Valskonur komust upp að hlið Breiðabliks á toppnum með því að vinna 3-1 sigur á FH á Hlíðarenda.
Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og Jasmín Erla Ingadóttir það þriðja. Ída Marín Hermannsdóttir minnkaði muninn með mögulega fallegasta marki sumars.
Ída Marín skoraði þá með þráðbeinu þrumuskoti upp í fjærskeytin. Hún fagnaði ekki þessu marki enda úrslitin ráðin og í raun var þetta síðasta spyrna leiksins.
Hildur Anna Birgisdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir og Lara Ivanusa skorðu mörkin þegar Þór/KA vann 3-1 sigur á Fylki en Guðrún Karítas Sigurðardóttir náði að jafna metin.
Freyja Karín Þorvarðardóttir tryggði Þrótti 1-0 sigur á Stjörnunni en þetta var annar sigur Þróttara í síðustu þremur leikjum og kom liðinu upp úr fallsæti.
Jordyn Rhodes skoraði bæði mörkin þegar Tindastóll vann 2-0 útisigur í Keflavík. Hún fékk góðar sendingar frá heimastúlkum, fyrst skallaði hún inn hornspyrnu Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur og svo fékk hún frábæra stungusendingu frá hinni sextán ára gömlu Elísu Bríeti Björnsdóttur.
Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins.