„Það er heilmikil kæling af þessu“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. júní 2024 15:14 Hörn Hrafnsdóttir verkfræðingur hjá Verkís og Leifur Bjarki Björnsson, slökkvistjóri Rangárvallasýslu. Vísir Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli. Leifur Bjarki Björnsson slökkvistjóri Rangárvallasýslu segir vinnuna við hraunkælingu hafa gengið vel. „Við komum hérna um hálf þrjú í nótt og í raun og veru hefur þetta bara gengið eins og við héldum og engin sérstök vandræði.“ En hefur þetta tilraunaverkefni um daginn þá borgað sig? „Okkur finnst það já. Okkur finnst þetta vera að gera gagn. Það var flogið yfir þetta með hitamyndavél og þetta er heilmikil kæling af þessu,“ segir Leifur. Aðspurður segist hann ekki þora að fullyrða hvað hefði gerst ef ekki væri fyrir kælinguna. „Við byrjum að dæla í nótt og það virðist hafa náð að slökkva í gígnum,“ segir Leifur. Hann segir fagnaðarerindi fyrir þeirra vinnu að hraunrennsli fer minnkandi. „Það skiptir öllu máli að bæta ekki endalaust í. Þá er auðveldara að ráða við restina. Það er klárt mál.“ Hvernig er hugurinn í mannskapnum, er þreyta eftir nóttina? „Nei, furðu lítil,“ segir Leifur. „Þetta er bara verkefni, og við höfum svo sem ekki borið hitann og þungann af því, okkar slökkvilið, en erum hérna til að aðstoða grindvíska slökkviliðið. Þannig að við kvörtum ekkert yfir því að þurfa að vaka eina nótt.“ Unnu í neyðarviðbragði í gær Hörn Hrafnsdóttir verkfræðingur hjá Verkís fór einnig yfir stöðuna með fréttamanni á vinnusvæðinu. „Í gær vorum við að fá smá opnur í hraunið, sem fóru að lauma sér yfir garðinn sem við höfum kallað L1. Og við vorum svolítið að vinna í neyðarviðbragði í gær og að hindra að hraun færi mjög langt. Tókum svo mjög lágan garð aðeins frá til þess að varna því að ef þetta færi að verða meira, að þetta færi ekki mjög langt, væri bara innan þess svæðis,“ segir Hörn. Í gærkvöldi hafi það gerst að undan hrauninu hafi opnast litlar lænur, sem varð til þess að þrýstingurinn virtist detta niður, auk þess sem kæling á opnunum austast var í gangi. „Og svo var verið að reyna halda þessum eystri í skefjum, þannig að núna erum við aftur farin að fókusa á það að hækka garðinn sjálfan, sem hraunið er að fara yfir. Og er búinn að vera í gangi í nokkurn tíma. Við erum alltaf að fá tafir á það út af þessum litlu hraunspýjum sem eru að lauma sér yfir garðinn. Þannig að nú erum við að vonast eftir því að við fáum fókusinn aftur á hækkunina á garðinum sjálfum,“ segir Hörn. Fólk vonandi á leið í sumarfrí Þá virðist vera að hægjast á gosinu sjálfu, og Hörn segist vonast til að þá sé hægt að einblína á að hækka garðinn sjálfan. Taka starfsmenn því ekki bara fagnandi? „Ég held þetta séu bara bestu fréttir sem við höfum heyrt lengi. Fólk eygir kannski að það gæti komist í sumarfrí.“ Hörn segir þá allt kapp lagt á að hækka varnargarðinn í stað þess að reisa nýjan. „Svo er náttúrlega nýja hraunið búið að hækka svolítið upp fyrir [garðana], þannig að ef við fáum annað eldgos eftir einhverjar vikur, þá er í raun hraunið sjálft orðin aukavörn.“ Hún segir að í framhaldinu verði gerðir hraunhermar til að sjá hvort sú hækkun varnargarðanna sem áætluð er núna sé næg fyrir næstu vikur. „Þannig að við erum að reyna að ná þessu markmiði núna, og svo tekur greining á stöðunni við og við sjáum bara hvert þetta leiðir okkur.“ Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Leifur Bjarki Björnsson slökkvistjóri Rangárvallasýslu segir vinnuna við hraunkælingu hafa gengið vel. „Við komum hérna um hálf þrjú í nótt og í raun og veru hefur þetta bara gengið eins og við héldum og engin sérstök vandræði.“ En hefur þetta tilraunaverkefni um daginn þá borgað sig? „Okkur finnst það já. Okkur finnst þetta vera að gera gagn. Það var flogið yfir þetta með hitamyndavél og þetta er heilmikil kæling af þessu,“ segir Leifur. Aðspurður segist hann ekki þora að fullyrða hvað hefði gerst ef ekki væri fyrir kælinguna. „Við byrjum að dæla í nótt og það virðist hafa náð að slökkva í gígnum,“ segir Leifur. Hann segir fagnaðarerindi fyrir þeirra vinnu að hraunrennsli fer minnkandi. „Það skiptir öllu máli að bæta ekki endalaust í. Þá er auðveldara að ráða við restina. Það er klárt mál.“ Hvernig er hugurinn í mannskapnum, er þreyta eftir nóttina? „Nei, furðu lítil,“ segir Leifur. „Þetta er bara verkefni, og við höfum svo sem ekki borið hitann og þungann af því, okkar slökkvilið, en erum hérna til að aðstoða grindvíska slökkviliðið. Þannig að við kvörtum ekkert yfir því að þurfa að vaka eina nótt.“ Unnu í neyðarviðbragði í gær Hörn Hrafnsdóttir verkfræðingur hjá Verkís fór einnig yfir stöðuna með fréttamanni á vinnusvæðinu. „Í gær vorum við að fá smá opnur í hraunið, sem fóru að lauma sér yfir garðinn sem við höfum kallað L1. Og við vorum svolítið að vinna í neyðarviðbragði í gær og að hindra að hraun færi mjög langt. Tókum svo mjög lágan garð aðeins frá til þess að varna því að ef þetta færi að verða meira, að þetta færi ekki mjög langt, væri bara innan þess svæðis,“ segir Hörn. Í gærkvöldi hafi það gerst að undan hrauninu hafi opnast litlar lænur, sem varð til þess að þrýstingurinn virtist detta niður, auk þess sem kæling á opnunum austast var í gangi. „Og svo var verið að reyna halda þessum eystri í skefjum, þannig að núna erum við aftur farin að fókusa á það að hækka garðinn sjálfan, sem hraunið er að fara yfir. Og er búinn að vera í gangi í nokkurn tíma. Við erum alltaf að fá tafir á það út af þessum litlu hraunspýjum sem eru að lauma sér yfir garðinn. Þannig að nú erum við að vonast eftir því að við fáum fókusinn aftur á hækkunina á garðinum sjálfum,“ segir Hörn. Fólk vonandi á leið í sumarfrí Þá virðist vera að hægjast á gosinu sjálfu, og Hörn segist vonast til að þá sé hægt að einblína á að hækka garðinn sjálfan. Taka starfsmenn því ekki bara fagnandi? „Ég held þetta séu bara bestu fréttir sem við höfum heyrt lengi. Fólk eygir kannski að það gæti komist í sumarfrí.“ Hörn segir þá allt kapp lagt á að hækka varnargarðinn í stað þess að reisa nýjan. „Svo er náttúrlega nýja hraunið búið að hækka svolítið upp fyrir [garðana], þannig að ef við fáum annað eldgos eftir einhverjar vikur, þá er í raun hraunið sjálft orðin aukavörn.“ Hún segir að í framhaldinu verði gerðir hraunhermar til að sjá hvort sú hækkun varnargarðanna sem áætluð er núna sé næg fyrir næstu vikur. „Þannig að við erum að reyna að ná þessu markmiði núna, og svo tekur greining á stöðunni við og við sjáum bara hvert þetta leiðir okkur.“
Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent