Lögreglustjórar og dómarar mótmæla launafrumvarpi Bjarna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 06:51 Páley Borgþórsdóttir er formaður Lögreglustjórafélagsins. Lögreglustjórafélag Íslands og Dómstólasýslan mótmæla harðlega frumvarpi forsætisráðherra um laun æðstu embættismanna landsins og segja ótækt að sömu reglur gildi um lögreglustjóra og dómara og gilda um kjörna fulltrúa. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarpið, sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að laun þeirra embættismanna sem lögin ná til hækki um 66 þúsund krónur, eða um 3,5 prósent að meðaltali yfir hópinn. Bjarni sagði í Facebook-færslu að ellegar hefðu launin hækkað um 8 prósent. Laun lægri tekjuhópa hefðu hækkað mikið síðustu misseri, sem skýrði hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Það ætti ekki að verða regla að löggjafinn gripi inn í launaþróun með þessum hætti en mestu máli skipti að ná tökum á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmættur gæti haldið áfram að vaxa. „Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað“ Lögreglustjórafélagið lýsir vonbrigðum með frumvarpið í umsögn sinni og skorar á Alþingi „að standa vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu og fara að gildandi lögum“. „Þá er mikilvægt að greina á milli þjóðkjörinna fulltrúa og annarra embættismanna sem taka laun samkvæmt lögum. Lögreglustjórafélag Íslands leggur til þá breytingu á frumvarpinu að það taki ekki til þeirra sem þiggja laun samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Lögreglustjórafélag Ísland lýsir sig mótfallið frumvarpinu er varðar aðra en þjóðkjörna fulltrúa,“ segir í umsögninni. Lögreglustjórar hafi sætt ýmsum skerðingum og álagið sé gríðarlegt. Þá hækki undirmenn lögreglustjóra allir í launum í samræmi við kjarasamninga og nú sé svo komið að þeir séu á nánast sömu launum og yfirmenn sínir. „Þessi inngrip þingsins í launaþróun lögreglustjóra er þannig að skaða eðlilega launasetningu innan embættanna. Í umsögn Dómstólasýslunnar segir meðal annars að ítrekaðar íhlutanir annarra valdastoða ríkisvaldsins í launakjör dómara fari gegn markmiðum sem sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómara og að draga megi í efa að þær samræmist kröfum þar að lútandi. „Í ljósi reynslunnar er að mati dómstólasýslunnar afar brýnt að endurskoða það fyrirkomulag sem komið var á með lögum nr. 79/2019 þar sem ákvörðunum um laun dómara og ákærenda sem lúta sambærilegum sjónarmiðum um sjálfstæði er spyrt saman við ákvarðanir um laun þjóðkjörinna fulltrúa sem lúta alls ólíkum sjónarmiðum. Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarpið, sem Bjarni Benediktsson mælti fyrir í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að laun þeirra embættismanna sem lögin ná til hækki um 66 þúsund krónur, eða um 3,5 prósent að meðaltali yfir hópinn. Bjarni sagði í Facebook-færslu að ellegar hefðu launin hækkað um 8 prósent. Laun lægri tekjuhópa hefðu hækkað mikið síðustu misseri, sem skýrði hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Það ætti ekki að verða regla að löggjafinn gripi inn í launaþróun með þessum hætti en mestu máli skipti að ná tökum á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmættur gæti haldið áfram að vaxa. „Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað“ Lögreglustjórafélagið lýsir vonbrigðum með frumvarpið í umsögn sinni og skorar á Alþingi „að standa vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í landinu og fara að gildandi lögum“. „Þá er mikilvægt að greina á milli þjóðkjörinna fulltrúa og annarra embættismanna sem taka laun samkvæmt lögum. Lögreglustjórafélag Íslands leggur til þá breytingu á frumvarpinu að það taki ekki til þeirra sem þiggja laun samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Lögreglustjórafélag Ísland lýsir sig mótfallið frumvarpinu er varðar aðra en þjóðkjörna fulltrúa,“ segir í umsögninni. Lögreglustjórar hafi sætt ýmsum skerðingum og álagið sé gríðarlegt. Þá hækki undirmenn lögreglustjóra allir í launum í samræmi við kjarasamninga og nú sé svo komið að þeir séu á nánast sömu launum og yfirmenn sínir. „Þessi inngrip þingsins í launaþróun lögreglustjóra er þannig að skaða eðlilega launasetningu innan embættanna. Í umsögn Dómstólasýslunnar segir meðal annars að ítrekaðar íhlutanir annarra valdastoða ríkisvaldsins í launakjör dómara fari gegn markmiðum sem sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómara og að draga megi í efa að þær samræmist kröfum þar að lútandi. „Í ljósi reynslunnar er að mati dómstólasýslunnar afar brýnt að endurskoða það fyrirkomulag sem komið var á með lögum nr. 79/2019 þar sem ákvörðunum um laun dómara og ákærenda sem lúta sambærilegum sjónarmiðum um sjálfstæði er spyrt saman við ákvarðanir um laun þjóðkjörinna fulltrúa sem lúta alls ólíkum sjónarmiðum. Við þetta fyrirkomulag verður ekki lengur unað.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Dómstólar Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira