að þar sem fjölskyldan væri öll að ferðast saman, teldist ólíklegt að þau ætluðu sér að fara aftur heim til Marokkó. Ekki væri næg innistæða á banareikningi fjölskyldunnar til að hægt væri að treysta því að þau hyggðust aðeins fara í ferðalag og snúa aftur heim. Hafa áður komið og farið Íslenska konan segir þessar útskýringar ekki standast skoðun. Fjölskyldan hafi áður heimsótt Ísland og Danmörku og þau eigi nóg af peningum. Einnig hafi komið fram að þau hyggðust gista hjá fjölskyldu sinni. Hjónin vilja meina að vandræðin stafi af pólitískum núningi milli Svíþjóðar og Marokkó, og segja leiðinlegt að það bitni á Marokkómönnum á Íslandi. Þau vísa t.d. í afstöðu Svíþjóðar til Vestur-Sahöru.
Marokkó Sendiráð Íslands Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira