Vilja menn þá sérhagsmunagæzlu og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og krónan leyfa? Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. júní 2024 08:01 Það eru í raun öll ríki álfunnar, sem sækja það fast og með öllum ráðum, að komast inn í ESB og fá Evru, nema þá Bretland, sem gekk úr ESB á grundvelli blekkinga, ósanninda og rangfærslna þeirra íhalds- og afturhaldsafla, sem fyrir útgöngu stóðu, og svo Ísland, trúlega mest af ótta við það, að við inngöngu og upptöku Evru, myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, falla. Norðmenn, sem hafa verið tvístigandi vegna ríkra þjóðernistilfinninga hluta landsmanna, bænda og sjómanna í hinum dreifðu byggðum landsins, virðast nú hafa tekið af skarið og ætla að stefna á nýja aðildarumsókn, alla vega á nýja öfluga umræðu um hana. Ógnin úr austri, Pútín og hans Asíu mátar, opna augu Evrópubúa enn betur, en áður var, fyrir nausyn náinnar samvinnu og óskoraðrar samstöðu allra Evrópuþjóða. ESB er kjarni hennar. Ný umsókn Noregs um aðild virðist ætla að verða stóra kosningamál Norðmanna 2025. Í ESB-ríkjasambandinu eru nú 27 evrópsk þjóðríki. Tyrklandi reyndi fyrst að komast inn 1987, og hefur því verið að reyna - með flestum eða öllum ráðum - síðast var það kúgunartilraun í sambandi við inngöngu Svíþjóðar í NATO - auðvitað allt annað mál, sýnir örvæntingu Erdogans - að komast inn í sambandið, til að geta notið þeirra fríðinda og tryggt sér þá velferð, þá hagsmuni og það öryggi, sem sambandið og gjaldmiðill þess býður upp á. Allar tilraunir landsins hafa þó strandað á því, að landið, stjórnendur þess, nú síðustu áratugina Recep Erdogan, hafa hunzað flestar grunnreglur ESB um lýðræði, mannréttindi, réttaröryggi og baráttuna gegn spillingu. Í stefnumörkun og regluverki ESB eru semsé harðar kröfur settar fram, og verða þau þjóðríki, sem vilja verða aðildarríki, að innleiða í sín lög ákvæði, sem ganga skýrt í þessa átt, og svo, eftir aðild, fylgja þeim stíft og með sannfærandi hætti eftir. Vert er hér að rifja upp grunnregluverk og grunngildi ESB: (1) lýðræðislegar leikreglur og réttaröryggi (2) hörð viðspyrna við klíkuskap og spillingu (3) jafnræði milli þjóðfélagshópa (4) sérstök vernd minnihlutahópa (5) neytendavernd og matvælaöryggi (6) heilsuvernd (7) velferð og öryggi manna - heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað - (8) dýra-, náttúru- og umhverfisvernd; við eigum bara eina jörð (9) réttindi almennings gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, svo sem flugfélögum, bönkum og símafélögum (10) eftirlit með því, að alþjóðlegu risafyrirtækin borgi sanngjarna skatta. Í raun gildir það sama um öll hin ríkin 9, sem hafa verið að reyna að komast inn í ESB, og um Tyrkland. Umsóknir hafa strandað á því, að þau uppfylla ekki kröfurnar 10, en ESB hvikar ekki frá neinni þeirra, einkum og alls ekki 1, 2 og 3. Ríkin 9, sem eru í biðröðinni, og eru nú í samráði við ESB að reyna að bæta sitt lýðræði, siðferði, jafnrétti og mannréttindi borgaranna, eru: Albanía, Bosnía-Hersegóvina, Georgía, Kosovó, Moldavía, Norður Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Úkraína. Hvað Úkraínu varðar, þá hefur ESB samþykkt sérstaka meðferð fyrir hana, nokkurs konar flýtimeðferð, til að styrkja Úkraínumenn, bæði siðferðislega og efnahagslega, í baráttunni gegn Rússlandi Pútíns. Er þetta staðfesting Evrópu á því, að hún líti á Úkraínu sem „eina af okkur“; hluta af Evrópu. Sú viðurkenning virðist Úkraínumönnum mikilvæg og dýrmæt, en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega. Í raun er það umhugsunarefni, að, á sama tíma og nánast öll þau Evrópuríki, sem ekki eru í ESB, eru með ráð og dáð að reyna að komast í sambandið og fá Evruna sem gjaldmiðil, til að tryggja efnahag sinn og stöðuleika hans, lága vexti og aukna velferð, skuli Ísland - valdaelítan hér - ekki einu sinni vilja skoða eða ræða málið. Ekki er annað að sjá, en að ýmsir valdamenn, Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi og aðrir forsvarsmenn sérhagsmunagæzlunnar og þá um leið klíkuskaparins og spillingarinnar í landinu, nánast stirni upp, ef málið ber á góma, hvað þá, að þeir séu til í, að láta á það reyna, fyrst, hvort þjóðin vilji fara í nýja óskuldbindandi umsókn, eða framhaldsviðræður á grundvelli þeirrar umsóknar, sem var lögð inn 2009/2010, og, svo í framhaldinu, ef niðurstaða þjóðaratkvæðis verður á þann veg, nýjar samningaumleitanir, sem auðvitað væru líka opnar og án fyrirfram skuldbindinga. Ótti ESB-andstæðinga við ESB-regulverkið eru eflaust margþættur, en efst stendur væntanlega það, að við inngöngu í ESB og upptöku Evru myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfir, falla. Yrði erfitt fyrir valdaklíkuna, valdapótintáta Sjálfstæðismanna og Framsóknar, sem hafa mikið skipt með sér kökunni - tryggt sér og sínum sérstöðu, hagsmuni og forgang, þar sem almenningur hefur oftast mætt afgangi – að missa spottana, til að kippa í, úr höndum sér. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Ef menn vilja sjá fyrir endann á þeirri sérhagsmunagæzlu og því klíku- og spillingarveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, verða þeir að hafa það sterklega í huga. Kosningar 2025. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru í raun öll ríki álfunnar, sem sækja það fast og með öllum ráðum, að komast inn í ESB og fá Evru, nema þá Bretland, sem gekk úr ESB á grundvelli blekkinga, ósanninda og rangfærslna þeirra íhalds- og afturhaldsafla, sem fyrir útgöngu stóðu, og svo Ísland, trúlega mest af ótta við það, að við inngöngu og upptöku Evru, myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, falla. Norðmenn, sem hafa verið tvístigandi vegna ríkra þjóðernistilfinninga hluta landsmanna, bænda og sjómanna í hinum dreifðu byggðum landsins, virðast nú hafa tekið af skarið og ætla að stefna á nýja aðildarumsókn, alla vega á nýja öfluga umræðu um hana. Ógnin úr austri, Pútín og hans Asíu mátar, opna augu Evrópubúa enn betur, en áður var, fyrir nausyn náinnar samvinnu og óskoraðrar samstöðu allra Evrópuþjóða. ESB er kjarni hennar. Ný umsókn Noregs um aðild virðist ætla að verða stóra kosningamál Norðmanna 2025. Í ESB-ríkjasambandinu eru nú 27 evrópsk þjóðríki. Tyrklandi reyndi fyrst að komast inn 1987, og hefur því verið að reyna - með flestum eða öllum ráðum - síðast var það kúgunartilraun í sambandi við inngöngu Svíþjóðar í NATO - auðvitað allt annað mál, sýnir örvæntingu Erdogans - að komast inn í sambandið, til að geta notið þeirra fríðinda og tryggt sér þá velferð, þá hagsmuni og það öryggi, sem sambandið og gjaldmiðill þess býður upp á. Allar tilraunir landsins hafa þó strandað á því, að landið, stjórnendur þess, nú síðustu áratugina Recep Erdogan, hafa hunzað flestar grunnreglur ESB um lýðræði, mannréttindi, réttaröryggi og baráttuna gegn spillingu. Í stefnumörkun og regluverki ESB eru semsé harðar kröfur settar fram, og verða þau þjóðríki, sem vilja verða aðildarríki, að innleiða í sín lög ákvæði, sem ganga skýrt í þessa átt, og svo, eftir aðild, fylgja þeim stíft og með sannfærandi hætti eftir. Vert er hér að rifja upp grunnregluverk og grunngildi ESB: (1) lýðræðislegar leikreglur og réttaröryggi (2) hörð viðspyrna við klíkuskap og spillingu (3) jafnræði milli þjóðfélagshópa (4) sérstök vernd minnihlutahópa (5) neytendavernd og matvælaöryggi (6) heilsuvernd (7) velferð og öryggi manna - heima fyrir, á ferðalögum og á vinnustað - (8) dýra-, náttúru- og umhverfisvernd; við eigum bara eina jörð (9) réttindi almennings gagnvart alþjóðlegum stórfyrirtækjum, svo sem flugfélögum, bönkum og símafélögum (10) eftirlit með því, að alþjóðlegu risafyrirtækin borgi sanngjarna skatta. Í raun gildir það sama um öll hin ríkin 9, sem hafa verið að reyna að komast inn í ESB, og um Tyrkland. Umsóknir hafa strandað á því, að þau uppfylla ekki kröfurnar 10, en ESB hvikar ekki frá neinni þeirra, einkum og alls ekki 1, 2 og 3. Ríkin 9, sem eru í biðröðinni, og eru nú í samráði við ESB að reyna að bæta sitt lýðræði, siðferði, jafnrétti og mannréttindi borgaranna, eru: Albanía, Bosnía-Hersegóvina, Georgía, Kosovó, Moldavía, Norður Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Úkraína. Hvað Úkraínu varðar, þá hefur ESB samþykkt sérstaka meðferð fyrir hana, nokkurs konar flýtimeðferð, til að styrkja Úkraínumenn, bæði siðferðislega og efnahagslega, í baráttunni gegn Rússlandi Pútíns. Er þetta staðfesting Evrópu á því, að hún líti á Úkraínu sem „eina af okkur“; hluta af Evrópu. Sú viðurkenning virðist Úkraínumönnum mikilvæg og dýrmæt, en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega. Í raun er það umhugsunarefni, að, á sama tíma og nánast öll þau Evrópuríki, sem ekki eru í ESB, eru með ráð og dáð að reyna að komast í sambandið og fá Evruna sem gjaldmiðil, til að tryggja efnahag sinn og stöðuleika hans, lága vexti og aukna velferð, skuli Ísland - valdaelítan hér - ekki einu sinni vilja skoða eða ræða málið. Ekki er annað að sjá, en að ýmsir valdamenn, Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi og aðrir forsvarsmenn sérhagsmunagæzlunnar og þá um leið klíkuskaparins og spillingarinnar í landinu, nánast stirni upp, ef málið ber á góma, hvað þá, að þeir séu til í, að láta á það reyna, fyrst, hvort þjóðin vilji fara í nýja óskuldbindandi umsókn, eða framhaldsviðræður á grundvelli þeirrar umsóknar, sem var lögð inn 2009/2010, og, svo í framhaldinu, ef niðurstaða þjóðaratkvæðis verður á þann veg, nýjar samningaumleitanir, sem auðvitað væru líka opnar og án fyrirfram skuldbindinga. Ótti ESB-andstæðinga við ESB-regulverkið eru eflaust margþættur, en efst stendur væntanlega það, að við inngöngu í ESB og upptöku Evru myndi sú sérhagsmunagæzla og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfir, falla. Yrði erfitt fyrir valdaklíkuna, valdapótintáta Sjálfstæðismanna og Framsóknar, sem hafa mikið skipt með sér kökunni - tryggt sér og sínum sérstöðu, hagsmuni og forgang, þar sem almenningur hefur oftast mætt afgangi – að missa spottana, til að kippa í, úr höndum sér. Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Ef menn vilja sjá fyrir endann á þeirri sérhagsmunagæzlu og því klíku- og spillingarveldi, sem núverandi stjórnarfar og íslenzka krónan leyfa, verða þeir að hafa það sterklega í huga. Kosningar 2025. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun