„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 14:28 Svava segir að rífa þurfi allt loft og innréttingar í verslun Gallerí sautján í Kringlunni vegna vatnsskemmda Vísit/Vilhelm/Viktor Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. Á fjórða tímanum í gær kviknaði eldur í þaki Kringlunnar austanmeginn, en mikið tjón varð af eldunum, reyknum, og vatninu og froðunni sem slökkviliðsmenn notuðu við slökkvistörf. Mesta tjónið er nú í verslun Gallerí sautján, en Svava eigandi segir stöðuna alls ekki góða. „Það flæddi inn í alla búðina, reykurinn var líka svakalega mikill. Allar loftklæðningar eru byrjaðar að brotna niður, þetta fór bara mjög illa. Þetta er stórtjón fyrir okkur,“ segir Svava. Vatn hafi lekið niður hæðir og ganga á þessum hluta Kringlunnar. Nokkuð mikið vatn var á gólfum í KringlunniVísir/Viktor Freyr Í Gallerí sautján voru 650 fermetrar af nýlögðu parketi, sem nú er ónýtt. „Það þarf að rífa loft og innréttingar, af því annars er hætta á rakaskemmdum. Þetta er allt blautt þarna bakvið og þetta er allt bólgnað,“ segir Svava. Áætlar að um tuttugu verslanir hafi orðið fyrir mismiklu tjóni Fjórar verslanir af þeim sex sem Svava rekur í Kringlunni urðu fyrir tjóni. Gallerí sautján hafi farið verst út úr þessu, en búðirnar Kultur, Kultur menn og GS skór hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Verslanirnar Macland, Nespresso og Markó Póló sem eru við hlið þessara búða urðu einnig fyrir tjóni. Svava segir að stór hluti af húsinu sé í góðu lagi, og verslanir hinum megin hafi sloppið. Um tuttugu verslanir austanmeginn, bæði uppi og niðri, séu þó talsvert skemmdar. Miklar vatnsskemmdir eru í austurhluta KringlunnarVísir/Viktor Freyr Því miður verði Gallerí sautján örugglega ekki opnuð fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, en Svava minnir á að búðin sé líka í Smáralind og á ntc.is Hún vonar að hægt sé að vinna út úr þessu eins hratt og hægt er. Hún segir að búðareigendur sem ekki urðu fyrir tjóni séu samt stödd í húsinu núna að hjálpa, og segir að þótt þau séu í samkeppni þá séu þau öll innst inni vinir. Að lokum segir hún að Kringlan hafi staðið vel að málum meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og almennt skipulag um kringum þetta tjón. Kringlan Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Á fjórða tímanum í gær kviknaði eldur í þaki Kringlunnar austanmeginn, en mikið tjón varð af eldunum, reyknum, og vatninu og froðunni sem slökkviliðsmenn notuðu við slökkvistörf. Mesta tjónið er nú í verslun Gallerí sautján, en Svava eigandi segir stöðuna alls ekki góða. „Það flæddi inn í alla búðina, reykurinn var líka svakalega mikill. Allar loftklæðningar eru byrjaðar að brotna niður, þetta fór bara mjög illa. Þetta er stórtjón fyrir okkur,“ segir Svava. Vatn hafi lekið niður hæðir og ganga á þessum hluta Kringlunnar. Nokkuð mikið vatn var á gólfum í KringlunniVísir/Viktor Freyr Í Gallerí sautján voru 650 fermetrar af nýlögðu parketi, sem nú er ónýtt. „Það þarf að rífa loft og innréttingar, af því annars er hætta á rakaskemmdum. Þetta er allt blautt þarna bakvið og þetta er allt bólgnað,“ segir Svava. Áætlar að um tuttugu verslanir hafi orðið fyrir mismiklu tjóni Fjórar verslanir af þeim sex sem Svava rekur í Kringlunni urðu fyrir tjóni. Gallerí sautján hafi farið verst út úr þessu, en búðirnar Kultur, Kultur menn og GS skór hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Verslanirnar Macland, Nespresso og Markó Póló sem eru við hlið þessara búða urðu einnig fyrir tjóni. Svava segir að stór hluti af húsinu sé í góðu lagi, og verslanir hinum megin hafi sloppið. Um tuttugu verslanir austanmeginn, bæði uppi og niðri, séu þó talsvert skemmdar. Miklar vatnsskemmdir eru í austurhluta KringlunnarVísir/Viktor Freyr Því miður verði Gallerí sautján örugglega ekki opnuð fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, en Svava minnir á að búðin sé líka í Smáralind og á ntc.is Hún vonar að hægt sé að vinna út úr þessu eins hratt og hægt er. Hún segir að búðareigendur sem ekki urðu fyrir tjóni séu samt stödd í húsinu núna að hjálpa, og segir að þótt þau séu í samkeppni þá séu þau öll innst inni vinir. Að lokum segir hún að Kringlan hafi staðið vel að málum meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og almennt skipulag um kringum þetta tjón.
Kringlan Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira