Deila lykilorðunum í öryggisskyni og til að viðhalda „streaks“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 12:42 Foreldrar virðast fylgjast betur með samfélagsmiðlanotkun dætra sinna en sona. Getty Þriðjungur barna í 4. til 7. bekk segja foreldra sína fylgjast með samfélagsmiðlanotkun þeirra. Foreldrar stúlkna eru duglegri við eftirlitið en foreldrar drengja en með hækkandi aldri dregur úr árvekninni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um öryggi grunn- og framhaldsskólanema á internetinu en um er að ræða þriðja hluta af sex. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd seint á haustmisseri 2023. Nemendur 53 grunnskóla og 25 framhaldsskóla tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu eru stúlkur líklegri en drengir til að hafa deilt lykilorði sínu að samfélagsmiðlum með vini. Um fjórðungur framhaldsskólanema segist vita lykilorð vina sinna en hlutfallið er sextán prósent í 4. til 7. bekk. Algengast var að ungmennin deildu lykilorðum sínum í öryggisskyni en þá sögðust þau einnig hafa gert það ef þau skyldu þurfa aðstoð með eitthvað. Nokkur fjöldi svarenda sagðist hafa gert það til að viðhalda „streak“ á Snapchat á meðan þeir færu í ferðalag. Um það bil fimmtungur svarenda á unglinga- og framhaldsskólastigi sögðust þekkja lykilorð foreldra sinna að App Store eða Google Play. Fjölmiðlanefnd Foreldrar birta myndir á samfélagsmiðlum í óþökk barnanna Könnunin leiddi í ljós að ungmennin voru mun líklegri til að hafa Snapchat færslur lokaðar en færslur á TikTok og Instagram. Tæpur helmingur notenda Snapchat og TikTok í 4. til 7. bekk sagðist hafa þurft að blokka einhvern . Um það bil tíu prósent sögðust samþykkja vinabeiðnir frá hverjum sem er og þeim fjölgar með aldri sem segjast jafnan samþykkja vinabeiðnir frá þeim sem eiga sameiginlega vini. Í könnuninni var spurt um leyfi foreldra til að nota samfélagsmiðla og í 4. til 7. bekk sögðust hlutfallslega flestir hafa fengið leyfi til að nota YouTube, um átta af hverjum tíu. Algengara er að krakkar í 8. til 10. bekk fái að nota aðra miðla; Facebook, Snapchat, TikTok og Instagram. Nemendurnir voru einnig spurðir um myndeildingar foreldra sinna á samfélagsmiðlum og virðast deilingarnar aukast með hækkandi aldri barnanna. Um helmingur sagði foreldrana ekki leita leyfis áður og um 25 prósent framhaldsskólanema sagðist ekki sáttur við myndbirtingarnar. Það vekur athygli að um 45 prósent nemenda á framhaldsskólastigi sögðust vera með eða hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum. Algengast var að stofna slíkan aðgang til að gæta nafnleysis en margir nefndu einnig að þeir hefðu stofnað aðganginn til að fylgjast með öðrum. Sumir sögðust hafa stofnað nafnlausan aðgang til að birta myndir og myndskeið en forðast stríðni en aðrir nefndu að þeir hefðu stofnað reikninginn til að atast í vinum og skólafélögum. Skýrslan í heild. Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um öryggi grunn- og framhaldsskólanema á internetinu en um er að ræða þriðja hluta af sex. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd seint á haustmisseri 2023. Nemendur 53 grunnskóla og 25 framhaldsskóla tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu eru stúlkur líklegri en drengir til að hafa deilt lykilorði sínu að samfélagsmiðlum með vini. Um fjórðungur framhaldsskólanema segist vita lykilorð vina sinna en hlutfallið er sextán prósent í 4. til 7. bekk. Algengast var að ungmennin deildu lykilorðum sínum í öryggisskyni en þá sögðust þau einnig hafa gert það ef þau skyldu þurfa aðstoð með eitthvað. Nokkur fjöldi svarenda sagðist hafa gert það til að viðhalda „streak“ á Snapchat á meðan þeir færu í ferðalag. Um það bil fimmtungur svarenda á unglinga- og framhaldsskólastigi sögðust þekkja lykilorð foreldra sinna að App Store eða Google Play. Fjölmiðlanefnd Foreldrar birta myndir á samfélagsmiðlum í óþökk barnanna Könnunin leiddi í ljós að ungmennin voru mun líklegri til að hafa Snapchat færslur lokaðar en færslur á TikTok og Instagram. Tæpur helmingur notenda Snapchat og TikTok í 4. til 7. bekk sagðist hafa þurft að blokka einhvern . Um það bil tíu prósent sögðust samþykkja vinabeiðnir frá hverjum sem er og þeim fjölgar með aldri sem segjast jafnan samþykkja vinabeiðnir frá þeim sem eiga sameiginlega vini. Í könnuninni var spurt um leyfi foreldra til að nota samfélagsmiðla og í 4. til 7. bekk sögðust hlutfallslega flestir hafa fengið leyfi til að nota YouTube, um átta af hverjum tíu. Algengara er að krakkar í 8. til 10. bekk fái að nota aðra miðla; Facebook, Snapchat, TikTok og Instagram. Nemendurnir voru einnig spurðir um myndeildingar foreldra sinna á samfélagsmiðlum og virðast deilingarnar aukast með hækkandi aldri barnanna. Um helmingur sagði foreldrana ekki leita leyfis áður og um 25 prósent framhaldsskólanema sagðist ekki sáttur við myndbirtingarnar. Það vekur athygli að um 45 prósent nemenda á framhaldsskólastigi sögðust vera með eða hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum. Algengast var að stofna slíkan aðgang til að gæta nafnleysis en margir nefndu einnig að þeir hefðu stofnað aðganginn til að fylgjast með öðrum. Sumir sögðust hafa stofnað nafnlausan aðgang til að birta myndir og myndskeið en forðast stríðni en aðrir nefndu að þeir hefðu stofnað reikninginn til að atast í vinum og skólafélögum. Skýrslan í heild.
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira