Fyrsta trans konan til að vinna háskólatitil fær ekki að keppa á ÓL Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2024 21:45 Lia Thomas fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði. Rich von Biberstein/Icon Sportswire via Getty Images Bandaríska sundkonan Lia Thomas, sem varð á sínum tíma fyrsta trans íþróttamanneskjan til að vinna NCAA háskólatitil, fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa tapað dómsmáli gegn Alþjóðasundsambandinu, World Aquatics. Árið 2022 setti Alþjóðasundsambandið fram reglur um það að trans konur þyrftu að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. Thomas reyndi að fá þeim reglum hnekkt hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum CAS. Hún hélt því fram að reglurnar ættu að vera dæmdar „ógildar og ólöglegar“ þar sem þær stæðu á skjön við Ólympíusáttmálan og lög Alþjóðasundsambandsins. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri ákvörðun að Thomas hefði „einfaldlega ekki rétt á“ að taka þátt í keppnum á vegum Alþjóðasundsambandsins. Transgender swimmer Lia Thomas out of Olympics after being dealt fatal legal blow https://t.co/ehCeKHWzGT pic.twitter.com/EG3QFHbz3c— Daily Mail Online (@MailOnline) June 12, 2024 „Alþjóðasundsambandið leggur áherslu á það að búa til umhverfi sem stuðlar að sanngirni, virðingu og jöfnum tækifærum fyrir íþróttafólk af öllum kynjum,“ segir meðal annars í niðurstöðu sambandsins. Alþjóðasundsambandið kynnti breytingu á regluverki sambandsins árið 2022 eftir að Thomas tryggði sér gullið í 500 metra skriðsundi á NCAA háskólamóti gegn Emmu Weyant. Weyant hafði tryggt sér silfur á Ólympíuleikunum árið 2020, en Thomas kom í mark 1,75 sekúndum á undan Weyant. Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum Í skjali sem fylgdi ákvörðun Alþjóðaíþróttadómstólsins segir meðal annars að sundfólk eins og Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum eftir að hafa gengið í gegnum kynþroskaskeið karlmanna. Yfirburðum í úthaldi, krafti, hraða, styrk og lungnastærð, jafnvel eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. By dismissing Lia Thomas’ legal challenge against World Aquatics, CAS has denied her fundamental right to access an effective remedy for acts that violate her human rights. This is a sad day for sports and for all who believe in justice and equality. https://t.co/bEtKZAW8JA— Athlete Ally (@AthleteAlly) June 12, 2024 Þrátt fyrir að Alþjóðasundsambandið hafi verið tilbúið að færa rök fyrir máli sínu um vísindalegar hliðar málsins, fjallaði málið fyrir Aljþóðaíþróttadómstólnum aðeins um hvort Thomas hefði rétt á því að mótmæla reglum sambandsins. „Nefndin kemst að þeirri niðustöðu að þar sem að íþróttamaðurinn [Lia Thomas] hefur ekki rétt á því að taka þátt í úrvalsflokkum samkvæmt skilgreiningu bandaríska sundsambandsins, eða að keppa í greinum á vegum Alþjóðasundsambandsins, sem á sér stað við skráningu hjá sambandinu fyrir keppni eða með því að eiga frammistöðu sem leiðir til beiðni um skráningu um heimsmet, á hún einfaldlega ekki rétt á að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.“ Lia Thomas mun því ekki fá að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði. Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Árið 2022 setti Alþjóðasundsambandið fram reglur um það að trans konur þyrftu að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. Thomas reyndi að fá þeim reglum hnekkt hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum CAS. Hún hélt því fram að reglurnar ættu að vera dæmdar „ógildar og ólöglegar“ þar sem þær stæðu á skjön við Ólympíusáttmálan og lög Alþjóðasundsambandsins. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri ákvörðun að Thomas hefði „einfaldlega ekki rétt á“ að taka þátt í keppnum á vegum Alþjóðasundsambandsins. Transgender swimmer Lia Thomas out of Olympics after being dealt fatal legal blow https://t.co/ehCeKHWzGT pic.twitter.com/EG3QFHbz3c— Daily Mail Online (@MailOnline) June 12, 2024 „Alþjóðasundsambandið leggur áherslu á það að búa til umhverfi sem stuðlar að sanngirni, virðingu og jöfnum tækifærum fyrir íþróttafólk af öllum kynjum,“ segir meðal annars í niðurstöðu sambandsins. Alþjóðasundsambandið kynnti breytingu á regluverki sambandsins árið 2022 eftir að Thomas tryggði sér gullið í 500 metra skriðsundi á NCAA háskólamóti gegn Emmu Weyant. Weyant hafði tryggt sér silfur á Ólympíuleikunum árið 2020, en Thomas kom í mark 1,75 sekúndum á undan Weyant. Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum Í skjali sem fylgdi ákvörðun Alþjóðaíþróttadómstólsins segir meðal annars að sundfólk eins og Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum eftir að hafa gengið í gegnum kynþroskaskeið karlmanna. Yfirburðum í úthaldi, krafti, hraða, styrk og lungnastærð, jafnvel eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. By dismissing Lia Thomas’ legal challenge against World Aquatics, CAS has denied her fundamental right to access an effective remedy for acts that violate her human rights. This is a sad day for sports and for all who believe in justice and equality. https://t.co/bEtKZAW8JA— Athlete Ally (@AthleteAlly) June 12, 2024 Þrátt fyrir að Alþjóðasundsambandið hafi verið tilbúið að færa rök fyrir máli sínu um vísindalegar hliðar málsins, fjallaði málið fyrir Aljþóðaíþróttadómstólnum aðeins um hvort Thomas hefði rétt á því að mótmæla reglum sambandsins. „Nefndin kemst að þeirri niðustöðu að þar sem að íþróttamaðurinn [Lia Thomas] hefur ekki rétt á því að taka þátt í úrvalsflokkum samkvæmt skilgreiningu bandaríska sundsambandsins, eða að keppa í greinum á vegum Alþjóðasundsambandsins, sem á sér stað við skráningu hjá sambandinu fyrir keppni eða með því að eiga frammistöðu sem leiðir til beiðni um skráningu um heimsmet, á hún einfaldlega ekki rétt á að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.“ Lia Thomas mun því ekki fá að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði.
Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn