Markahæstur í sögu KA með hundrað mörk: „ Vonandi fer ég í 150” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. júní 2024 21:04 Hallgrímur Mar Steingrímsson skráði sig í sögubækur KA í kvöld. vísir / vilhelm Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA og varð í leiðinni markahæsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann gulltryggði KA sigur gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í leik sem fram fór á Akureyri. Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Hallgrímur setti þriðja markið og lokatölur því 3-0. „Bara heiður. Ég er búinn stefna að þessu síðan í fyrra allavega og ég hef verið nálægt þessu. Það var bara mjög góð tilfinning að vera búinn að brjóta þennan múr þannig vonandi verða bara enn fleiri mörk. Vonandi fer ég í 150.” Varstu meðvitaður um að þetta væri þitt hundraðasta mark þegar vallarþulurinn tilkynnti það strax eftir markið? „Nei, án djóks þá ég hélt ég að ég ætti tvö mörk eftir í þetta en það var illa gott að heyra þetta svona óvænt, þá fékk ég svona smá gæsahúð.” KA hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og situr í næðstneðsta sæti deildarinnar en frammistaðan í dag var jafnvel sú besta hjá liðinu í sumar. „Jú, eða eins og ég sagði í öðru viðtali þá hefur alveg frammistaðan verið góð í mörgum leikjum þó að úrslitin hafi verið ömurleg en svona heilt yfir vorum við alvöru lið í dag og sýndum af hverju við erum í þessu, þannig jú heildar frammistaðan í dag var örugglega sú langbesta með varnarleik og öllu.” KA hefur lekið inn mörkum í Bestu deildinni og hafa fengið á sig flest mörk allra liða en liðið hélt hreinu í dag sem boðar gott. „Það var virkilega ljúft, ég veit ekki hvort við höfum haldið hreinu í sumar, kannski einu sinni eða eitthvað, en já það var kominn tími á þetta.” „Ég ætla að vona að menn noti þetta í næstu leikjum og við loksins sýndum frammistöðu sem við höfum verið að sýna síðustu ár. Við erum með sama lið og síðustu tvö til þrjú ár þannig að við höfum gæðin, við þurfum bara að spila sem lið og nenna að hafa fyrir þessu því það er miklu skemmtilegra að vinna fótboltaleiki heldur en að tapa þeim.” KA hefur verið heppið með heimaleiki í bikardrættinum og Hallgrímur óskar sér að sjálfsögðu heimaleiks í undanúrslitum. „Já, eins og ég sagði áðan, þetta eru Stjarnan, Víkingur og Valur; allt frábært lið þannig lykilatriði að fá heimaleik, sérstaklega ef veðrið verður eins og í dag verður það frábært”, sagði stoltur Hallgrímur að endingu en leikurinn fór fram í glampandi sól og hita. Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Hallgrímur setti þriðja markið og lokatölur því 3-0. „Bara heiður. Ég er búinn stefna að þessu síðan í fyrra allavega og ég hef verið nálægt þessu. Það var bara mjög góð tilfinning að vera búinn að brjóta þennan múr þannig vonandi verða bara enn fleiri mörk. Vonandi fer ég í 150.” Varstu meðvitaður um að þetta væri þitt hundraðasta mark þegar vallarþulurinn tilkynnti það strax eftir markið? „Nei, án djóks þá ég hélt ég að ég ætti tvö mörk eftir í þetta en það var illa gott að heyra þetta svona óvænt, þá fékk ég svona smá gæsahúð.” KA hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og situr í næðstneðsta sæti deildarinnar en frammistaðan í dag var jafnvel sú besta hjá liðinu í sumar. „Jú, eða eins og ég sagði í öðru viðtali þá hefur alveg frammistaðan verið góð í mörgum leikjum þó að úrslitin hafi verið ömurleg en svona heilt yfir vorum við alvöru lið í dag og sýndum af hverju við erum í þessu, þannig jú heildar frammistaðan í dag var örugglega sú langbesta með varnarleik og öllu.” KA hefur lekið inn mörkum í Bestu deildinni og hafa fengið á sig flest mörk allra liða en liðið hélt hreinu í dag sem boðar gott. „Það var virkilega ljúft, ég veit ekki hvort við höfum haldið hreinu í sumar, kannski einu sinni eða eitthvað, en já það var kominn tími á þetta.” „Ég ætla að vona að menn noti þetta í næstu leikjum og við loksins sýndum frammistöðu sem við höfum verið að sýna síðustu ár. Við erum með sama lið og síðustu tvö til þrjú ár þannig að við höfum gæðin, við þurfum bara að spila sem lið og nenna að hafa fyrir þessu því það er miklu skemmtilegra að vinna fótboltaleiki heldur en að tapa þeim.” KA hefur verið heppið með heimaleiki í bikardrættinum og Hallgrímur óskar sér að sjálfsögðu heimaleiks í undanúrslitum. „Já, eins og ég sagði áðan, þetta eru Stjarnan, Víkingur og Valur; allt frábært lið þannig lykilatriði að fá heimaleik, sérstaklega ef veðrið verður eins og í dag verður það frábært”, sagði stoltur Hallgrímur að endingu en leikurinn fór fram í glampandi sól og hita.
Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira