Ólögleg áfengissala Ari Jónsson skrifar 12. júní 2024 17:30 Fjármálaráðherra hefur nýverið annars vegar sent erindi til lögreglu vegna ólöglegrar netsölu, og hins vegar birt álit lögmanna um regluverk vegna áfengissölu hérlendis. Álit þessara lögmanna sýnir þrennt með skýrum hætti. Í fyrsta lagi er íslenska ríkinu frjálst að takmarka áfengissölu vegna lýðheilsu samkvæmt EES-samningum. Í öðru lagi er einkaleyfi ÁTVR til smásölu hérlendis skýrt. Í þriðja lagi þá þarf flutningur á áfengi milli ríkja að vera raunverulegur innflutningur, til þess að falla undir frjálsa vöruflutninga skv. EES. Hæstiréttur Svíþjóðar og Hæstiréttur Danmerkur hefur túlkað hvað telst raunverulegur vöruflutningur og þar með netsala áfengis milli ríkja, og Hæstiréttur Íslands myndi túlka það eins að mati þessara lögmanna. Fjölmargar smásölur hafa opnað hérlendis fyrir áfengi - í andstöðu við lögbundið einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis. Hagkaup hefur síðast fyrirtækja boðað sölu áfengis í Skeifunni með notkun QR kóða, snjalltækja og afhendingar innan 15 mínútna. Allir sjá að þessi leikþáttur er lélegur, enda ekki um að ræða innflutning og netverslun yfir landmæri með áfengi sem er selt og afhent með framangreindum hætti. Smásala Sante, Smáríkisins, Hagkaups og fleiri fyrirtækja er því ólögleg eins álit lögmanna sýnir. Löghlýðnir borgarar, fyrirtæki, og áhugamenn um íslenskt atvinnulíf hljóta því að spyrja sig nokkurra spurninga: Nýtur ólögleg smásala áfengis, verndar samkvæmt lögum eða „lögverndar“ eins og það er kallað? Svarið er nei, ekki frekar en sala á þýfi eða ólögmætum vímuefnum. Af því leiðir að slík ólögleg starfsemi nýtur ekki verndar réttarríkisins, hvorki dómstóla né lögreglu. Ef lager og birgðir ólöglegrar áfengissölu Sante, Hagkaups eða annarra verður fyrir skemmdarverkum eða er stolið, væri þá hægt að ákæra viðkomandi geranda fyrir eignaspjöll eða þjófnað? Svarið er nei. Ef fasteign og húsnæði sem hýsir ólöglega atvinnustarfsemi fyrir áfengissölu eins og hjá ofangreindum fyrirtækjum, verður fyrir eldsvoða eða öðru tjóni sem rekja má til slíkrar starfsemi, fellur viðkomandi fasteign og atvinnurekstur þá undir tryggingavernd vátryggingar? Svarið er nei. Þvert á móti gæti sá sem ábyrgur er fyrir ólöglegri atvinnustarfsemi borið ábyrgð á slíku tjóni gagnvart fasteignaeiganda og öðrum gagnaðilum eða kröfuhöfum. Ef starfsfólk verður fyrir óhappi í starfi við það að sinna starfsskipunum atvinnurekanda í ólöglegri atvinnustarfsemi eins og smásölu áfengis, nýtur viðkomandi starfsmaður verndar heilbrigðis- eða starfstryggingar sinnar eða atvinnurekanda? Svarið er nei. Samstarfaðilar, viðskiptavinir og starfsmenn þessara fyrirtækja hafi framangreint í huga. Höfundur er skattgreiðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur nýverið annars vegar sent erindi til lögreglu vegna ólöglegrar netsölu, og hins vegar birt álit lögmanna um regluverk vegna áfengissölu hérlendis. Álit þessara lögmanna sýnir þrennt með skýrum hætti. Í fyrsta lagi er íslenska ríkinu frjálst að takmarka áfengissölu vegna lýðheilsu samkvæmt EES-samningum. Í öðru lagi er einkaleyfi ÁTVR til smásölu hérlendis skýrt. Í þriðja lagi þá þarf flutningur á áfengi milli ríkja að vera raunverulegur innflutningur, til þess að falla undir frjálsa vöruflutninga skv. EES. Hæstiréttur Svíþjóðar og Hæstiréttur Danmerkur hefur túlkað hvað telst raunverulegur vöruflutningur og þar með netsala áfengis milli ríkja, og Hæstiréttur Íslands myndi túlka það eins að mati þessara lögmanna. Fjölmargar smásölur hafa opnað hérlendis fyrir áfengi - í andstöðu við lögbundið einkaleyfi ÁTVR til smásölu áfengis. Hagkaup hefur síðast fyrirtækja boðað sölu áfengis í Skeifunni með notkun QR kóða, snjalltækja og afhendingar innan 15 mínútna. Allir sjá að þessi leikþáttur er lélegur, enda ekki um að ræða innflutning og netverslun yfir landmæri með áfengi sem er selt og afhent með framangreindum hætti. Smásala Sante, Smáríkisins, Hagkaups og fleiri fyrirtækja er því ólögleg eins álit lögmanna sýnir. Löghlýðnir borgarar, fyrirtæki, og áhugamenn um íslenskt atvinnulíf hljóta því að spyrja sig nokkurra spurninga: Nýtur ólögleg smásala áfengis, verndar samkvæmt lögum eða „lögverndar“ eins og það er kallað? Svarið er nei, ekki frekar en sala á þýfi eða ólögmætum vímuefnum. Af því leiðir að slík ólögleg starfsemi nýtur ekki verndar réttarríkisins, hvorki dómstóla né lögreglu. Ef lager og birgðir ólöglegrar áfengissölu Sante, Hagkaups eða annarra verður fyrir skemmdarverkum eða er stolið, væri þá hægt að ákæra viðkomandi geranda fyrir eignaspjöll eða þjófnað? Svarið er nei. Ef fasteign og húsnæði sem hýsir ólöglega atvinnustarfsemi fyrir áfengissölu eins og hjá ofangreindum fyrirtækjum, verður fyrir eldsvoða eða öðru tjóni sem rekja má til slíkrar starfsemi, fellur viðkomandi fasteign og atvinnurekstur þá undir tryggingavernd vátryggingar? Svarið er nei. Þvert á móti gæti sá sem ábyrgur er fyrir ólöglegri atvinnustarfsemi borið ábyrgð á slíku tjóni gagnvart fasteignaeiganda og öðrum gagnaðilum eða kröfuhöfum. Ef starfsfólk verður fyrir óhappi í starfi við það að sinna starfsskipunum atvinnurekanda í ólöglegri atvinnustarfsemi eins og smásölu áfengis, nýtur viðkomandi starfsmaður verndar heilbrigðis- eða starfstryggingar sinnar eða atvinnurekanda? Svarið er nei. Samstarfaðilar, viðskiptavinir og starfsmenn þessara fyrirtækja hafi framangreint í huga. Höfundur er skattgreiðandi
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar