Jose Luis Garcia er allur Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 10:55 Jose Luis Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hans verður einkum minnst fyrir rekstur Caruso sem hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins í rúma tvo áratugi. vísir/gva Veitingamaðurinn Jose Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hann hafi starfað áratugum saman að veitingarekstri í Reykjavík. Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, ekkja Jose Garcia, tilkynnti um fráfall hans í gærkvöldi. „Minningin um klettinn okkar mun lifa ævilangt í hjörtum okkar,“ sagði Þrúður meðal annars í stuttri tilkynningu. Fráfall hans kom flatt upp á alla, hann hné niður. Jose Garcia var fæddur 1961 og er frá Hondúras. Hann er gjarnan kenndur við staðinn Caruso sem lengi hefur verið rómaður fyrir góðan ítalskan mat. Lengstum var rekstur Caruso staðsettur við Bankastræti en hefur allra síðustu ár verið rekin í Austurstræti. Staðurinn hefur jafnan notið mikilla vinsælda. Árið 2014 lenti Jose Garcia í átökum við eiganda húsnæðisins, feðgana Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson, og fjallaði Vísir ítarlega um þau átök sem leiddu til þess að starfsemi Caruso var flutt. Jose Garcia kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi. Þetta var árið 1985 en hann fór þá til Akureyrar og var þar í nokkur ár. Þegar hann hlaut ríkisborgararétt varð hann, eins og allir sem það gerðu, að taka upp íslenskt nafn og hét hann því Freyr jafnframt en notaði það nafn aldrei. Leiðin lá fljótlega í veitingageirann en Jose er lærður arkítekt. Frá árinu 2000 eignaðist hann Caruso og má segja að staðurinn og vinnan hafi verið hans helsta áhugamál. Og kom þá arkítektamenntun sér vel en hann hannaði jafnframt staði sína sem alla tíð nutu fádæma vinsælda. Caruso er líklega einn best rekni og vinsælasti veitingastaður landsins. Jose lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Elst er Veronica, Alexis var í miðjunni og yngst var Samantha. Veitingastaðir Andlát Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, ekkja Jose Garcia, tilkynnti um fráfall hans í gærkvöldi. „Minningin um klettinn okkar mun lifa ævilangt í hjörtum okkar,“ sagði Þrúður meðal annars í stuttri tilkynningu. Fráfall hans kom flatt upp á alla, hann hné niður. Jose Garcia var fæddur 1961 og er frá Hondúras. Hann er gjarnan kenndur við staðinn Caruso sem lengi hefur verið rómaður fyrir góðan ítalskan mat. Lengstum var rekstur Caruso staðsettur við Bankastræti en hefur allra síðustu ár verið rekin í Austurstræti. Staðurinn hefur jafnan notið mikilla vinsælda. Árið 2014 lenti Jose Garcia í átökum við eiganda húsnæðisins, feðgana Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson, og fjallaði Vísir ítarlega um þau átök sem leiddu til þess að starfsemi Caruso var flutt. Jose Garcia kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi. Þetta var árið 1985 en hann fór þá til Akureyrar og var þar í nokkur ár. Þegar hann hlaut ríkisborgararétt varð hann, eins og allir sem það gerðu, að taka upp íslenskt nafn og hét hann því Freyr jafnframt en notaði það nafn aldrei. Leiðin lá fljótlega í veitingageirann en Jose er lærður arkítekt. Frá árinu 2000 eignaðist hann Caruso og má segja að staðurinn og vinnan hafi verið hans helsta áhugamál. Og kom þá arkítektamenntun sér vel en hann hannaði jafnframt staði sína sem alla tíð nutu fádæma vinsælda. Caruso er líklega einn best rekni og vinsælasti veitingastaður landsins. Jose lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Elst er Veronica, Alexis var í miðjunni og yngst var Samantha.
Veitingastaðir Andlát Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira