Gerum betur Kristín B. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2024 08:31 Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu. En úr þessum uppfærðu stefnum spruttu máttlausar aðgerðir. Ég velti fyrir mér af hverju ekkert var gert þegar öll ljós blikkuðu. Var búið að setja upp viðvörunarljós og var verið að fylgjast með þeim? Þar til gerðum ráðuneytum og menntastofnunum ber að hanna þær gæðamælingar sem þarf til að fylgjast með stöðu nemenda í menntakerfinu.Stjórnvöld eiga líka að vera með viðbragsáætlanir við mælingum, það er eðlilegt í öllum fyrirtækjarekstri og ætti einnig að vera hjá hinu opinbera. Hvaða gæðamælingar hafa verið notaðar og hver er að fylgjast með þeim? Þegar mennta- og barnamálaráðherra var spurður af hverju við værum búin að koma okkur í þessa stöðu sagði hann að ef það væri eitt einfalt svar þá værum við búin að svara því. Þetta bendir til þess að lítið af mælingum hafi verið til og ekki til þess fallnar að skapa heildarsýn á stöðu kerfisins. Líklegt er að enn síður hafi hnitmiðaðar aðgerðir verið til heldur fremur þreifað í myrkri og vonað það besta. Það hefur verið tíðrætt um skort á gagnanotkun hjá hinu opinbera og virðist svo vera í þessu tilfelli. Við höfum hingað til ekki vitað hvaða gögnum skal safna og hvernig þau skulu notuð til að halda uppi þeim gæðum sem við setjum kröfur um. Ef gögnin hafa verið til þá er úrvinnslan ófullnægjandi. Segjum sem svo að við höfum hvorki haft gögn né getu til að lesa úr þeim. Er ekki alltaf ástæða til að bregðast strax við þegar við erum með vísbendingar um hratt hrakandi árangur og ástundun nemenda? Í Bandaríkjunum hefur þingið brugðist við með örvæntingu vegna þess að skráningarhlutfall drengja í háskóla er eins og var á Íslandi árið 1999! Það væri sigur fyrir Ísland að ná 1999 skráningarhlutfalli en í BNA er það hlutfall tilefni til örvæntingar. Mér er það einnig óskiljanlegt af hverju við upplýsum ekki skólana um PISA niðurstöður þeirra. Aftur er ekki verið að nýta gögn. Hvernig eigum við að læra af þeim sem gera vel? Af hverju þessi meðvirkni, hvar er metnaðurinn? Nú horfum við fram á veginn með von í brjósti um að hífa okkur sem fyrst upp úr þessum dimma dal og setja okkur mælanleg markmið. En það er sárt að hugsa til þess að við séum búin að svipta fjölda drengja grundvallar tækifærum í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna og á þrjár dætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum, jafnvel áratugum hafa blikkað viðvörunarljós um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Af og til hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og af fræðimönnum með tilheyrandi viðbrögðum almennings á kaffistofum. Mögulega kynnt uppfærsla á einhverri stefnu unnin af einhverju ráðuneytinu. En úr þessum uppfærðu stefnum spruttu máttlausar aðgerðir. Ég velti fyrir mér af hverju ekkert var gert þegar öll ljós blikkuðu. Var búið að setja upp viðvörunarljós og var verið að fylgjast með þeim? Þar til gerðum ráðuneytum og menntastofnunum ber að hanna þær gæðamælingar sem þarf til að fylgjast með stöðu nemenda í menntakerfinu.Stjórnvöld eiga líka að vera með viðbragsáætlanir við mælingum, það er eðlilegt í öllum fyrirtækjarekstri og ætti einnig að vera hjá hinu opinbera. Hvaða gæðamælingar hafa verið notaðar og hver er að fylgjast með þeim? Þegar mennta- og barnamálaráðherra var spurður af hverju við værum búin að koma okkur í þessa stöðu sagði hann að ef það væri eitt einfalt svar þá værum við búin að svara því. Þetta bendir til þess að lítið af mælingum hafi verið til og ekki til þess fallnar að skapa heildarsýn á stöðu kerfisins. Líklegt er að enn síður hafi hnitmiðaðar aðgerðir verið til heldur fremur þreifað í myrkri og vonað það besta. Það hefur verið tíðrætt um skort á gagnanotkun hjá hinu opinbera og virðist svo vera í þessu tilfelli. Við höfum hingað til ekki vitað hvaða gögnum skal safna og hvernig þau skulu notuð til að halda uppi þeim gæðum sem við setjum kröfur um. Ef gögnin hafa verið til þá er úrvinnslan ófullnægjandi. Segjum sem svo að við höfum hvorki haft gögn né getu til að lesa úr þeim. Er ekki alltaf ástæða til að bregðast strax við þegar við erum með vísbendingar um hratt hrakandi árangur og ástundun nemenda? Í Bandaríkjunum hefur þingið brugðist við með örvæntingu vegna þess að skráningarhlutfall drengja í háskóla er eins og var á Íslandi árið 1999! Það væri sigur fyrir Ísland að ná 1999 skráningarhlutfalli en í BNA er það hlutfall tilefni til örvæntingar. Mér er það einnig óskiljanlegt af hverju við upplýsum ekki skólana um PISA niðurstöður þeirra. Aftur er ekki verið að nýta gögn. Hvernig eigum við að læra af þeim sem gera vel? Af hverju þessi meðvirkni, hvar er metnaðurinn? Nú horfum við fram á veginn með von í brjósti um að hífa okkur sem fyrst upp úr þessum dimma dal og setja okkur mælanleg markmið. En það er sárt að hugsa til þess að við séum búin að svipta fjölda drengja grundvallar tækifærum í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna og á þrjár dætur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun