Búðareigendur aðstoðuðu slökkviliðsmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 11:50 Nokkið mikið vatn er á gólfum í Kringlunni. Vísir/Viktor Slökkvistarfi við Kringluna lauk í nótt eftir að eldur kviknaði í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkviliðsstjóri segir slökkvistarf hafa gengið vonum framar en tryggingarfélögin eru nú með vettvanginn. Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan fjögur í gær í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en upp úr miðnætti en þá hafði mikill reykur og vatn komist inn í Kringluna. Iðnaðarmenn höfðu verið að brenna tjörupappa á þakinu þar sem eldurinn kviknaði. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið ótrúlegt að sjá hversu vel slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn myndi breiða frekar úr sér. „Þetta er afmarkað við stórt svæði en hefði svo léttilega getað hlaupið eftir öllu þakinu. Það var virkilega ánægjulegt að sjá það. Núna eru tryggingarfélögin með vettvanginn. Síðan um kvöldið fóru fleiri búðareigendur að koma á svæðið og hjálpa til með að skafa vatn og hver var að vitja sinna búða. Þetta gekk mjög vel og fólk var mjög yfirvegað,“ segir Jón Viðar. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað til og allir sem voru á frívakt kallaðir út. Fjöldi þeirra var uppi á þaki að berjast við eldinn en aðrir inni í Kringlunni að sjúga upp vatn og reykræsta. „Þetta er mikið tjón, mikið vatn sem fer inn í Kringluna. Mikill reykur sem fer niður í búðir og það er mikið af viðkvæmum vörum þarna. Þannig að næstu daga verða tryggingarfélögin og búðareigendur að ná utan um þetta og átta sig á tjóninu,“ segir Jón Viðar. Hann segir þetta hafa verið mikið högg fyrir búðareigendur sem margir hverjir mættu í gær og vitjuðu eigna sinna. Aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með þeim á vettvangi. „Hversu yfirvegaðir þeir voru og fóru strax í að gera allt sem hægt var að gera. Hjá sumum var kannski afskaplega lítið hægt að gera en fólk áttaði sig á því hvernig staðan var,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Reykjavík Kringlan Tryggingar Verslun Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41 Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan fjögur í gær í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en upp úr miðnætti en þá hafði mikill reykur og vatn komist inn í Kringluna. Iðnaðarmenn höfðu verið að brenna tjörupappa á þakinu þar sem eldurinn kviknaði. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið ótrúlegt að sjá hversu vel slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn myndi breiða frekar úr sér. „Þetta er afmarkað við stórt svæði en hefði svo léttilega getað hlaupið eftir öllu þakinu. Það var virkilega ánægjulegt að sjá það. Núna eru tryggingarfélögin með vettvanginn. Síðan um kvöldið fóru fleiri búðareigendur að koma á svæðið og hjálpa til með að skafa vatn og hver var að vitja sinna búða. Þetta gekk mjög vel og fólk var mjög yfirvegað,“ segir Jón Viðar. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað til og allir sem voru á frívakt kallaðir út. Fjöldi þeirra var uppi á þaki að berjast við eldinn en aðrir inni í Kringlunni að sjúga upp vatn og reykræsta. „Þetta er mikið tjón, mikið vatn sem fer inn í Kringluna. Mikill reykur sem fer niður í búðir og það er mikið af viðkvæmum vörum þarna. Þannig að næstu daga verða tryggingarfélögin og búðareigendur að ná utan um þetta og átta sig á tjóninu,“ segir Jón Viðar. Hann segir þetta hafa verið mikið högg fyrir búðareigendur sem margir hverjir mættu í gær og vitjuðu eigna sinna. Aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með þeim á vettvangi. „Hversu yfirvegaðir þeir voru og fóru strax í að gera allt sem hægt var að gera. Hjá sumum var kannski afskaplega lítið hægt að gera en fólk áttaði sig á því hvernig staðan var,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Reykjavík Kringlan Tryggingar Verslun Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41 Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00
Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41
Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23