Málsvari minksins Lárus Karl Arnbjarnarson skrifar 14. júní 2024 12:01 Nýverið ákvað matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum til eins árs, dýraverndunarsinnum til mikillar gremju enda eru langreyðar eru taldar fallegar og skaðlausar skepnur. Þökk sé þessum eiginleikum flykkjast dýraverndunarsinnar að langreyðum og öðrum hvalategundum, ólmir í að verja þær frá vondu hvalveiðimönnunum. Því miður eru fæstar dýrategundir svo heppnar. Hugmyndir um dýravelferð virðast helst byggjast á hversu krúttlegt, tignarlegt eða saklaust dýrið sé. Auðvelt er að fá fólk til að tárast yfir myndum af illa förnum kúm í verksmiðjufjósi eða reiðast yfir myndum af skælbrosandi veiðimönnum í Afríku, standandi yfir nýfelldri bráð. Hvað þá með þær dýrategundir sem ekki teljast krúttlegar, tignarlegar eða saklausar? Til er spendýrategund hér á landi, sem mögulega væri hægt að kalla krúttlega… þegar hún er ekki með hálfdauða andarunga í kjaftinum. Hún er þó hvorki tignarleg né saklaus og er veidd með grimmilegri aðferðum en nokkurt annað villt spendýr í íslenskri náttúru. Það er minkurinn. Minkurinn er vissulega aðflutt tegund sem getur valdið umhverfi sínu skaða. Jafnframt eru þær aðferðir sem notaðar eru við minkaveiðar nauðsynlegar til að halda stofninum niðri, þó grimmlegar séu. Slík rök virðast þó almennt ekki skipta dýraverndunarsinna mái enda er alltaf ljótt þegar krúttleg, tignarleg eða sakleysisleg dýr eru drepin. Í tilfelli minksins eru dýraverndunarsinnar þó þöglir sem gröfin. Myndir af dauðum langreyðum vekja óhug og sorg, myndböndum af hundum að rífa minka á hol er mætt af kæruleysi. Minkurinn, eins óþolandi og hann er, ætti að eiga sér málsvara. Í millitíðinni munu orð Georges Orwell úr bókinni Dýrabær (1945): ,,Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur,” eiga vel við um baráttu dýraverndunarsinna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Hvalveiðar Loðdýrarækt Mest lesið Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Nýverið ákvað matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum til eins árs, dýraverndunarsinnum til mikillar gremju enda eru langreyðar eru taldar fallegar og skaðlausar skepnur. Þökk sé þessum eiginleikum flykkjast dýraverndunarsinnar að langreyðum og öðrum hvalategundum, ólmir í að verja þær frá vondu hvalveiðimönnunum. Því miður eru fæstar dýrategundir svo heppnar. Hugmyndir um dýravelferð virðast helst byggjast á hversu krúttlegt, tignarlegt eða saklaust dýrið sé. Auðvelt er að fá fólk til að tárast yfir myndum af illa förnum kúm í verksmiðjufjósi eða reiðast yfir myndum af skælbrosandi veiðimönnum í Afríku, standandi yfir nýfelldri bráð. Hvað þá með þær dýrategundir sem ekki teljast krúttlegar, tignarlegar eða saklausar? Til er spendýrategund hér á landi, sem mögulega væri hægt að kalla krúttlega… þegar hún er ekki með hálfdauða andarunga í kjaftinum. Hún er þó hvorki tignarleg né saklaus og er veidd með grimmilegri aðferðum en nokkurt annað villt spendýr í íslenskri náttúru. Það er minkurinn. Minkurinn er vissulega aðflutt tegund sem getur valdið umhverfi sínu skaða. Jafnframt eru þær aðferðir sem notaðar eru við minkaveiðar nauðsynlegar til að halda stofninum niðri, þó grimmlegar séu. Slík rök virðast þó almennt ekki skipta dýraverndunarsinna mái enda er alltaf ljótt þegar krúttleg, tignarleg eða sakleysisleg dýr eru drepin. Í tilfelli minksins eru dýraverndunarsinnar þó þöglir sem gröfin. Myndir af dauðum langreyðum vekja óhug og sorg, myndböndum af hundum að rífa minka á hol er mætt af kæruleysi. Minkurinn, eins óþolandi og hann er, ætti að eiga sér málsvara. Í millitíðinni munu orð Georges Orwell úr bókinni Dýrabær (1945): ,,Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur,” eiga vel við um baráttu dýraverndunarsinna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar