RÚV greindi frá þessu í nótt og ræddi meðal annars við Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptafulltrúa almannavarna, sem sagði menn freista þess að hægja á rennsli hraunsins. Unnið væri að því að meta aðstæður og finna lausnir á þeirri stöðu sem upp væri komin.
Hjördís sagði við RÚV um klukkan 1.30 í nótt að hraunkælingin hefði gengið ágætlega og betur en fyrr í vikunni. Kælingunni yrði haldið áfram í nótt og staðan metin að nýju nú í fyrramálið.
Vísir náði í Hjördísi í gegnum skilaboð fyrir stundu en þá sagðist hún engar nýjar upplýsingar hafa en fundað yrði klukan 8.
Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík sagði í samtali við RÚV í nótt að um 35 manns væru starfandi á vettvangi. Vatnskæling væri notuð í bland við vinnuvélar. Mikið vatn þyrfti til að kæla hraun en það virkaði vel á litla tauma eins og nú væri við að etja.
Ekki hefur náðst í Einar í morgun.