Tónlistarmaðurinn Róbert Örn er fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 16:26 Róbert Örn Hjálmtýsson er allur en hann fæddist 1977. vísir/anton brink Róbert Örn Hjálmtýsson er fallinn frá en hann var einkum þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Hljómsveitin Ég og PoPPaRoFT. Þá spilaði hann undir, útsetti og hljóðblandaði þrjár plötur Sölva Jónssonar (Dölla) og gerði eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar. Róbert Örn og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið jákvæða dóma fyrir plötur sínar. Netmiðillinn Nútíminn greinir frá andláti Róberts og segir fráfall hans hafa verið skyndilegt. Hann var fæddur árið 1977. Einn af vinum Róberts Arnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi hefur sett inn lag með Spilagöldrum, sem hann söng með og segir „Elsku besti vinur minn“ og hjarta við. Í athugasemdum hrannast inn samúðarkveðjurnar. Þá minnist Jón Ólafsson tónlistarmaður Róberts, segir hann hafa verið þeirrar gerðar að hafa aldrei gefið afslátt af sínum skoðunum og staðið fast á sínu. „Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70's hljómi sem hann galdraði fram.“ Jón segir þá sögu af samskiptum við Róbert Örn en segist við svo búið vita að hann hafi verið umdeildur maður enda með sterkar skoðanir. „Og sumum fannst erfitt að vinna með honum af sömu orsökum en allir sem komust í tónlistarlegt návígi við hann eru sammála um að hann var stórmerkilegur tónlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir við upptökur, laga- og textasmíðar og hljóðfæraleik. Þegar ég gerði sólóplötu mína, Fiska, árið 2017 fékk ég hann til að spila á bassa við eitt laganna og hann gerði það alveg stórkostlega og mér þykir einstaklega vænt um að við höfum náð þarna nokkrum mínútum í tónlistarlegu samfloti.“ Hljómsveitin Ég var gestur í þætti Loga Bergmann, en hann hljómsveitina um að semja og svo fremja lag af tilefni HM í handbolta 2011 þætti sínum sem átti að fara fram í beinni útsendingu nokkrum dögum síðar. „Að sjálfsögðu var það gert fyrir hann og tækifæri fyrir hljómsveitina að gefa landsliðinu ráð tryggt: Vörn er besta sóknin,“ segir í texta þar sem laginu er fylgt úr hlaði á YouTube: Andlát Tónlist Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Þá spilaði hann undir, útsetti og hljóðblandaði þrjár plötur Sölva Jónssonar (Dölla) og gerði eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar. Róbert Örn og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið jákvæða dóma fyrir plötur sínar. Netmiðillinn Nútíminn greinir frá andláti Róberts og segir fráfall hans hafa verið skyndilegt. Hann var fæddur árið 1977. Einn af vinum Róberts Arnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi hefur sett inn lag með Spilagöldrum, sem hann söng með og segir „Elsku besti vinur minn“ og hjarta við. Í athugasemdum hrannast inn samúðarkveðjurnar. Þá minnist Jón Ólafsson tónlistarmaður Róberts, segir hann hafa verið þeirrar gerðar að hafa aldrei gefið afslátt af sínum skoðunum og staðið fast á sínu. „Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70's hljómi sem hann galdraði fram.“ Jón segir þá sögu af samskiptum við Róbert Örn en segist við svo búið vita að hann hafi verið umdeildur maður enda með sterkar skoðanir. „Og sumum fannst erfitt að vinna með honum af sömu orsökum en allir sem komust í tónlistarlegt návígi við hann eru sammála um að hann var stórmerkilegur tónlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir við upptökur, laga- og textasmíðar og hljóðfæraleik. Þegar ég gerði sólóplötu mína, Fiska, árið 2017 fékk ég hann til að spila á bassa við eitt laganna og hann gerði það alveg stórkostlega og mér þykir einstaklega vænt um að við höfum náð þarna nokkrum mínútum í tónlistarlegu samfloti.“ Hljómsveitin Ég var gestur í þætti Loga Bergmann, en hann hljómsveitina um að semja og svo fremja lag af tilefni HM í handbolta 2011 þætti sínum sem átti að fara fram í beinni útsendingu nokkrum dögum síðar. „Að sjálfsögðu var það gert fyrir hann og tækifæri fyrir hljómsveitina að gefa landsliðinu ráð tryggt: Vörn er besta sóknin,“ segir í texta þar sem laginu er fylgt úr hlaði á YouTube:
Andlát Tónlist Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira