Semja um markaðssetningu verðmæts augnlyfs Árni Sæberg skrifar 18. júní 2024 08:33 Forstjóri Alvotech, Róbert Wessmann. Vísir/Alvotech Alvotech og Advanz Pharma, alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Bretlandi, sem markaðssetur lyfseðilsskyld lyf, stungu- og innrennslislyf og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum, tilkynntu í dag að félögin hefðu undirritað nýjan samning um framleiðslu og markaðssetningu fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við augnlyfið Eylea. Tekjur af sölu lyfsins í Evrópu námu rúmlega 400 milljörðum króna í fyrra. Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að Eylea sé líftæknilyf sem notað er til meðferðar við augnsjúkdómum sem geta leitt til sjóntaps eða blindu, svo sem votri augnbotnahrörnun, sjóndepilsbjúgi og sjónukvilla af völdum sykursýki. Á árinu 2023 hafi tekjur af sölu Eylea í Evrópu numið um 2,9 milljörðum Bandaríkjadala, 407 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gagnaveitunni IQVIA. Alvotech þrói nú AVT06, sem sé fyrirhuguð hliðstæða við Eylea í lágum skammti (2 mg) og AVT29 sem sé fyrirhuguð hliðstæða við Eylea í háum skammti (8 mg). Fá fyrirframgreiðslu Samkvæmt samkomulaginu muni Alvotech bera ábyrgð á þróun og framleiðslu á AVT06 og AVT29, en Advanz Pharma verði ábyrgt fyrir því að tryggja markaðsleyfi og sjá um sölu og markaðssetningu. Advanz Pharma fari með einkarétt til sölu í Evrópu, að frátöldu Þýskalandi og Frakklandi þar sem félagið fari með sameiginlegan rétt. Samningurinn feli í sér fyrirframgreiðslu til Alvotech og áfangagreiðslur sem tengdar séu árangri í þróun og sölu lyfjanna. „Við metum mikils vaxandi samstarf okkar við Advanz Pharma, sem hófst snemma á síðasta ári og hefur nú verið útvíkkað og nær alls til sjö fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða. Við eigum það sameiginlegt að hafa óbilandi trú á vexti markaðarins fyrir líftæknilyfjahliðstæður og að leggja þunga áherslu á að auka aðgengi sjúklinga að hagkvæmari líftæknilyfjum,“ er haft eftir Anil Okay, framkvæmdastjóra viðskipta hjá Alvotech. Ekki fyrsti samningurinn „Við erum spennt að treysta enn sambandið við Alvotech með þessari mikilvægu viðbót. Samstarf félaganna dregur fram einstaka styrkleika hvors aðila fyrir sig og undirstrikar að Advanz Pharma er kjörinn samstarfsaðili til markaðssetningar lyfseðilsskyldra lyfja í Evrópu,“ er haft eftir Susanna El-Armale, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunarsviðs Advanz Pharma. Í janúar síðastliðnum hafi Alvotech kynnt jákvæðar niðurstöður rannsóknar sem sýndu sambærilega klíníska virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT06 og samanburðarlyfsins Eylea, í sjúklingum með aldurstengda vota augnbotnahrörnun (AMD). Aðalendapunktur rannsóknarinnar hafi verið uppfylltur. Í febrúar 2023 hafi Alvotech og Advanz Pharma tilkynnt að félögin hefðu gert samning um markaðssetningu AVT23, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Xolair (omalizumab). Samningurinn nái yfir Evrópska efnahagssvæðið, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjáland. Í maí 2023 hafi félögin svo tilkynnt að samstarf þeirra hefði verið útvíkkað og næði einnig til fyrirhugaðra hliðstæða við Simponi (golimumab) og Entyvio (vedolizumab), auk þriggja ónefndra fyrirhugaðra hliðstæða á fyrri stigum þróunar. Alvotech Lyf Tengdar fréttir Alvotech freistar þess að fá inn erlenda fjárfesta með sölusamningi við Jefferies Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til. 16. júní 2024 08:36 Gengu frá 135 milljarða samningi um endurfjármögnun skulda Alvotech hefur gert samning um endurfjármögnun skulda við GoldenTree Asset Management, bandarískt eignastýringarfyrirtæki, sem fer fyrir hópi alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadal, eða um 135 milljarða íslenskra króna. 7. júní 2024 08:47 Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að Eylea sé líftæknilyf sem notað er til meðferðar við augnsjúkdómum sem geta leitt til sjóntaps eða blindu, svo sem votri augnbotnahrörnun, sjóndepilsbjúgi og sjónukvilla af völdum sykursýki. Á árinu 2023 hafi tekjur af sölu Eylea í Evrópu numið um 2,9 milljörðum Bandaríkjadala, 407 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gagnaveitunni IQVIA. Alvotech þrói nú AVT06, sem sé fyrirhuguð hliðstæða við Eylea í lágum skammti (2 mg) og AVT29 sem sé fyrirhuguð hliðstæða við Eylea í háum skammti (8 mg). Fá fyrirframgreiðslu Samkvæmt samkomulaginu muni Alvotech bera ábyrgð á þróun og framleiðslu á AVT06 og AVT29, en Advanz Pharma verði ábyrgt fyrir því að tryggja markaðsleyfi og sjá um sölu og markaðssetningu. Advanz Pharma fari með einkarétt til sölu í Evrópu, að frátöldu Þýskalandi og Frakklandi þar sem félagið fari með sameiginlegan rétt. Samningurinn feli í sér fyrirframgreiðslu til Alvotech og áfangagreiðslur sem tengdar séu árangri í þróun og sölu lyfjanna. „Við metum mikils vaxandi samstarf okkar við Advanz Pharma, sem hófst snemma á síðasta ári og hefur nú verið útvíkkað og nær alls til sjö fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða. Við eigum það sameiginlegt að hafa óbilandi trú á vexti markaðarins fyrir líftæknilyfjahliðstæður og að leggja þunga áherslu á að auka aðgengi sjúklinga að hagkvæmari líftæknilyfjum,“ er haft eftir Anil Okay, framkvæmdastjóra viðskipta hjá Alvotech. Ekki fyrsti samningurinn „Við erum spennt að treysta enn sambandið við Alvotech með þessari mikilvægu viðbót. Samstarf félaganna dregur fram einstaka styrkleika hvors aðila fyrir sig og undirstrikar að Advanz Pharma er kjörinn samstarfsaðili til markaðssetningar lyfseðilsskyldra lyfja í Evrópu,“ er haft eftir Susanna El-Armale, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunarsviðs Advanz Pharma. Í janúar síðastliðnum hafi Alvotech kynnt jákvæðar niðurstöður rannsóknar sem sýndu sambærilega klíníska virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT06 og samanburðarlyfsins Eylea, í sjúklingum með aldurstengda vota augnbotnahrörnun (AMD). Aðalendapunktur rannsóknarinnar hafi verið uppfylltur. Í febrúar 2023 hafi Alvotech og Advanz Pharma tilkynnt að félögin hefðu gert samning um markaðssetningu AVT23, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Xolair (omalizumab). Samningurinn nái yfir Evrópska efnahagssvæðið, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjáland. Í maí 2023 hafi félögin svo tilkynnt að samstarf þeirra hefði verið útvíkkað og næði einnig til fyrirhugaðra hliðstæða við Simponi (golimumab) og Entyvio (vedolizumab), auk þriggja ónefndra fyrirhugaðra hliðstæða á fyrri stigum þróunar.
Alvotech Lyf Tengdar fréttir Alvotech freistar þess að fá inn erlenda fjárfesta með sölusamningi við Jefferies Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til. 16. júní 2024 08:36 Gengu frá 135 milljarða samningi um endurfjármögnun skulda Alvotech hefur gert samning um endurfjármögnun skulda við GoldenTree Asset Management, bandarískt eignastýringarfyrirtæki, sem fer fyrir hópi alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadal, eða um 135 milljarða íslenskra króna. 7. júní 2024 08:47 Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Alvotech freistar þess að fá inn erlenda fjárfesta með sölusamningi við Jefferies Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til. 16. júní 2024 08:36
Gengu frá 135 milljarða samningi um endurfjármögnun skulda Alvotech hefur gert samning um endurfjármögnun skulda við GoldenTree Asset Management, bandarískt eignastýringarfyrirtæki, sem fer fyrir hópi alþjóðlegra stofnanafjárfesta. Samningurinn er um lánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 965 milljónir Bandaríkjadal, eða um 135 milljarða íslenskra króna. 7. júní 2024 08:47